Starfsframi

Fréttamynd

Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus

„Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri

Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum

Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hart barist um allar lausar stöður á næstunni

Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“

Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt

Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar

Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð

Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn

Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum.

Atvinnulíf