Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. maí 2021 07:01 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um það með hvaða hætti íslensk fyrirtæki eru að bregðast við þegar sérþekkingu vantar á Íslandi, fyrir ný störf sem verið er að byggja upp til framtíðar. Margir að koma frá Indlandi Guðrún segir að starfsemi Alvotech sé þess eðlis að verið er að byggja upp alveg nýja grein starfa á Íslandi. Af því leiðir, vantar oft þekkingu á Íslandi sem til þarf í þessi nýju störf. Alvotech hefur brugðist við með því að ráða sérfræðinga erlendis frá til starfa. Fyrirtækið sem Guðrún veitir forstöðu, Aztiq Fjárfestingar, sér um kaup og útleigu íbúða fyrir þessa starfsmenn og að aðstoða þá og fjölskyldur þeirra við að koma sér fyrir á Íslandi. „Alvotech hefur ráðið um 120 starfsmenn til sín síðustu sex mánuði og yfir 220 manns á síðastliðnum tólf mánuðum. Að megninu til eru þetta sérfræðingar og háskólamenntað fólk,“ segir Guðrún og bætir við að um 57% starfsmanna Alvotech eru með meistara- eða doktorsgráðu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir hundrað erlendir sérfræðingar, þar af yfir fimmtíu starfsmenn frá Indlandi sem hafa flust hingað með sínum fjölskyldum,“ segir Guðrún. Guðrún segir ráðningar erlendis frá almennt hafa gengið vel. Þar hjálpi mikið að um þessar mundir er Alvotech á þeim tímamótum að eftir tíu ára þróunarvinnu er fyrsta varan að fara á markað fljótlega. Að sögn Guðrúnar þýðir aukinn mannauður erlendis frá, að verið er að byggja upp nýja þekkingu á Íslandi. „Þessir sérfræðingar eru svo margir að þjálfa annað starfsfólk og þannig færa mikilvæga þekkingu til Íslands.“ Guðrún segir mikla áherslu lagða á að gera Ísland að spennandi búsetuvalkosti og að auðvelda fjölskyldum sem koma erlendis frá að aðlagast íslensku samfélagi. Þetta er liður í því að Alvotech geti ráðið til sín hæfa erlenda sérfræðinga sem síðan þjálfa upp starfsfólk hér.Vísir/Vilhelm Reyna að auðvelda fjölskyldum flutninginn Til þess að Alvotech geti ráðið til sín hæft starfsfólk erlendis frá, þarf að gera Ísland að spennandi valkosti sem samfélag og búsetukost. Að sögn Guðrúnar er unnið að því að gera það, með margvíslegum hætti. Til dæmis eru staðsetningar íbúða sem keyptar eru fyrir erlent starfsfólk, engin tilviljun. Þannig eru þær valdar með tilliti til þess að þetta séu íbúðir í námunda við vinnustaðinn og á staðsettar nálægt allri þjónustu eins og matvöruverslunum, leik- og grunnskóla, apótek eða útivistarsvæði. Til skoðunar nú er að kaupa íbúðir í miðborginni, en hingað til hefur Aztiq aðallega keypt íbúðir á hinum svokallaða RÚV reit og á Frakkastíg. Það fólk sem hingað flytur, leigir þessar íbúðir til lengri eða skemmri tíma. Það skiptir miklu máli fyrir fjölskyldufólk að það geti á auðveldan hátt aðlagast samfélaginu hér og því leggjum við mikla áherslu á að aðstoða við það, kjósi fólk aðstoð,“ segir Guðrún og bætir því við að þegar að fólk flyst hingað til lands, er reynt að stuðla að því að búsetuflutningarnir gangi eins greiðlega fyrir sig og hægt er. Oft felist aðstoð við erlendar fjölskyldur því í fleiru en að koma sér upp nýju heimili á Íslandi. Finna þarf leikskólapláss, grunnskólapláss og fleira sem fjölskyldur þurfa. Verðmæt þekking til Íslands Guðrún segir þekkinguna sem erlenda starfsfólkið flytur með sér til Íslands afar verðmæta. En ekki síður mikilvæga til frekari uppbyggingar nýrra starfa á Íslandi. Sem dæmi nefnir Guðrún stærsta verkefnið sem Aztiq vinnur að um þessar mundir, en það er fjármögnun og stækkun hátækniseturs í Vatnsmýri. Með stækkuninni mun aðsetur Alvotech tvöfaldast í stærð en þar verður einnig aðstaða fyrir sérstaka rannsóknarstofu sem Háskóli Íslands mun hafa aðgang að. „Þá stendur Aztiq að kaupum á fullkomnu vöruhúsi við Lambhagaveg sem verður tekið í notkun þegar lyfjaframleiðslan hefst. Þessar fjárfestingar eru upp á tugi milljarða króna,“ segir Guðrún en það er í hennar verkahring að halda utan um þessar fjárfestingar og vinna með þeim hagaðilum sem við á, eins og lögmönnum, endurskoðendum, byggingatæknifræðingum og fleiri sérfræðingum. Með tíð og tíma byggist svo upp þekking hér innanlands. Alvotech er í samstarfi við Háskóla Íslands og smám saman útskrifast fleiri sérfræðingar frá Háskólanum sem geta þá starfað á þessum vettvangi, meðal annars hjá Alvotech,“ segir Guðrún. Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um það með hvaða hætti íslensk fyrirtæki eru að bregðast við þegar sérþekkingu vantar á Íslandi, fyrir ný störf sem verið er að byggja upp til framtíðar. Margir að koma frá Indlandi Guðrún segir að starfsemi Alvotech sé þess eðlis að verið er að byggja upp alveg nýja grein starfa á Íslandi. Af því leiðir, vantar oft þekkingu á Íslandi sem til þarf í þessi nýju störf. Alvotech hefur brugðist við með því að ráða sérfræðinga erlendis frá til starfa. Fyrirtækið sem Guðrún veitir forstöðu, Aztiq Fjárfestingar, sér um kaup og útleigu íbúða fyrir þessa starfsmenn og að aðstoða þá og fjölskyldur þeirra við að koma sér fyrir á Íslandi. „Alvotech hefur ráðið um 120 starfsmenn til sín síðustu sex mánuði og yfir 220 manns á síðastliðnum tólf mánuðum. Að megninu til eru þetta sérfræðingar og háskólamenntað fólk,“ segir Guðrún og bætir við að um 57% starfsmanna Alvotech eru með meistara- eða doktorsgráðu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir hundrað erlendir sérfræðingar, þar af yfir fimmtíu starfsmenn frá Indlandi sem hafa flust hingað með sínum fjölskyldum,“ segir Guðrún. Guðrún segir ráðningar erlendis frá almennt hafa gengið vel. Þar hjálpi mikið að um þessar mundir er Alvotech á þeim tímamótum að eftir tíu ára þróunarvinnu er fyrsta varan að fara á markað fljótlega. Að sögn Guðrúnar þýðir aukinn mannauður erlendis frá, að verið er að byggja upp nýja þekkingu á Íslandi. „Þessir sérfræðingar eru svo margir að þjálfa annað starfsfólk og þannig færa mikilvæga þekkingu til Íslands.“ Guðrún segir mikla áherslu lagða á að gera Ísland að spennandi búsetuvalkosti og að auðvelda fjölskyldum sem koma erlendis frá að aðlagast íslensku samfélagi. Þetta er liður í því að Alvotech geti ráðið til sín hæfa erlenda sérfræðinga sem síðan þjálfa upp starfsfólk hér.Vísir/Vilhelm Reyna að auðvelda fjölskyldum flutninginn Til þess að Alvotech geti ráðið til sín hæft starfsfólk erlendis frá, þarf að gera Ísland að spennandi valkosti sem samfélag og búsetukost. Að sögn Guðrúnar er unnið að því að gera það, með margvíslegum hætti. Til dæmis eru staðsetningar íbúða sem keyptar eru fyrir erlent starfsfólk, engin tilviljun. Þannig eru þær valdar með tilliti til þess að þetta séu íbúðir í námunda við vinnustaðinn og á staðsettar nálægt allri þjónustu eins og matvöruverslunum, leik- og grunnskóla, apótek eða útivistarsvæði. Til skoðunar nú er að kaupa íbúðir í miðborginni, en hingað til hefur Aztiq aðallega keypt íbúðir á hinum svokallaða RÚV reit og á Frakkastíg. Það fólk sem hingað flytur, leigir þessar íbúðir til lengri eða skemmri tíma. Það skiptir miklu máli fyrir fjölskyldufólk að það geti á auðveldan hátt aðlagast samfélaginu hér og því leggjum við mikla áherslu á að aðstoða við það, kjósi fólk aðstoð,“ segir Guðrún og bætir því við að þegar að fólk flyst hingað til lands, er reynt að stuðla að því að búsetuflutningarnir gangi eins greiðlega fyrir sig og hægt er. Oft felist aðstoð við erlendar fjölskyldur því í fleiru en að koma sér upp nýju heimili á Íslandi. Finna þarf leikskólapláss, grunnskólapláss og fleira sem fjölskyldur þurfa. Verðmæt þekking til Íslands Guðrún segir þekkinguna sem erlenda starfsfólkið flytur með sér til Íslands afar verðmæta. En ekki síður mikilvæga til frekari uppbyggingar nýrra starfa á Íslandi. Sem dæmi nefnir Guðrún stærsta verkefnið sem Aztiq vinnur að um þessar mundir, en það er fjármögnun og stækkun hátækniseturs í Vatnsmýri. Með stækkuninni mun aðsetur Alvotech tvöfaldast í stærð en þar verður einnig aðstaða fyrir sérstaka rannsóknarstofu sem Háskóli Íslands mun hafa aðgang að. „Þá stendur Aztiq að kaupum á fullkomnu vöruhúsi við Lambhagaveg sem verður tekið í notkun þegar lyfjaframleiðslan hefst. Þessar fjárfestingar eru upp á tugi milljarða króna,“ segir Guðrún en það er í hennar verkahring að halda utan um þessar fjárfestingar og vinna með þeim hagaðilum sem við á, eins og lögmönnum, endurskoðendum, byggingatæknifræðingum og fleiri sérfræðingum. Með tíð og tíma byggist svo upp þekking hér innanlands. Alvotech er í samstarfi við Háskóla Íslands og smám saman útskrifast fleiri sérfræðingar frá Háskólanum sem geta þá starfað á þessum vettvangi, meðal annars hjá Alvotech,“ segir Guðrún.
Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01
Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00