Besta deild karla

Fréttamynd

Upp­gjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð

HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra

Aron Sigurðarson, leikmaður KR, var að vonum ánægður með sigur liðsins gegn FH þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum. Aron kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik en það var hans fyrsta mark fyrir KR í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hefur fest rætur á Ís­landi eftir ör­laga­ríkt sím­tal

Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Kyle McLagan verið einn besti leikmaður Bestu deildar karla í sumar. Hann hefur verið sem klettur í vörn Fram sem er óþekkjanleg frá fyrri árum. Kyle kom fyrst hingað til lands í hálfgerðu bríaríi fyrir nokkrum árum en hefur fest rætur á klakanum og nýtur lífsins hér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Illa orðað samnings­á­kvæði varð KA að falli

Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er saga tíma­bilsins og það gengur ekki lengur“

Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Förum glaðir úr Lautinni“

Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gregg: Al­gjör­lega ó­á­sættan­legt

HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið. 

Fótbolti