Umfjöllun: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Sverrir Mar Smárason skrifar 18. nóvember 2021 23:43 Stjarnan vann öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fékk Tindastól í heimsókn í Mathús Garðabæjarhöllina í kvöld þegar leikið var í Subway-deild karla í örfubolta. Leikurinn var sveiflukenndur en að lokum stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar, 87-73. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega sveiflukenndur. Norðanmenn komust í fimm stiga forystu í upphafi en seinni fimm mínútur fyrsta leikhluta voru eign Stjörnunnar, með Robert Turner III í fararbroddi, sem vann leikhlutann 31-20. Tindastóll skoraði sjö fyrstu stig 2. leikhluta áður en Stjarnan tók aftur yfir og náði 13-4 kafla um miðjan leikhlutann, meðal annars með þristum frá Tómasi Hilmarssyni, Shawn Hopkins og David Gabrovsek. Það var svo Tindastóll sem var mun sterkari undir lok fyrri hálfleiks og tókst að minnka forskot Stjörnumanna niður í 2 stig þegar lítið var eftir. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, fékk tvö vítaköst áður en flautan gall og hefði með þeim getað jafnað metin. Honum tókst að klikka á þeim báðum svo tvö stig skildu liðin að í hálfleik, 46-44 Stjörnunni í vil. Síðari hálfleikur byrjaði illa hjá báðum liðum eða eins og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, lísti því í viðtali eftir leik þá var þetta „vondur körfubolti“. Liðin skoruðu aðeins sitthvor tvö stigin á fyrstu fjórum og hálfri mínútu þriðja leikhluta. Það rættist þó aðeins úr leikhlutanum og bæði lið skoruðu stig. Það hófst með tveimur þristum frá Karamba-Massamba og tvær körfur frá Ragnari Nathanaelssyni. Gunnar Ólafsson og Hilmar Smári Henningsson tryggðu svo Stjörnumönnum forskot inn í 4. leikhluta með sitthvorum þristinum. Heilt yfir mjög slakur leikhluti hjá báðum liðum þar sem samanlagt skoruðu þau aðeins 26 stig. Javon Bess, stigahæsti leikmaður Tindastóls á leiktíðinni hingað til, ákvað að skora loksins nokkur stig í fjórða leikhluta og fór fyrir sínu liði undir lok leiks á meðan það voru Shawn Hopkins og Ragnar Nathanaelsson sem leiddu lið Stjörnunnar til sigurs. Bæði lið voru komin í bónus um miðjan 4. leikhluta svo mikið var um vítaköst og meðal annars fékk Sigurður Þorsteinsson sína fimmtu villu um miðjan leikhlutann. Tindastóll var aldrei líklegt til þess að koma til baka í lok leiks og vörn Stjörnunnar hélt líkt og hún gerði á löngum köflum í leiknum. Heimamenn unnu að lokum leikinn með 14 stiga mun, 87-73. Robert Turner III, Stjarnan, var stigahæstur með 23 stig. Á eftir honum voru Sigtryggur Arnar, Tindastóll, með 17 en bæði Thomas Karamba-Massamba, Tindastóll, og Shawn Hopkins, Stjarnan, með 16 hvor. Shawn Hopkins tók flest fráköst eða 10 talsins og David Gabrovsek, Stjarnan, tók 10. Af hverju vann Stjarnan? Þeir spiluðu mjög góða vörn nær allan leikinn og þeim tókst að nýta Ragnar Nathanaelsson vel í að loka á Sigurð Þorsteinsson undir körfunni. Sömuleiðis hitti Stjörnuliðið mun betur en í síðustu leiknum. Hverjir voru bestir? Ragnar Nathanaelsson var besti maður vallarins í kvöld. 13 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig. Hann lokaði svæðinu undir körfunni á meðan hann var inná. Thomas Karamba-Massamba, 21 framlagsstig, Robert Turner III, 20 framlagsstig, og Shawn Hopkins, 20 framlagsstig, áttu allir einnig góðan leik. Hvað mætti betur fara? Javon Bess var týndur í yfir 30 mínútur í kvöld. Var fyrir leikinn með 21,6 stig að meðaltali en fann sig engan vegin í þessum leik. Tindastóll var einnig í miklum vandræðum sóknarlega á meðan Ragnar Nat var undir körfunni og gekk þeim illa að skora. Hvað gerist næst? Bæði liðin fara nú í landsleikjafrí. Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll
Stjarnan fékk Tindastól í heimsókn í Mathús Garðabæjarhöllina í kvöld þegar leikið var í Subway-deild karla í örfubolta. Leikurinn var sveiflukenndur en að lokum stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar, 87-73. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega sveiflukenndur. Norðanmenn komust í fimm stiga forystu í upphafi en seinni fimm mínútur fyrsta leikhluta voru eign Stjörnunnar, með Robert Turner III í fararbroddi, sem vann leikhlutann 31-20. Tindastóll skoraði sjö fyrstu stig 2. leikhluta áður en Stjarnan tók aftur yfir og náði 13-4 kafla um miðjan leikhlutann, meðal annars með þristum frá Tómasi Hilmarssyni, Shawn Hopkins og David Gabrovsek. Það var svo Tindastóll sem var mun sterkari undir lok fyrri hálfleiks og tókst að minnka forskot Stjörnumanna niður í 2 stig þegar lítið var eftir. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, fékk tvö vítaköst áður en flautan gall og hefði með þeim getað jafnað metin. Honum tókst að klikka á þeim báðum svo tvö stig skildu liðin að í hálfleik, 46-44 Stjörnunni í vil. Síðari hálfleikur byrjaði illa hjá báðum liðum eða eins og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, lísti því í viðtali eftir leik þá var þetta „vondur körfubolti“. Liðin skoruðu aðeins sitthvor tvö stigin á fyrstu fjórum og hálfri mínútu þriðja leikhluta. Það rættist þó aðeins úr leikhlutanum og bæði lið skoruðu stig. Það hófst með tveimur þristum frá Karamba-Massamba og tvær körfur frá Ragnari Nathanaelssyni. Gunnar Ólafsson og Hilmar Smári Henningsson tryggðu svo Stjörnumönnum forskot inn í 4. leikhluta með sitthvorum þristinum. Heilt yfir mjög slakur leikhluti hjá báðum liðum þar sem samanlagt skoruðu þau aðeins 26 stig. Javon Bess, stigahæsti leikmaður Tindastóls á leiktíðinni hingað til, ákvað að skora loksins nokkur stig í fjórða leikhluta og fór fyrir sínu liði undir lok leiks á meðan það voru Shawn Hopkins og Ragnar Nathanaelsson sem leiddu lið Stjörnunnar til sigurs. Bæði lið voru komin í bónus um miðjan 4. leikhluta svo mikið var um vítaköst og meðal annars fékk Sigurður Þorsteinsson sína fimmtu villu um miðjan leikhlutann. Tindastóll var aldrei líklegt til þess að koma til baka í lok leiks og vörn Stjörnunnar hélt líkt og hún gerði á löngum köflum í leiknum. Heimamenn unnu að lokum leikinn með 14 stiga mun, 87-73. Robert Turner III, Stjarnan, var stigahæstur með 23 stig. Á eftir honum voru Sigtryggur Arnar, Tindastóll, með 17 en bæði Thomas Karamba-Massamba, Tindastóll, og Shawn Hopkins, Stjarnan, með 16 hvor. Shawn Hopkins tók flest fráköst eða 10 talsins og David Gabrovsek, Stjarnan, tók 10. Af hverju vann Stjarnan? Þeir spiluðu mjög góða vörn nær allan leikinn og þeim tókst að nýta Ragnar Nathanaelsson vel í að loka á Sigurð Þorsteinsson undir körfunni. Sömuleiðis hitti Stjörnuliðið mun betur en í síðustu leiknum. Hverjir voru bestir? Ragnar Nathanaelsson var besti maður vallarins í kvöld. 13 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig. Hann lokaði svæðinu undir körfunni á meðan hann var inná. Thomas Karamba-Massamba, 21 framlagsstig, Robert Turner III, 20 framlagsstig, og Shawn Hopkins, 20 framlagsstig, áttu allir einnig góðan leik. Hvað mætti betur fara? Javon Bess var týndur í yfir 30 mínútur í kvöld. Var fyrir leikinn með 21,6 stig að meðaltali en fann sig engan vegin í þessum leik. Tindastóll var einnig í miklum vandræðum sóknarlega á meðan Ragnar Nat var undir körfunni og gekk þeim illa að skora. Hvað gerist næst? Bæði liðin fara nú í landsleikjafrí.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti