Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Árni Gísli Magnússon skrifar 10. janúar 2022 23:07 Tindastóll vann góðan sigur gegn botnliðinu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. Þór Akureyri og Tindastóll mættust í Höllinni á Akureyri í frestuðum leik í 11. umferð Subway deildar karla í körfubolta nú í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á milli jóla og nýárs en var frestað vegna covid-smita í herbúðum Tindastóls. Eftir jafnan leik höfðu Stólarnir betur, 91-103, eftir að hafa spilað flottan fjórða leikhluta. Þór mætti Grindavík síðastliðinn fimmtudag og vann þar sinn fyrsta sigur í vetur með tveggja stiga mun. Tindastóll hins vegar ekki spilað leik í 25 daga en þá töpuðu þeir fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með heilum 43 stigum. Gestirnir byrjuðu betur og komust 5-14 yfir eftir nokkrar mínútur. Þá kom áhlaup frá Þórsurum sem skoruðu næstu 10 stig og komust yfir. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum en heimamenn virtust þó vera í aðeins hærri gír og leiddu 26-22 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var virkilega fjörugur og bæði lið að spila flottar sóknir en eitthvað minna um góðar varnir. Baráttan þó mjög mikil en Þórsarar fengu á sig 14 villur í hálfleiknum gegn aðeins 7 hjá Stólunum. Leikmenn Tindastóls voru duglegir að koma boltanum í lúkurnar á Taiwo sem var ekki að hitta vel í fyrsta leikhluta en óx eftir því sem leið á og endaði hálfleikinn með 16 stig og var að sækja villur og setja skot niður um leið en oft að klúðra vítaskotunum. Þá var Javon einnig að hitta vel fyrir utan sem og annarsstaðar á vellinum. Staðan í hálfleik 46-47 gestunum í vil. Áfram var allt í járnum í þriðja leikhluta og var Bouna virkilega flottur hjá Þór og keyrði hvað eftir annað á körfuna og setti boltann niður. Lokamínútan í leikhlutanum reyndist dýr fyrir Þór. Staðan var 68-70 þegar Viðar Ágústsson setti niður þrist, Þórsarar fóru í sókn og misstu boltann og þá voru 3,6 sekúndur eftir. Tindastóll setti upp í flott kerfi og Javon setti niður langan þrist og munurinn því 8 stig fyrir loka leikhlutann. Stólarnir gengu síðan á lagið í fjórða leikhuta og kláruðu leikinn á endanum nokkuð örugglega, 91-103. Það hjálpaði Þórsurum ekki þegar Dúi Þór lét reka sig út úr húsi þegar 6 mínútur lifðu leiks. Hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og fékk svo tæknivillu í fjórða leikhluta sem varð til þess að honum var kastað úr leiknum. Af hverju vann Tindastóll? Baráttan var sannarlega til staðar hjá báðum liðum og gáfu Þórsarar Stólunum ekkert eftir á neinum vígstöðum. Reynslan og gæðin í Stólunum klára einfaldlega leikinn í fjórða leikhluta en Javon og Taiwo voru illviðráðanlegir allan leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Tindastóli var Javon Bess hrikalega öflugur og endaði með 34 stig sem komu á alla mögulega vegu. Félagi hans, Taiwo Badmus, endaði með 30 stig en Þórsarar réðu ekkert við hann þegar hann keyrði á körfuna og voru aftur og aftur að senda hann á vítalínuna eftir að hann setti skot niður. Hjá Þórsurum var Bouna Ndiaye virkilega flottur og endaði með 34 stig og sennilega hans besti leikur fyrir Þór hingað til. Reggie Keely var einnig að skila sínu ágætlega og endaði með 24 stig og 14 fráköst. Maður sér samt að hann getur enn þá meira og mun gera það ef hann kemst í betra stand. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Þórsurum að stoppa Taiwo þegar hann komst á ferðina inn í teiginn og brutu þeir aftur og aftur á honum. Það gekk þó einnig illa hjá Taiwo að hitta úr vítaskotunum sínum en hann hitti einungis úr 8 af þeim 14 sem hann fékk. Það bjargaði því þó að hann skoraði yfirleitt þegar brotið var á honum. Hvað gerist næst? Þórsarar fara til Njarðvíkur þar sem þeir mæta heimamönnum í Ljónagryfjunni fimmtudaginn 20. janúar kl. 18:15 Tindastóll spilar frestaðan leik við Val í Origo-höllinni föstudaginn 14. Janúar kl. 20:15. Þar á eftir mæta þeir KR í Síkinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 20. janúar kl. 19:15. Jón: Við getum alveg byggt á þessu Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarþjálfari Þórs Akureyri, var nokkuð sáttur við frammistöðuna í kvöld þó svo að sigurinn hafi ekki komið. „Hún er bara þokkaleg, við misstum (Javon) Bess frá okkur í þriðja leikhluta og það fór með þetta en annars var þetta heilt yfir bara ágætis leikur hjá okkur.” Javon Bess endaði með 34 stig í dago og Taiwo Badmus með 30 stig og voru þar með langbestu menn Tindastóls í dag. Var ekki hægt að loka betur á þá og láta aðra vera með boltann? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að gefa öðrum tækifæri en við mátum það bara þannig að við værum með okkar sterkustu og bestu varnarmenn á þeim en við hefðum kannski getað skímað aðeins öðruvísi gegn þeim.” Þór sótti sinn fyrsta sigur í síðasta leik þegar liðið sigraði Grindavík. Jón segir góða stemmingu vera í liðinu og þeir hafi að sjálfsögðu ætlað sér sigur í dag. „Hópurinn er bara mjög jákvæður og hress. Þessi úrslit og frammistaðana er ekkert hræðileg fyrir okkur, við getum alveg byggt á þessu og erum ennþá brattir.” Þegar 6 mínútur lifðu leiks voru Stólarnir 6 stigum yfir en þá fékk Dúí Þór dæmda á sig tæknivillu þegar hann sagði eitthvað við einn af dómurum leiksins. Hann var í kjölfarið rekinn út úr húsi sem er auðvitað dýrt í þessari stöðu. „Hann var bara að rífa einhvern kjaft sjálfsagt en hann fær sem sagt óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og fær svo tæknivillu og er þá útilokaður og svo heldur hann áfram aðeins að gjamma og þá er þriðja tæknivillan í rauninni á bekkinn en hann er bara ungur og lærir af þessu, þetta er ekkert mál.” Þórsarar halda næst til Njarðvíkur þar sem þeir mæta heimamönnum í Ljónagryfjunni en liðið verður að fara koma fleiri stigum á töfluna ef þeir ætla að halda sér áfram í deild þeirra bestu. „Við ætlum að gera okkar besta í Njarðvík, ekki spurning”, sagði Jón að lokum. Subway-deild karla Þór Akureyri Tindastóll
Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. Þór Akureyri og Tindastóll mættust í Höllinni á Akureyri í frestuðum leik í 11. umferð Subway deildar karla í körfubolta nú í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á milli jóla og nýárs en var frestað vegna covid-smita í herbúðum Tindastóls. Eftir jafnan leik höfðu Stólarnir betur, 91-103, eftir að hafa spilað flottan fjórða leikhluta. Þór mætti Grindavík síðastliðinn fimmtudag og vann þar sinn fyrsta sigur í vetur með tveggja stiga mun. Tindastóll hins vegar ekki spilað leik í 25 daga en þá töpuðu þeir fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með heilum 43 stigum. Gestirnir byrjuðu betur og komust 5-14 yfir eftir nokkrar mínútur. Þá kom áhlaup frá Þórsurum sem skoruðu næstu 10 stig og komust yfir. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum en heimamenn virtust þó vera í aðeins hærri gír og leiddu 26-22 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var virkilega fjörugur og bæði lið að spila flottar sóknir en eitthvað minna um góðar varnir. Baráttan þó mjög mikil en Þórsarar fengu á sig 14 villur í hálfleiknum gegn aðeins 7 hjá Stólunum. Leikmenn Tindastóls voru duglegir að koma boltanum í lúkurnar á Taiwo sem var ekki að hitta vel í fyrsta leikhluta en óx eftir því sem leið á og endaði hálfleikinn með 16 stig og var að sækja villur og setja skot niður um leið en oft að klúðra vítaskotunum. Þá var Javon einnig að hitta vel fyrir utan sem og annarsstaðar á vellinum. Staðan í hálfleik 46-47 gestunum í vil. Áfram var allt í járnum í þriðja leikhluta og var Bouna virkilega flottur hjá Þór og keyrði hvað eftir annað á körfuna og setti boltann niður. Lokamínútan í leikhlutanum reyndist dýr fyrir Þór. Staðan var 68-70 þegar Viðar Ágústsson setti niður þrist, Þórsarar fóru í sókn og misstu boltann og þá voru 3,6 sekúndur eftir. Tindastóll setti upp í flott kerfi og Javon setti niður langan þrist og munurinn því 8 stig fyrir loka leikhlutann. Stólarnir gengu síðan á lagið í fjórða leikhuta og kláruðu leikinn á endanum nokkuð örugglega, 91-103. Það hjálpaði Þórsurum ekki þegar Dúi Þór lét reka sig út úr húsi þegar 6 mínútur lifðu leiks. Hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og fékk svo tæknivillu í fjórða leikhluta sem varð til þess að honum var kastað úr leiknum. Af hverju vann Tindastóll? Baráttan var sannarlega til staðar hjá báðum liðum og gáfu Þórsarar Stólunum ekkert eftir á neinum vígstöðum. Reynslan og gæðin í Stólunum klára einfaldlega leikinn í fjórða leikhluta en Javon og Taiwo voru illviðráðanlegir allan leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Tindastóli var Javon Bess hrikalega öflugur og endaði með 34 stig sem komu á alla mögulega vegu. Félagi hans, Taiwo Badmus, endaði með 30 stig en Þórsarar réðu ekkert við hann þegar hann keyrði á körfuna og voru aftur og aftur að senda hann á vítalínuna eftir að hann setti skot niður. Hjá Þórsurum var Bouna Ndiaye virkilega flottur og endaði með 34 stig og sennilega hans besti leikur fyrir Þór hingað til. Reggie Keely var einnig að skila sínu ágætlega og endaði með 24 stig og 14 fráköst. Maður sér samt að hann getur enn þá meira og mun gera það ef hann kemst í betra stand. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Þórsurum að stoppa Taiwo þegar hann komst á ferðina inn í teiginn og brutu þeir aftur og aftur á honum. Það gekk þó einnig illa hjá Taiwo að hitta úr vítaskotunum sínum en hann hitti einungis úr 8 af þeim 14 sem hann fékk. Það bjargaði því þó að hann skoraði yfirleitt þegar brotið var á honum. Hvað gerist næst? Þórsarar fara til Njarðvíkur þar sem þeir mæta heimamönnum í Ljónagryfjunni fimmtudaginn 20. janúar kl. 18:15 Tindastóll spilar frestaðan leik við Val í Origo-höllinni föstudaginn 14. Janúar kl. 20:15. Þar á eftir mæta þeir KR í Síkinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 20. janúar kl. 19:15. Jón: Við getum alveg byggt á þessu Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarþjálfari Þórs Akureyri, var nokkuð sáttur við frammistöðuna í kvöld þó svo að sigurinn hafi ekki komið. „Hún er bara þokkaleg, við misstum (Javon) Bess frá okkur í þriðja leikhluta og það fór með þetta en annars var þetta heilt yfir bara ágætis leikur hjá okkur.” Javon Bess endaði með 34 stig í dago og Taiwo Badmus með 30 stig og voru þar með langbestu menn Tindastóls í dag. Var ekki hægt að loka betur á þá og láta aðra vera með boltann? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að gefa öðrum tækifæri en við mátum það bara þannig að við værum með okkar sterkustu og bestu varnarmenn á þeim en við hefðum kannski getað skímað aðeins öðruvísi gegn þeim.” Þór sótti sinn fyrsta sigur í síðasta leik þegar liðið sigraði Grindavík. Jón segir góða stemmingu vera í liðinu og þeir hafi að sjálfsögðu ætlað sér sigur í dag. „Hópurinn er bara mjög jákvæður og hress. Þessi úrslit og frammistaðana er ekkert hræðileg fyrir okkur, við getum alveg byggt á þessu og erum ennþá brattir.” Þegar 6 mínútur lifðu leiks voru Stólarnir 6 stigum yfir en þá fékk Dúí Þór dæmda á sig tæknivillu þegar hann sagði eitthvað við einn af dómurum leiksins. Hann var í kjölfarið rekinn út úr húsi sem er auðvitað dýrt í þessari stöðu. „Hann var bara að rífa einhvern kjaft sjálfsagt en hann fær sem sagt óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og fær svo tæknivillu og er þá útilokaður og svo heldur hann áfram aðeins að gjamma og þá er þriðja tæknivillan í rauninni á bekkinn en hann er bara ungur og lærir af þessu, þetta er ekkert mál.” Þórsarar halda næst til Njarðvíkur þar sem þeir mæta heimamönnum í Ljónagryfjunni en liðið verður að fara koma fleiri stigum á töfluna ef þeir ætla að halda sér áfram í deild þeirra bestu. „Við ætlum að gera okkar besta í Njarðvík, ekki spurning”, sagði Jón að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti