Fastir pennar

Fréttamynd

Stjórnmálin hafa setið eftir

Kannski höldum við stjórnmálaumræðunni gangandi af virðingu fyrir fólki fyrra tíða sem gat tekist á um raunveruleg verðmæti og glímt við raunverulegan vanda -- stjórnmálamenn sem tókst á við meira krefjandi verkefni en kaffihús í Hljómskálagarðinum eða tennisvöll á Klambratúni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óskoðaðir og ótryggðir bílar

Ef tryggingafélögin  myndu fela einhverjum öðrum að elta uppi þá sem aka um á  ótryggðum bílum þyrfti eflaust að breyta lögum og reglugerðum, þannig að  starfsmenn öryggisfyrirtækja fengju heimild til að klippa  númer af bílum sem væru ótryggðir í umferðinni. Þetta yrði þá sambærilegt við það að  nú eru mörg einkafyrirtæki sem annast skoðun á bílum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver er hvers?

En hvers vegna haldið er dauðahaldi í leyndina geta þeir einir svarað sem ekkert vilja segja, okkur hin getur í mesta lagi grunað að þiggjendurnir hafi eitthvað að fela.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svín frá Gíneu

Mistök hjá tilraunadýrunum í leiðtogabaráttu stóru flokkanna munu því ekki hverfa úr þjóðfélagsumræðunni í einni svipan eins og Gíneu-svín Fréttastofu RÚV. Það er því eðlilegt að hik sé á mönnum, því enginn vill vera pólitískt svín frá Gíneu í misheppnaðri stjórnmálatilraun í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við sama borð

Yfirburðir Bandaríkjanna eru liðin tíð. Sameinuð Evrópa er jafnoki Bandaríkjanna, þegar á allt er litið, og þarf að deila forustunni fyrir hinum frjálsa heimi með Bandaríkjunum og búa sig undir að bjóða Indlandi og Kína til sætis við sama borð. Til þess þarf lýðræði í Kína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rás 1 í Sjónvarpið

Hægt er að sjá fyrir sér að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði væri forsmekkurinn að rækilegri endurskoðun á hlutverki stofnunarinnar. Einn möguleikinn er að leggja niður Rás 2 og bylta dagskrárstefnu sjónvarpsins þannig að efnið sem væri þar í boði myndi skera sig frá öðrum sjónvarpsstöðvum í sama dúr og Rás 1 er gjörólík öðrum útvarpsstöðvum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað ætlar Sharon sér fyrir?

Þeir Sharon og Abbas ræddust við í síma þegar síðustu landnemarnir voru á brot frá Gaza. Þá höfðu þeir ekki talast við í tvo mánuði. Þeir virðast ná betur saman en fyrri leiðtogar í hinni löngu deilu Ísraela og Palestínumanna, og það er athyglisvert að brottflutningurinn nú fer ekki fram undir miklum þrýstingu utanfrá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við búum í réttarríki

Í kjarna sínum er Baugsmálið því eins og hvert annað mál sem ákæruvaldið rekur fyrir dómstólum án þess að þurfa að sæta ákúrum á opinberum vettvangi. Tími er til kominn að þeim linni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Goodbye Lenin

Við eigum að minnast Reykjavíkurlistans með hlýhug. Í minningargreinum um mjög leiðinlegt fólk er stundum sagt: hann/hún var ekki allra - en Reykjavíkurlistinn var nefnilega einmitt allra: Hann var hreyfing á meðan hann var og hét...

Fastir pennar
Fréttamynd

Davíð og Baugur

Deilendurnir vita hvað er rétt og hvað er rangt. Áhorfendurnir vita hvorki upp né niður og verða líklega að búa við það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nú kætist Krummi

Það er mikill og vaxandi áhugi meðal borgarbúa um hvernig Reykjavík á að þróast. Hingað til hefur stefnan verið að byggja út á við, það er að segja að þenja sífellt út flatarmál borgarinnar og fjarlægjast þar með upprunalega miðju hennar. Sú stefna virðist vera að breytast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skin og skuggar

Það er m.ö.o. ekki framleiðsla lands og þjóðar, sem mestu ræður um lífskjörin, þegar öllu er á botninn hvolft, heldur vinnuframleiðnin. Þetta er ein skuggahliðin á velgengni Íslands undangengin ár og vitnar enn sem jafnan fyrr um margvíslega óhagkvæmni, sem heldur áfram að hamla íslenzku efnahagslífi, þótt margt hafi að sönnu breytzt til batnaðar undangengin ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óhefðbundin málsvörn

Það er ekki margt sem fjölmiðlar hér hafa getað byggt á varðandi fréttaflutning af ákærunum, og það verður ekki fyrr en vitnaleiðslur og málflutningur hefjast að glögg mynd fæst af málinu. Málflutningur á eftir að standa vikum saman, og það verður fróðlegt að sjá hverjir verða kallaðir í vitnastúkuna fyrir utan hina ákærðu, sem allir neituðu sök við þingfestinguna í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þýskur sveigjanleiki

Þetta er líklega ástæðan fyrir almennri svartsýni í landinu á að úrslit kosninganna muni í reynd skipta miklu máli þótt fjölmiðlar segi þær hinar mikilvægustu í áratugi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugrekki Vinstri grænna

Kosturinn við framboð margra flokka er að það verður hreyfiafl fleiri og frjórri hugmynda en þegar stórar fylkingar takast á. Möguleg stjórnarmynstur verða líka fleiri. Það skapar stöðu sem snjallir og hugmyndaríkir stjórnmálamenn geta spilað úr borgarsamfélaginu til framdráttar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Baugsmálið – nema hvað

Af þeim ákærum sem hafa verið birtar er ljóst að þeir Bónusfeðgar eru engir englar, ég held nú svosem ekki að margir hafi haldið að þeir væru það, enda ekki margir englar í heiminum yfirleitt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Birting ákæru í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum.

Innlent
Fréttamynd

Innrásin í ísland

Allt bendir því til þess að tala útlendinga sem hingað koma verði annað árið í röð vel hærri en íbúafjöldi landsins. Ekki er víst að allir átti sig á hversu glæsilegur árangur þetta er hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sérleyfi til manndrápa

Engum dettum í hug að Harry S. Truman hafi verið skrímsli á borð við Maó eða Stalín - þessi yfirkennaralegi maður úr vinstri armi Demókrataflokksins tók engu að síður ákvörðunina um kaldrifjað fjöldamorð á óbreyttum borgurum af meiri stærðargráðu en áðurnefndir kandídatar um titilinn versti maður 20. aldarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nú er að sýna sig og sanna

Þegar Geir H. Haarde, sem þekktur er fyrir hófsaman málflutning, tekur við sem formaður Sjálfstæðisflokksins á flokkurinn möguleika á því að styrkja sig enn frekar í sessi meðal hins breiða hóps kjósenda á miðjunni. Það eru þeir kjósendur sem Samfylkingin þarf að ná til. Það mun ekki gerast nema Ingibjörg Sólrún taki sér ærlegt tak.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir sem borga græða

Kunnugleg rök gegn skattalækkunum eru að þær komi þeim best sem hæst hafa launin. Staðreyndin er hins vegar sú að skattalækkun kemur öllum vel sem borga skatta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvenær eru tengsl óeðlileg?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer ekki vel af stað sem formaður Samfylkingarinnar. Hún var valin í þessa stöðu, af því að flokksfólk taldi hana geta gegnt sama hlutverki á vinstri vængnum og Davíð Oddsson á hinum hægri. Það treysti sennilega á einhvers konar sögulega ljósritun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stöðnun mitt í sköpun

Hvers vegna skyldu stjórnmálin sitja eftir með svo nöturlega áberandi hætti þegar flest annað í þjóðfélaginu einkennist af vaxandi þekkingu á veröldinni, aukinni fagmennsku og skapandi samkeppni?

Fastir pennar
Fréttamynd

Írak er ástæðan

Íraksstríðið er greinilega orðið sjálfstæður orsakavaldur fyrir auknu fylgi ofstækismanna sem hata vestræna menningu og lýðræði. Ástæðan fyrir því að Blair og samherjar hans og skoðanabræður í öðrum löndum vilja hvorki ræða þetta né viðurkenna er sú að þeir hafa slæma samvisku. Innrásin í Írak var gerð á grundvelli rangra og að hluta til falsaðra upplýsinga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skattskrár og ofurlaun

Hér áður voru skipstjórar, útgerðarmenn og fiskverkendur úti á landi mjög áberandi þegar sagt var frá hæstu gjaldendum í einstökum skattaumdæmum. Þeir eru að vísu ekki alveg dottnir út af skránni úti á landi, en læknar eru þar mjög áberandi og koma í stað lyfsalanna sem áður voru þar jafnan í efstu sætum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gutta cavat lapidem?

Látlaus síbylja á nær öllum rásum gegn hraðakstri, nauðgunum, unglingadrykkju í bland við misvel dulbúinn áróður og auglýsingar fyrir útihátíðum og bjórdrykkju er að komast á það stig verða að suði í eyrum fólks. Suði sem fer inn um annað eyrað og út um hitt.

Fastir pennar