Það sem stjórnendur segja um stöðuhækkanir Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 07:01 Hvaða eiginleikum er verið að falast eftir hjá starfsfólki sem telst líklegir kandídatar fyrir stöðuhækkun? Vísir/Getty Við veltum því stundum fyrir okkur hvers vegna sumir ná svona langt í starfi og njóta velgengni á meðan aðrir, sem þó leggja sig mikið fram, sitja eftir og lítið sem ekkert gerist í starfsframanum. Ekki einu sinni viðbótarmeistaragráðan virðist skila sér. En hvers vegna? Jú, mögulega eru það ekkert endilega þau atriði sem fólk telur mestu skipta sem ræður valinu á því hverjir hljóta stöðuhækkun og hverjir ekki. Í umfjöllun Forbes nefna nokkrir stjórnendur dæmi um mistök sem þeir telja margt fólk gera, sem sækist eftir stöðuhækkun. Til dæmis að óska eftir stöðuhækkun sem ekki er tilefni til hæfnislega séð. Að biðja um of mikið of hratt. Að óska eftir stöðuhækkun á þeim forsendum að hafa starfað svo lengi á vinnustaðnum. Að kvarta undan því að starf hafi verið auglýst og verið sé að tala við fólk utan vinnustaðar (í stað þess að sækja bara um líka og taka þátt í ferlinu). Að sækjast eftir stöðuhækkun án þess að hafa sýnt fram á með nýlegum árangri og frammistöðu að viðkomandi eigi það skilið. En hverju er þá helst verið að falast eftir og hvaða atriði eru það, sem stjórnendur sækjast eftir í starfsfólki sem hlýtur stöðuhækkun? Vefsíðan Fairygodboss tók nokkra stjórnendur tali sem nefndu átta eiginleika sem þeir sækjast sérstaklega eftir í starfsfólki sem hlýtur stöðuhækkun. Þessir átta eiginleikar eru eftirfarandi: Hafa þegar sýnt getu til að vinna vel undir álagi Hafa þegar sýnt gagnrýna hugsun, til dæmis með því að spyrja hvers vegna hlutir eru unnir svona en ekki hinsegin. Þessi eiginleiki er talinn sýna að viðkomandi geti tekið ákvarðanir og sé líklegur til að ná fram hagræðingum eða umbótum Vinna vel með öðrum og í teymum. Eru drífandi liðsmenn með góða félagsfærni og sterka tilfinningagreind Hafa þegar sýnt að þeir horfa á stóru myndina en festast ekki um of í smáatriðum Hafa þegar sýnt mun meiri getu, dugnað og árangur en núverandi starf þeirra í raun krefst Eru þrautseigir og staðfastir Hafa þegar sýnt getuna til að taka ákvarðanir og sýna frumkvæði Hafa þegar sýnt áhuga, vilja og getu til að standa undir meiri ábyrgð, eru lausnarmiðaðir í hugsun og með jákvætt viðmót. Stjórnun Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Það dreymir marga um að eiga meiri peninga. En til að þéna meiri peninga ætti fyrst að huga að eigin hamingju því það segja rannsóknir. 5. ágúst 2020 10:00 Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? 18. desember 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Jú, mögulega eru það ekkert endilega þau atriði sem fólk telur mestu skipta sem ræður valinu á því hverjir hljóta stöðuhækkun og hverjir ekki. Í umfjöllun Forbes nefna nokkrir stjórnendur dæmi um mistök sem þeir telja margt fólk gera, sem sækist eftir stöðuhækkun. Til dæmis að óska eftir stöðuhækkun sem ekki er tilefni til hæfnislega séð. Að biðja um of mikið of hratt. Að óska eftir stöðuhækkun á þeim forsendum að hafa starfað svo lengi á vinnustaðnum. Að kvarta undan því að starf hafi verið auglýst og verið sé að tala við fólk utan vinnustaðar (í stað þess að sækja bara um líka og taka þátt í ferlinu). Að sækjast eftir stöðuhækkun án þess að hafa sýnt fram á með nýlegum árangri og frammistöðu að viðkomandi eigi það skilið. En hverju er þá helst verið að falast eftir og hvaða atriði eru það, sem stjórnendur sækjast eftir í starfsfólki sem hlýtur stöðuhækkun? Vefsíðan Fairygodboss tók nokkra stjórnendur tali sem nefndu átta eiginleika sem þeir sækjast sérstaklega eftir í starfsfólki sem hlýtur stöðuhækkun. Þessir átta eiginleikar eru eftirfarandi: Hafa þegar sýnt getu til að vinna vel undir álagi Hafa þegar sýnt gagnrýna hugsun, til dæmis með því að spyrja hvers vegna hlutir eru unnir svona en ekki hinsegin. Þessi eiginleiki er talinn sýna að viðkomandi geti tekið ákvarðanir og sé líklegur til að ná fram hagræðingum eða umbótum Vinna vel með öðrum og í teymum. Eru drífandi liðsmenn með góða félagsfærni og sterka tilfinningagreind Hafa þegar sýnt að þeir horfa á stóru myndina en festast ekki um of í smáatriðum Hafa þegar sýnt mun meiri getu, dugnað og árangur en núverandi starf þeirra í raun krefst Eru þrautseigir og staðfastir Hafa þegar sýnt getuna til að taka ákvarðanir og sýna frumkvæði Hafa þegar sýnt áhuga, vilja og getu til að standa undir meiri ábyrgð, eru lausnarmiðaðir í hugsun og með jákvætt viðmót.
Stjórnun Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Það dreymir marga um að eiga meiri peninga. En til að þéna meiri peninga ætti fyrst að huga að eigin hamingju því það segja rannsóknir. 5. ágúst 2020 10:00 Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? 18. desember 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00
Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00
Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05
Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Það dreymir marga um að eiga meiri peninga. En til að þéna meiri peninga ætti fyrst að huga að eigin hamingju því það segja rannsóknir. 5. ágúst 2020 10:00
Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður? 18. desember 2020 07:00