Fótbolti

Gylfi Þór: Við vorum heppnir að ná í stig

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gylfi Þór gerði gæfumuninn fyrir Val í kvöld. 
Gylfi Þór gerði gæfumuninn fyrir Val í kvöld.  Vísir/Pawel

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Víking í toppslag Bestu deildar karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór sagði leikinn hafa verið skemmtilegan og jafntelfi sanngjarna niðurstöðu. 

„Ætli það megi ekki segja að við höfum verið heppnir að ná í þetta stig. Við jöfnum metin í uppbótartíma og getum verið sáttir með að fá stig út úr þessum leik úr því sem var komið. 

Þetta var heilt yfir bara flottur leikur tveggja góðra liða held ég og niðurstaðan nokkuð sanngjörn,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. 

„Við fengum fullt af góðum stöðum og færum til þess að bæta við mörkum og við verðum að nýta færin betur í næstu leikjum. Við spiluðum vel á köflum og ég er sáttur við að hafa náð að spila 90 mínútur eftir meiðslin,“ sagði hann. 

Gylfi Þór sagðist ekki hafa verið í góðri stöðu þegar Guðmundur Andri Tryggvason nældi í vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins: „Hann dæmdi víti en ég er bara ekki viss um hvort það var rétt eða ekki. Ég var að einbeita mér að því að reyna að ná til boltans og sé þetta ekki nógu vel,“ sagði miðjumaðurinn um vítadóminn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×