Skattskrár og ofurlaun 4. ágúst 2005 00:01 Skattskrárnar sem nú hafa verið lagðar fram samkvæmt venju á þessum árstíma og upplýsingar tímaritsins Frjálsrar verslunar sem koma fram í sérútgáfu þess um tekjur 2.400 Íslendinga leiða ýmislegt í ljós nú sem endranær. Það sem menn kannski staldra helst við nú eru ofurtekjur tiltölulega lítils hóps manna sem flestir tilheyra fjármálageiranum. Þetta er sá hópur sem margir segja að "eigi" Ísland, ef svo má að orði komast, og hefur ekki verið svo ýkja mörg ár á sjónarsviðinu. Sumir þeirra hafa ekki unnið hörðum höndum í mörg ár fyrir eignum sínum, heldur hafa þær orðið til við margs konar tilfærslu og sölu og kaup á eignum hérlendis og líka erlendis, að ekki sé talað um afkomutengingu launa og ýmiss konar kaupauka, sem venjulegir launþegar eiga ekki kost á. Ljósi punkturinn er þó að núorðið greiða þessir menn verulega skatta af tekjum sínum til samfélagsins, en áður var töluverður misbrestur á því að umsvifamiklir einstaklingar gerðu það og hreyktu þeir sér jafnvel af því. Þótt fjármálamenn séu áberandi í röðum þeirra sem hæsta skatta greiða er það ekki nema toppurinn af ísjakanum í þeim geira sem hefur há laun, því fæstir starfsmenn banka og annarra fjármálafyrirtækja eru hátekjufólk, að ekki sé talað um ofurtekjur. Það er þá spurningin hvernig hinn almenni launþegi í þessum geira geti fengið notið þess mikla og góða árangurs sem þessi fyrirtæki hafa verið að sýna að undanförnu. Sum þessara fyrirtækja hafa að vísu greitt starfsmönnum sínum sérstakan bónus þegar vel hefur gengið, en góðærið hjá þeim hefur ekki haft mikil áhrif á kjarsasamninga. Viðskiptavinir bankanna eru hinn hópurinn sem ætti að njóta velgengninnar og þá helst í hærri innlánsvöxtum, lægri útlánsvöxtum og lægri þjónustugjöldum. Sú tíð er liðin þegar Þorvaldur í Síld og fisk var skattakóngur Íslands og taldi ekki eftir sér að greiða til samfélagsins það sem honum bar. Hann var líka einn af þeim mönnum sem höfðu unnið hörðum höndum fyrir eignum sínum, en ekki orðið auðugir með einhvers konar tölvuleikjum. Hér áður voru skipstjórar, útgerðarmenn og fiskverkendur úti á landi mjög áberandi þegar sagt var frá hæstu gjaldendum í einstökum skattaumdæmum. Þeir eru að vísu ekki alveg dottnir út af skránni úti á landi, en læknar eru þar mjög áberandi og koma í stað lyfsalanna sem áður voru þar jafnan í efstu sætum. Norðurland vestra sker sig úr varðandi læknana, en þar raða þeir sér í flest efstu sætin. Læknar þar eru líklega ekki tekjuhærri en víða annars staðar á landinu, en skýringin er sú að á þessu svæði eru tekjur einna lægstar á landinu, og því verða læknarnir svo áberandi. Það er svo spurning hvernig á því stendur að fjöldi heimilislækna úti á landi er með meira en eina milljón á mánuði í laun. Þeir reka ekki sérfræðingastofur eins og margir starfsfélagar þeirra á höfuðborgarsvæðinu, en eru á löngum vöktum og bakvöktum og bera því mikið úr býtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Skattskrárnar sem nú hafa verið lagðar fram samkvæmt venju á þessum árstíma og upplýsingar tímaritsins Frjálsrar verslunar sem koma fram í sérútgáfu þess um tekjur 2.400 Íslendinga leiða ýmislegt í ljós nú sem endranær. Það sem menn kannski staldra helst við nú eru ofurtekjur tiltölulega lítils hóps manna sem flestir tilheyra fjármálageiranum. Þetta er sá hópur sem margir segja að "eigi" Ísland, ef svo má að orði komast, og hefur ekki verið svo ýkja mörg ár á sjónarsviðinu. Sumir þeirra hafa ekki unnið hörðum höndum í mörg ár fyrir eignum sínum, heldur hafa þær orðið til við margs konar tilfærslu og sölu og kaup á eignum hérlendis og líka erlendis, að ekki sé talað um afkomutengingu launa og ýmiss konar kaupauka, sem venjulegir launþegar eiga ekki kost á. Ljósi punkturinn er þó að núorðið greiða þessir menn verulega skatta af tekjum sínum til samfélagsins, en áður var töluverður misbrestur á því að umsvifamiklir einstaklingar gerðu það og hreyktu þeir sér jafnvel af því. Þótt fjármálamenn séu áberandi í röðum þeirra sem hæsta skatta greiða er það ekki nema toppurinn af ísjakanum í þeim geira sem hefur há laun, því fæstir starfsmenn banka og annarra fjármálafyrirtækja eru hátekjufólk, að ekki sé talað um ofurtekjur. Það er þá spurningin hvernig hinn almenni launþegi í þessum geira geti fengið notið þess mikla og góða árangurs sem þessi fyrirtæki hafa verið að sýna að undanförnu. Sum þessara fyrirtækja hafa að vísu greitt starfsmönnum sínum sérstakan bónus þegar vel hefur gengið, en góðærið hjá þeim hefur ekki haft mikil áhrif á kjarsasamninga. Viðskiptavinir bankanna eru hinn hópurinn sem ætti að njóta velgengninnar og þá helst í hærri innlánsvöxtum, lægri útlánsvöxtum og lægri þjónustugjöldum. Sú tíð er liðin þegar Þorvaldur í Síld og fisk var skattakóngur Íslands og taldi ekki eftir sér að greiða til samfélagsins það sem honum bar. Hann var líka einn af þeim mönnum sem höfðu unnið hörðum höndum fyrir eignum sínum, en ekki orðið auðugir með einhvers konar tölvuleikjum. Hér áður voru skipstjórar, útgerðarmenn og fiskverkendur úti á landi mjög áberandi þegar sagt var frá hæstu gjaldendum í einstökum skattaumdæmum. Þeir eru að vísu ekki alveg dottnir út af skránni úti á landi, en læknar eru þar mjög áberandi og koma í stað lyfsalanna sem áður voru þar jafnan í efstu sætum. Norðurland vestra sker sig úr varðandi læknana, en þar raða þeir sér í flest efstu sætin. Læknar þar eru líklega ekki tekjuhærri en víða annars staðar á landinu, en skýringin er sú að á þessu svæði eru tekjur einna lægstar á landinu, og því verða læknarnir svo áberandi. Það er svo spurning hvernig á því stendur að fjöldi heimilislækna úti á landi er með meira en eina milljón á mánuði í laun. Þeir reka ekki sérfræðingastofur eins og margir starfsfélagar þeirra á höfuðborgarsvæðinu, en eru á löngum vöktum og bakvöktum og bera því mikið úr býtum.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun