Tindastóll

Fréttamynd

Guðni Þór: Með þennan vilja er hægt að gera allt

Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur með 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum á Jáverk-vellinum í dag. Liðið heldur enn í veika von um að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, en Guðni segir sigurinn í dag hafa verið verðskuldaðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tinda­stóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA

Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Alfreð: Það þarf að vökva völlinn

„Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsliðsmaður heim á Krókinn

Sigtryggur Arnar Björnsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ákveðið að snúa aftur heim úr atvinnumennsku og spila með Tindastóli á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Óskar Smári: Markmaðurinn okkar spilaði sárþjáð

Tindastóll er dottið úr Mjólkurbikarnum eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Breiðabliki. Þær lentu tveimur mörkum undir en náðu að minnka muninn í 2-1 en nær komust þær ekki og eru úr leik.Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 

Sport