Körfubolti

Fyrsti heimaleikur Stólanna í 56 daga og sá fyrsti eftir 43 stiga tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson og félagar í Tindastólsliðinu spila í kvöld fyrsta heimaleik sinn á árinu 2022.
Pétur Rúnar Birgisson og félagar í Tindastólsliðinu spila í kvöld fyrsta heimaleik sinn á árinu 2022. Vísir/Bára Dröfn

Tindastóll tekur á móti Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en það er óhætt að segja að þetta sér langþráður heimaleikur fyrir Sauðkrækinga.

Tindastóll hefur nefnilega ekki spilað á heimavelli í deildinni síðan átta dögum fyrir jól en í kvöld verða liðnir 56 dagar frá síðasta heimaleik liðsins.

Það er ekki aðeins þessi langa bið heldur líka hvernig síðasta heimaleikur endaði. Tindastóll tapaði nefnilega með 43 stigum þegar þeir spiluðu síðast í Síkinu. Heimamenn hafa því þurft að bíða lengi eftir að bæta fyrir það tap.

Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn mættu þá á Krókinn og fögnuðu 109-66 sigri. Það var stærsta tap Tindastóls á heimavelli í úrvalsdeild karla síðan 27. febrúar 2005.

Stólarnir unnu fjóra af fimm fyrstu heimaleiki tímabilsins en tapið í síðasta leik var það stórt að liðið er í mínus í nettóstigum skoruðum í Síkinu.

Mótherjarnir í kvöld eru sjóðheitir Njarðvíkingar sem hafa unnið þrjá leiki í röð og eru eins og er í öðru sæti deildarinnar. Tindastóll hefur á sama tíma tapaði þremur leikjum í röð en þeir hafa allir verið á útivelli.

Leikur Tindastóls og Njarðvíkur hefst klukkan 18.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

  • Síðustu deildarleikir Tindastólsliðsins:
  • 7. febrúar: 9 stiga tap á útivelli á móti Breiðabliki (98-107)
  • 3. febrúar: 8 stiga tap á útivelli á móti Grindavík (93-101)
  • 14. janúar: 25 stiga tap á útivelli á móti Val (71-96)
  • 10. janúar: 12 stiga sigur á heimavelli á móti Þór Ak. (103-91)
  • 16. desember: 43 stiga tap á heimavelli á móti Þór Þorl. (66-109)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×