Óskoðaðir og ótryggðir bílar 28. ágúst 2005 00:01 Hvernig má það vera að hundruð eða þúsundir bíla séu ótryggð og óskoðuð í umferðinni hér á landi? Þetta er staðreynd sem ekki verður vikist undan að taka til alvarlegrar athugunar. Það er eitthvað brogað við bílatryggingakerfið og eftirlit með því. Hér áður fyrr, þegar menn þurftu að mæta árlega með bíla sína í skoðun, hvort sem þeir voru aðeins ársgamlir eða margra ára, var þetta ekki vandamál, því bílarnir fengu ekki skoðun nema hægt væri að framvísa kvittunum fyrir greiðslu ábyrgðartrygginga af þeim. Eftir að skoðunarreglum var breytt og bíleigendur þurfa ekki að koma með nýja bíla til skoðunar árlega virðist sem eftirlit með greiðslu ábyrgðartrygginga hafi slaknað. Eftir alvarlegt umferðarslys á fjölförnum gatnamótum í Reykjavík á dögunum kom í ljós að stór og mikill vörubíll sem þar átti hlut að máli var bæði óskoðaður og ótryggður. Með réttu átti að skoða vörubílinn í vor og var því komið fram yfir þann tíma sem bifreiðaeigendur hafa til að koma með bíla til skoðunar. Þegar um er að ræða stóra og mikla atvinnubíla sem eru mikið í umferðinni er það lágmarkskrafa að eigendur þeirra láti skoða þá á réttum tíma. Atvinnumenn ættu að vera fyrirmynd annarra í umferðinni hvað þetta varðar. Þeir geta með trassaskap sínum komið óorði á aðra í stétt sinni, þannig að saklausir verði fyrir aðkasti. Það var ekki nóg með að þessi stóri og mikli vörubíll væri óskoðaður, heldur höfðu tryggingaiðgjöld ekki verið greidd á réttum tíma. Í umræðu sem orðið hefur eftir þetta alvarlega slys, þar sem strætisvagnabílstjóri missti báða fótleggi neðan við hné, hefur komið í ljós að tryggingafélögin ætlast til þess að lögreglan hafi uppi á bílum sem ekki eru með ábyrgðartryggingar í lagi. Þá hefur það komið fram að þetta hlutverk lögreglunnar er ekki á forgangslista í daglegum störfum hennar. Það er mikil spurning hvort lögreglan á yfirleitt að sinna þessu, hvort kröftum hennar er ekki betur varið við eitthvað annað, eins og aukið umferðareftirlit í bæ og borg og úti á þjóðvegunum. Ef tryggingafélögin myndu fela einhverjum öðrum að elta uppi þá sem aka um á ótryggðum bílum þyrfti eflaust að breyta lögum og reglugerðum, þannig að starfsmenn öryggisfyrirtækja fengju heimild til að klippa númer af bílum sem væru ótryggðir í umferðinni. Þetta yrði þá sambærilegt við það að nú eru mörg einkafyrirtæki sem annast skoðun á bílum. Það fyrirkomulag hefur gefist vel þótt margir spáðu ekki vel fyrir því þegar ríkið sleppti hendinni af skoðun á bílum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þetta mál hefur komið í ljós að tryggingafélögin hafa í ár fellt niður ábyrgðartryggingar á hundruðum eða þúsundum bíla. Þeir sem verða fyrir tjóni af bílum sem þannig er ástatt um fá bætur hjá tryggingafélögunum, en þau eiga svo endurkröfu á eigendur bílanna. Þar getur oft verið um að ræða miklar upphæðir sem bíleigendur þurfa að greiða, og því eins gott fyrir þá að greiða tryggingar á gjalddaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hvernig má það vera að hundruð eða þúsundir bíla séu ótryggð og óskoðuð í umferðinni hér á landi? Þetta er staðreynd sem ekki verður vikist undan að taka til alvarlegrar athugunar. Það er eitthvað brogað við bílatryggingakerfið og eftirlit með því. Hér áður fyrr, þegar menn þurftu að mæta árlega með bíla sína í skoðun, hvort sem þeir voru aðeins ársgamlir eða margra ára, var þetta ekki vandamál, því bílarnir fengu ekki skoðun nema hægt væri að framvísa kvittunum fyrir greiðslu ábyrgðartrygginga af þeim. Eftir að skoðunarreglum var breytt og bíleigendur þurfa ekki að koma með nýja bíla til skoðunar árlega virðist sem eftirlit með greiðslu ábyrgðartrygginga hafi slaknað. Eftir alvarlegt umferðarslys á fjölförnum gatnamótum í Reykjavík á dögunum kom í ljós að stór og mikill vörubíll sem þar átti hlut að máli var bæði óskoðaður og ótryggður. Með réttu átti að skoða vörubílinn í vor og var því komið fram yfir þann tíma sem bifreiðaeigendur hafa til að koma með bíla til skoðunar. Þegar um er að ræða stóra og mikla atvinnubíla sem eru mikið í umferðinni er það lágmarkskrafa að eigendur þeirra láti skoða þá á réttum tíma. Atvinnumenn ættu að vera fyrirmynd annarra í umferðinni hvað þetta varðar. Þeir geta með trassaskap sínum komið óorði á aðra í stétt sinni, þannig að saklausir verði fyrir aðkasti. Það var ekki nóg með að þessi stóri og mikli vörubíll væri óskoðaður, heldur höfðu tryggingaiðgjöld ekki verið greidd á réttum tíma. Í umræðu sem orðið hefur eftir þetta alvarlega slys, þar sem strætisvagnabílstjóri missti báða fótleggi neðan við hné, hefur komið í ljós að tryggingafélögin ætlast til þess að lögreglan hafi uppi á bílum sem ekki eru með ábyrgðartryggingar í lagi. Þá hefur það komið fram að þetta hlutverk lögreglunnar er ekki á forgangslista í daglegum störfum hennar. Það er mikil spurning hvort lögreglan á yfirleitt að sinna þessu, hvort kröftum hennar er ekki betur varið við eitthvað annað, eins og aukið umferðareftirlit í bæ og borg og úti á þjóðvegunum. Ef tryggingafélögin myndu fela einhverjum öðrum að elta uppi þá sem aka um á ótryggðum bílum þyrfti eflaust að breyta lögum og reglugerðum, þannig að starfsmenn öryggisfyrirtækja fengju heimild til að klippa númer af bílum sem væru ótryggðir í umferðinni. Þetta yrði þá sambærilegt við það að nú eru mörg einkafyrirtæki sem annast skoðun á bílum. Það fyrirkomulag hefur gefist vel þótt margir spáðu ekki vel fyrir því þegar ríkið sleppti hendinni af skoðun á bílum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þetta mál hefur komið í ljós að tryggingafélögin hafa í ár fellt niður ábyrgðartryggingar á hundruðum eða þúsundum bíla. Þeir sem verða fyrir tjóni af bílum sem þannig er ástatt um fá bætur hjá tryggingafélögunum, en þau eiga svo endurkröfu á eigendur bílanna. Þar getur oft verið um að ræða miklar upphæðir sem bíleigendur þurfa að greiða, og því eins gott fyrir þá að greiða tryggingar á gjalddaga.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun