„Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 07:01 Sigríður Snævarr sendiherra Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ætli það hafi ekki verið þegar Berlínarmúrinn féll,“ svarar Sigríður Snævarr þegar hún er spurð um það, hvaða atburður eða minning standi helst uppúr þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni árið 1978 og í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna. „Það þarf að setja fall Berlínarmúrsins í samhengi við svo margt. Kalda stríðið hafði áhrif á allan okkar bakgrunn, námið okkar, störfin okkar, andrúmsloft og uppeldi. Að vera viðstödd þegar múrinn féll er því upplifun sem ég á erfitt með að lýsa í orðum,“ segir Sigríður og bætir við: „Með falli Berlínarmúrsins myndaðist nýtt taflborð. Í kalda stríðinu voru ríkin með fastasetu í Öryggisráðinu í hlutverki, til dæmis biskups og riddara á taflborðinu og önnur ríki, þar með talið Ísland, misjafnlega lík peðum eftir aðstæðum. Auðvitað hafi peðið stundum getur ráðið úrslitum um taflið sjálft. En þessi fyrirfram mótuðu hlutverk kalda stríðsins byrjuðu að breytast þegar heimsmyndin breyttist.“ Fyrri hluta helgarviðtals Atvinnulífsins við Sigríði Ásdísi Snævarr má sjá hér. Ísjaki til Parísar Sigríður var sendiherra í Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Andorra og San Marino frá árinu 1999-2004. Þá var hún samhliða fastafulltrúi Íslands hjá OECD í París, FAO í Róm og UNESCO í París. Það var áskorun að vera sendiherra í París því þessi heimsborg telur um 650 sendiherra og þar hefur allt sem telst frumlegt verið gert. Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“ Eitt sinn er hún á tali við Ara Trausta Guðmundsson, þingmann og fyrrum forsetaframbjóðanda. Hann hafði þá nýverið gefið út bók og spurði Sigríður hann hvaða ráð hann gæfi henni, sem gæti vakið sérstaka athygli Frakka á Íslandi. „Ari sagði mér þá frá bókakynningu sem hann hafði staðið fyrir þar sem hann hafði fengið klakasteina frá Skeiðarárhlaupi senda til sín til Reykjavíkur til að reyna að markaðsetja betur útgáfu bókar sinnar. Um leið og hann sagði mér frá þessu var hugmyndir komin og við Ari Trausti tókum til óspilltra málanna,“ segir Sigríður og bætir við: „Auðvitað ísjaki til Parísar!“ Ísjaki úr Jökulsárlóni stóð í sex daga í París sem hluti af menningarhátíð þar árið 2004. Úr varð að rúmlega tuttugu og tveggja tonna þúsund ára gamall ísjaki úr Jökulsárlóni var fluttur um hafið til Parísar. Þar stóð hann í sex daga og var hluti af þriggja mánaða vísinda- og menningarhátíð sem haldin var í París. Þetta var árið 2004 og segir Sigríður í viðtali við Vísi á þessum tíma að hún sé sannfærð um að ísjakinn muni endanlega sannfæra Frakka um að „Íslendingar geta, þora og vilja.“ Þá sagði hún að menningarsamningur Íslands og Frakklands hefði skipt sköpum fyrir þennan viðburð. „Dag einn var ég að lesa samninga ummenningarsamstarf milli Frakklands og Íslands og rekst þá á klausu í viðauka um að Frakkar væru tilbúnir til að greiða nokkuð drjúgan hluta kostnaðar af viðburðum sem við stæðum saman að í París og gagnkvæmt myndi Ísland gera það sam fyrir franska kynningu hjá okkur,“ segir Sigríður. Hún vissi þó að í Frakklandi gilti það sérstaklega að lykilmenn eins og forsetinn sjálfur, þyrfti að koma að borði. Ég vann því að því að Jacques Chirac forseti Frakklands og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra, undirrituðu samninginn um menningarkynninguna og það skipti sköpum að málið var tryggt á æðstu stöðum. Hún segir viðburðinn með ísjakann líka skemmtilega minningu því Íslendingar hafi sýnt mikla samheldni í verkefninu þar sem margir komu að borði og því þurftu íslensk stjórnvöld ekki að leggja út í neinn kostnað. Sem dæmi nefnir hún flutning ísjakans á sjó og landi. Menningarkynningin sjálf var stórkostleg og fékk afar góðar viðtökur og mikla þáttöku sem síðan skilaði sér í auknum áhuga Frakka á Íslandi. Sigríður nýtur þess mjög að fara út að ganga en varð fyrir því óláni að handleggsbrotna á dögunum. Hún hefur þó ekki látið það aftra sér og hefur staðið í ströngu við undirbúning fjarfundar fyrir norrænu sendiherrana í Ástralíu.Vísir/Vilhelm Fyrirmyndir kvenna Sigríður segir einn af sínum helstu áhrifavöldum í lífinu hafi verið amma hennar Ásdís. ,,Ég missti mikið þegar að ég missti hana. Var 16 ára gömul og var aum lengi vel á eftir.“ Að sögn Sigríðar var amma hennar Ásdís alltaf glæsileg til fara. „Hún klæddist upphlut alla daga og var alltaf mjög glæsileg. Kinnalit bjó hún til úr umbúðum utan um kaffibæti eins og konur gerðu gjarnan í þá daga. Hann var enn seldur á áratugunum eftir stríð og notaður til að drýgja kaffið,“ segir Sigríður. „Sex ára gömul byrjaði ég að drekka þetta bætta kaffi hjá ömmu og ræða eilífðarmálin, eins og ég sagði foreldrunum.“ Sjálf er Sigríður þekkt fyrir að vera ein glæsilegasta kona landsins m.a. í klæðaburði. Auðvitað hefur það skipt máli í starfinu að vera vel til höfð, þó auðvitað sé það ekki starfsskylda. En fyrir mér var bara gaman að setja smá glamúr í lífið og svo er þetta líka dýrmætur tími sem ég nýti vel þegar ég er að hafa mig til. Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef samið margar ræður í huganum á meðan ég er að hafa mig til. Oft nýti ég þennan tíma líka sem ákveðna hugleiðslu,“ segir Sigríður. „Að vera einn í stórborg er áskorun. Ef þú gerir ekki ráðstafanir fyrirfram um það sem gera skal á kvöldin eða um helgar, getur þú endað með að verða mjög einmana. Hluti af starfsskyldum erlendis felst í að gera sjálfan sig félagslega virkan utan vinnutíma, en það getur verið þessu ótengt, þar eru vinnutengsl á ferð“ segir Sigríður og bætir við: „Vissulega fannst mér stundum erfitt að vera í fjarbúð þó við töluðum saman í síma á hverjum degi. En við hjónin ákváðum þetta svona strax í upphafi og vorum mjög samstíga. Kjartan var líka duglegur að koma til mín í heimsókn.“ Sigríður var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna, í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Mynd frá ríkisráðsfundi þar sem sjá má ríkistjórn Íslands tímabilið 10. september 1989 - 30. apríl 1991. Sigríður var fyrst íslensk kvenna til að vera skipuð sendiherra. Fyrsta konan í Rotary. Fyrsta embættiskonan til að hljóta viðurkenningu FKA og svo mætti lengi telja. „Ég hef reyndar stundum verið fyrsta konan sem segir allt um hraðar breytingar á síðustu áratugum, þannig að ég held ég muni það ekki allt, ekkert markmið hjá mér,“ segir Sigríður. Aðspurð um það hvernig það hafi samt verið að vera kona í embættisheimi karlmanna, þegar það ekki tíðkaðist, svarar Sigríður: Það er gott að horfa á hlutina frá öllum sjónarhornum því þannig skiljum við best samhengi hlutanna. Heimsmyndin var lengst af sú að það væru helst karlmenn sem kynnu eitthvað og gætu eitthvað. Það er ekkert langt síðan þessi heimsmynd fór að molna og því eimir af því enn að þessi „kerfisvörn“ eins og ég kalla hana, hrekkur nánast ósjálfrátt í gang.“ Sjálf segir Sigríður það oft fylgja þegar konur brjóta glerþök að þær verði fyrir höggum. „En með því að vera heiðarlegar,þrautseigar, sjálfsöruggar og gefast ekki upp eru konum jafnt sem körlum allir vegir færir.“ Þá segir hún sjálfstraust, tengslamyndun og færni í að eiga jafningjasamskipti við alla skipta miklu máli. Ég held reyndar að þar skáki enginn Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er jafn fær í því og hún að geta haldið úti gefandi samræðum við hvern sem er, hvaðan sem er. Hún gerir þetta af hjartans einlægni og með því að kunna alltaf að leiða samtal af stað, hlusta vel og spyrja réttu spurninganna.“ Sterkar fyrirmyndir kvenna: Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og Sigríður Snævarr sendiherra. Myndin er frá árinu 2015. Nýttu kraftinn Sigríður og Kjartan eignuðust soninn Kjartan Gunnstein árið 2007. Í árslok árið 2008 tók Sigríður sér launalaust leyfi frá utanríkisþjónustunni. Atvinnuleysi var þá að aukast hratt eftir bankahrun og vildi Sigríður nýta sér reynsluna sem hún hafði frá krepputímum Finna og Svía. Í samstarfi við Maríu Björk Óskarsdóttur var vinnumiðlunarátakið Nýttu kraftinn stofnað og árið 2013 kom út hjá Forlaginu bók þeirra Nýttu kraftinn. Það var ekki síst fyrir þær sakir að Sigríður hefur mikinn áhuga á mannauðstjórnun og sálfræði. Þá hafði hún líka séð hvað atvinnuleysi gat farið illa með fólk og hagkerfi til frambúðar. Sigríður hélt fjölda fyrirlestra fyrir atvinnuleitendur sem sóttu vinnumiðlunarnámskeiðið Nýttu kraftinn eftir bankahrun. „Í Svíþjóð misstu margir vina minna vinnuna sína þegar efnahagshrunið varð hjá þeim uppúr 1990. Þetta var oft fólk innan við fertugt og ég man að ég reyndi að virkja marga að koma með mér á söfn eða viðburði því atvinnuleysi getur farið svo illa með fólk sálarlega,“ segir Sigríður. Ein minning stendur upp úr. „Vegna starfa minna sigldi ég oft með ferju frá Svíþjóð til Finnlands og kom þá í höfn þar að morgni. Oftar en ekki sá ég þar eldri mann, klæddan sjakalapels með hatt og eina fallegustu skjalatösku sem ég hef séð. Mér var síðar sagt að þessi maður hefði eitt sinn stýrt verksmiðju þar sem þúsund manns störfuðu. Hún fór í þrot og við það missti hann sitt starf. Svo mikil var hans vanlíðan að frekar en að segja fjölskyldunni sinni frá atvinnuleysinu, yfirgaf hann heimilið á hverjum morgni og þóttist vera að fara til vinnu.“ Þess má geta að um 1100 manns í atvinnuleit nýttu sér átakið Nýttu kraftinn og um tuttugu fyrirtæki voru stofnuð af þátttakendum. Þá fengu um 75% þeirra sem tóku þátt atvinnu á meðan á ferlinu stóð. Sigríður brennur fyrir mörgum málefnum. Ekki síst nýsköpun og hugrækt.Vísir/Vilhelm Endurmenntun, hugrækt og nýsköpun „Ég veit ekki hvort það var Kjartan sem smitaði mig af áhuganum á nýsköpun eða ég hann,“ segir Sigríður en hjónin eru þekkt fyrir áhuga sinn og stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. „En hvað er nýsköpun? Eru nýsköpun ekki allar nýjar hugmyndir sem leysa einhver vandamál, jafnvel þau sem menn vissu ekki áður að væru vandamál?“ spyr Sigríður og bendir á að margt í hennar starfi hafi alla tíð flokkast undir einhvers konar nýsköpun „Að starfa sem heimasendiherra er að starfa í alíslenskri nýsköpun frá árinu 1976 sem flest Evrópuríki hafa síðan tekið upp. En það var Pétur Thorsteinsson sendiherra sem á sínum tíma mótaði tillögur um að Ísland skipaði sendiherra í fjarlægum ríkjum sem búsettur væri á Íslandi. Einar Ágústsson utanríkisráðherra fékk þessar tillögur samþykktar í utanríkismálanefnd í mars 1976. Þetta fyrirkomulag þekktist hjá örfáum ríkjum og Pétur færði rök fyrir því að við þyrftum að hafa sérstakan sendiherra sem sinnti fjarlægum ríkjum og skipaði þar kjörræðismenn. Fyrir þennan tíma hafði tíðkast að fjarlægu ríkin væru í umdæmi sendiráða okkar í Evrópu en allt að tuttugu ár gátu liðið milli heimsókna sendiherra í umdæmisríkin. Öflugt net ræðismanna sem við nýttum af miklu afli í fyrravor þegar utanríkisþjónustan aðstoðaði 12000 Íslendinga við að komast heim, á svo sannarlega rætur að rekja til fjölmargra ræðismanna sem Pétur skipaði á þeim ellefu árum sem þessi mikli eljumaður var heimasendiherra. Það væri gaman að sjá Ísland í forystu fyrir nýjar áherslur í diplómasíu og ekki aðeins í stafrænni diplómasíu, heldur ýmsum útfærslum sem gagnast meðfram okkar hefðbundna neti sendiráða og fastanefnda. Hver veit nema næst verði það „pop up“ sendiráð sem kalla mætti viðburðasendiráð, sem er sett upp í nokkra daga í landi þar sem ekki er staðsettur sendiherra. Þarf að heyra í Kristjáni Andra, sendiherra í Belgíu sem er að skoða slíkt fyrir nágrannaríkin og sjálfa langar mig að gera svipað í mínum umdæmislöndum. Hver veit, hvað af þessu leiðir, kannski verður það þróunin? Nýsköpun er svo miklu meira en einungis sprotafyrirtæki. Áttíu ára gömul utanríkisþjónusta er stórkostlegur vettvangur umbreytinga og nýsköpunar ,“ segir Sigríður. Sigríður afhenti Nelson Mandela, þáverandi forseta Suður-Afríku, trúnaðarbréf sitt árið 1996. Þá hefur Sigríður alla tíð verið virk í að mennta sig. Árið 1987 samdi hún ritgerð við Harvard Russian Research Center og ófá námskeið hefur hún setið heima og erlendis þar sem hún lærir eitthvað nýtt. Ég fékk áhuga á hugrækt þegar að ég var í Stokkhólmi. Vinur minn mælti með námskeiði sem mér fannst heldur dýrt en verra þó að vegna námskeiðsins missti ég heilan dag úr vinnu. Eftir þetta námskeið áttaði ég mig á því að þetta viðhorf að finnast slæmt að missa einn dag úr vinnu, sagði mest um það hvar ég var stödd á þessum tíma. Það var eins og ég losnaði við einhverja ósýnilega brynju sem ég vissi ekki að væri utan um mig, þegar ég fór í hugrækt.“ Að mati Sigríðar er jafn mikilvægt fyrir fólk að stunda hugrækt eins og heilsurækt. Þá talar hún mikið fyrir endurmenntun og símenntun. „Tökum dæmi: Í mínu tilviki litaðist allt nám af kalda stríðinu, forsendum sem eru margar löngu brostnar. Það sama mun gilda fyrir kynslóðirnar sem nú eru. Stafræn þróun mun leysa mörg störf af hólmi og þá er mikilvægt að vera tilbúinn með nýja þekkingu og færni. Það er ekkert nám sem fólk getur treyst að endist þeim út ævina,“ segir Sigríður. Tækifærin í kjölfar Covid Umdæmisríki Sigríðar í dag eru Ástralía, Malasía, Singapúr og Páfastóll. Þá sinnir Sigríður sérstaklega nýjum mörkuðum, nýsköpun og tækni í samstarfi við Íslandsstofu. Sigríður telur mörg ný tækifæri geta skapast fyrir Ísland í kjölfar COVID.Vísir/Vilhelm Þegar talið berst að því hvað muni taka við í kjölfar Covid, talar Sigríður af mikilli ástríðu. „Það verður afar áhugavert að sjá hvernig samfélög koma út úr þessu því það er margt að breytast. Covid stal í rauninni lífinu okkar um stund og það verður aldrei samt aftur. Íslensk fyrirtæki geta til dæmis lent í því að þótt þeim gangi vel hér heima, muni erlendir birgjar eða viðskiptavinir lenda í hremmingum og jafnvel þroti. En tækifærin fyrir Ísland eru svo mörg framundan og það er það sem mér finnst svo spennandi. Það er til dæmis ekkert ólíklegt að það að Ísland í raun bara ein landamæri, með undantekningum sem við þekkjum, geri okkur enn eftirsóknarverðari sem áfangastaður fyrir erlenda aðila langt umfram túrismann, til náms, tímabundinna starfa, heilsueflingar og fjárfestinga, því við hljótum að teljast mjög öruggt land fyrir vikið,“ segir Sigríður. Sigríður nefnir nokkur dæmi. „Heilbrigðistúrisminn, hann gæti orðið mikilvægur því örugg svæði og samfélög verða eftirsóknarverð. Fleiri gætu líka horft til Íslands sem ákjósanlegan stað til framhaldsmenntunar. Háskólasamfélagið kennir nú þegar svo mikið á ensku að það gæti alveg tekið við fleiri erlendum námsmönnum. Ég sæi alveg fyrir mér að fleiri tækifæri gætu opnast í skapandi greinum eins og kvikmyndagerð. Það sama gildir um þróun eins og aukið mataröryggi eða varnir gegn matarsóun. Singapúr er dæmi um samfélag sem ætlar sér að verða sjálfbært í mat fyrir árið 2030. Þá skortir hins vegar innviði til að framleiða ferska vöru, þurfa að mennta fólk fyrir nýjar aðferðir í landbúnaði og matvælaframleiðslu og ég bendi því tæknifyrirtækjum í íslenskum matvælaiðnaði til að horfa þangað.“ Þá telur hún heimsmyndina eiga eftir að breytast mikið. „Við vitum ekki enn hvaða áhrif Brexit mun hafa til framtíðar. Það þýðir að við þurfum að vera vakandi yfir nýjum tækifærum og eins að bregðast við breyttum aðstæðum. Fleiri þjóðir gætu líka farið að horfa á hátækni í auknum mæli, til þess hreinlega að geta skapað sér meira sjálf. Eins og Rússar gerðu. Þeir settu viðskiptabann á innflutning á matvæli frá Evrópulöndum og fóru í endurnýjun fiskiskia og fiskvinnslu. Íslendingar gátu þá ekki lengur selt Rússum fisk en fóru að selja þeim hátækni til veiðua og vinnslu. Íslenski sendiherrann hefur farið þvers og kruss um Rússland með íslenskum fyrirtækjum til að kynna hvað íslensk hátækni býður upp á.“ Sigríður hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í 42 ár og segist afar sátt við að hafa valið sér þann starfsvettvang.Vísir/Vilhelm Starf Íslands á alþjóðavettvangi telur Sigríður að verði enn mikilvægara í framtíðinni ef eitthvað er. „Í Norðurslóðamálum þurfum við að gæta að hlutverki okkar því þar höfum við mikið vægi sem ég upplifi sterkt, til dæmis í samtölum í Singapúr. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum varða allan heiminn og við sitjum sjálf við borðið í Norðurskautsráðinu, Arctic Council, það gefur okkur pólitískt vægi. Í loftlagsmálum þurfum við að vera fremst í flokki. Súrnun sjávar og plast í sjónum getur leitt til þess að fiskurinn okkar hættir að verða sú gæðavara sem hann er í dag. Við þurfum að móta okkur hlutverk í heiminum undir öflugri forystu ríkisstjórnar og utanríkisráðherra. Þar skiptir starf sendiráðanna ekki síst máli. Ég gæti best trúað því að mikilvægi þeirra muni aukast í kjölfar Covid,“ segir Sigríður. Ég hef fengið gríðarlega mörg tækifæri til að láta gott af mér leiða. Ég er lánsöm að vera frá Íslandi þar sem ég hef fengið að njóta sín og finnst ég hafs náð að skapa tækifæri fyrir land og þjóð. Ég er afar sátt við að hafa valið minn starfsvettvang í utanríkisþjónustunni,“ segir Sigríður að lokum. Helgarviðtal Atvinnulífsins Utanríkismál Nýsköpun Starfsframi Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Það þarf að setja fall Berlínarmúrsins í samhengi við svo margt. Kalda stríðið hafði áhrif á allan okkar bakgrunn, námið okkar, störfin okkar, andrúmsloft og uppeldi. Að vera viðstödd þegar múrinn féll er því upplifun sem ég á erfitt með að lýsa í orðum,“ segir Sigríður og bætir við: „Með falli Berlínarmúrsins myndaðist nýtt taflborð. Í kalda stríðinu voru ríkin með fastasetu í Öryggisráðinu í hlutverki, til dæmis biskups og riddara á taflborðinu og önnur ríki, þar með talið Ísland, misjafnlega lík peðum eftir aðstæðum. Auðvitað hafi peðið stundum getur ráðið úrslitum um taflið sjálft. En þessi fyrirfram mótuðu hlutverk kalda stríðsins byrjuðu að breytast þegar heimsmyndin breyttist.“ Fyrri hluta helgarviðtals Atvinnulífsins við Sigríði Ásdísi Snævarr má sjá hér. Ísjaki til Parísar Sigríður var sendiherra í Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Andorra og San Marino frá árinu 1999-2004. Þá var hún samhliða fastafulltrúi Íslands hjá OECD í París, FAO í Róm og UNESCO í París. Það var áskorun að vera sendiherra í París því þessi heimsborg telur um 650 sendiherra og þar hefur allt sem telst frumlegt verið gert. Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“ Eitt sinn er hún á tali við Ara Trausta Guðmundsson, þingmann og fyrrum forsetaframbjóðanda. Hann hafði þá nýverið gefið út bók og spurði Sigríður hann hvaða ráð hann gæfi henni, sem gæti vakið sérstaka athygli Frakka á Íslandi. „Ari sagði mér þá frá bókakynningu sem hann hafði staðið fyrir þar sem hann hafði fengið klakasteina frá Skeiðarárhlaupi senda til sín til Reykjavíkur til að reyna að markaðsetja betur útgáfu bókar sinnar. Um leið og hann sagði mér frá þessu var hugmyndir komin og við Ari Trausti tókum til óspilltra málanna,“ segir Sigríður og bætir við: „Auðvitað ísjaki til Parísar!“ Ísjaki úr Jökulsárlóni stóð í sex daga í París sem hluti af menningarhátíð þar árið 2004. Úr varð að rúmlega tuttugu og tveggja tonna þúsund ára gamall ísjaki úr Jökulsárlóni var fluttur um hafið til Parísar. Þar stóð hann í sex daga og var hluti af þriggja mánaða vísinda- og menningarhátíð sem haldin var í París. Þetta var árið 2004 og segir Sigríður í viðtali við Vísi á þessum tíma að hún sé sannfærð um að ísjakinn muni endanlega sannfæra Frakka um að „Íslendingar geta, þora og vilja.“ Þá sagði hún að menningarsamningur Íslands og Frakklands hefði skipt sköpum fyrir þennan viðburð. „Dag einn var ég að lesa samninga ummenningarsamstarf milli Frakklands og Íslands og rekst þá á klausu í viðauka um að Frakkar væru tilbúnir til að greiða nokkuð drjúgan hluta kostnaðar af viðburðum sem við stæðum saman að í París og gagnkvæmt myndi Ísland gera það sam fyrir franska kynningu hjá okkur,“ segir Sigríður. Hún vissi þó að í Frakklandi gilti það sérstaklega að lykilmenn eins og forsetinn sjálfur, þyrfti að koma að borði. Ég vann því að því að Jacques Chirac forseti Frakklands og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra, undirrituðu samninginn um menningarkynninguna og það skipti sköpum að málið var tryggt á æðstu stöðum. Hún segir viðburðinn með ísjakann líka skemmtilega minningu því Íslendingar hafi sýnt mikla samheldni í verkefninu þar sem margir komu að borði og því þurftu íslensk stjórnvöld ekki að leggja út í neinn kostnað. Sem dæmi nefnir hún flutning ísjakans á sjó og landi. Menningarkynningin sjálf var stórkostleg og fékk afar góðar viðtökur og mikla þáttöku sem síðan skilaði sér í auknum áhuga Frakka á Íslandi. Sigríður nýtur þess mjög að fara út að ganga en varð fyrir því óláni að handleggsbrotna á dögunum. Hún hefur þó ekki látið það aftra sér og hefur staðið í ströngu við undirbúning fjarfundar fyrir norrænu sendiherrana í Ástralíu.Vísir/Vilhelm Fyrirmyndir kvenna Sigríður segir einn af sínum helstu áhrifavöldum í lífinu hafi verið amma hennar Ásdís. ,,Ég missti mikið þegar að ég missti hana. Var 16 ára gömul og var aum lengi vel á eftir.“ Að sögn Sigríðar var amma hennar Ásdís alltaf glæsileg til fara. „Hún klæddist upphlut alla daga og var alltaf mjög glæsileg. Kinnalit bjó hún til úr umbúðum utan um kaffibæti eins og konur gerðu gjarnan í þá daga. Hann var enn seldur á áratugunum eftir stríð og notaður til að drýgja kaffið,“ segir Sigríður. „Sex ára gömul byrjaði ég að drekka þetta bætta kaffi hjá ömmu og ræða eilífðarmálin, eins og ég sagði foreldrunum.“ Sjálf er Sigríður þekkt fyrir að vera ein glæsilegasta kona landsins m.a. í klæðaburði. Auðvitað hefur það skipt máli í starfinu að vera vel til höfð, þó auðvitað sé það ekki starfsskylda. En fyrir mér var bara gaman að setja smá glamúr í lífið og svo er þetta líka dýrmætur tími sem ég nýti vel þegar ég er að hafa mig til. Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef samið margar ræður í huganum á meðan ég er að hafa mig til. Oft nýti ég þennan tíma líka sem ákveðna hugleiðslu,“ segir Sigríður. „Að vera einn í stórborg er áskorun. Ef þú gerir ekki ráðstafanir fyrirfram um það sem gera skal á kvöldin eða um helgar, getur þú endað með að verða mjög einmana. Hluti af starfsskyldum erlendis felst í að gera sjálfan sig félagslega virkan utan vinnutíma, en það getur verið þessu ótengt, þar eru vinnutengsl á ferð“ segir Sigríður og bætir við: „Vissulega fannst mér stundum erfitt að vera í fjarbúð þó við töluðum saman í síma á hverjum degi. En við hjónin ákváðum þetta svona strax í upphafi og vorum mjög samstíga. Kjartan var líka duglegur að koma til mín í heimsókn.“ Sigríður var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna, í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Mynd frá ríkisráðsfundi þar sem sjá má ríkistjórn Íslands tímabilið 10. september 1989 - 30. apríl 1991. Sigríður var fyrst íslensk kvenna til að vera skipuð sendiherra. Fyrsta konan í Rotary. Fyrsta embættiskonan til að hljóta viðurkenningu FKA og svo mætti lengi telja. „Ég hef reyndar stundum verið fyrsta konan sem segir allt um hraðar breytingar á síðustu áratugum, þannig að ég held ég muni það ekki allt, ekkert markmið hjá mér,“ segir Sigríður. Aðspurð um það hvernig það hafi samt verið að vera kona í embættisheimi karlmanna, þegar það ekki tíðkaðist, svarar Sigríður: Það er gott að horfa á hlutina frá öllum sjónarhornum því þannig skiljum við best samhengi hlutanna. Heimsmyndin var lengst af sú að það væru helst karlmenn sem kynnu eitthvað og gætu eitthvað. Það er ekkert langt síðan þessi heimsmynd fór að molna og því eimir af því enn að þessi „kerfisvörn“ eins og ég kalla hana, hrekkur nánast ósjálfrátt í gang.“ Sjálf segir Sigríður það oft fylgja þegar konur brjóta glerþök að þær verði fyrir höggum. „En með því að vera heiðarlegar,þrautseigar, sjálfsöruggar og gefast ekki upp eru konum jafnt sem körlum allir vegir færir.“ Þá segir hún sjálfstraust, tengslamyndun og færni í að eiga jafningjasamskipti við alla skipta miklu máli. Ég held reyndar að þar skáki enginn Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er jafn fær í því og hún að geta haldið úti gefandi samræðum við hvern sem er, hvaðan sem er. Hún gerir þetta af hjartans einlægni og með því að kunna alltaf að leiða samtal af stað, hlusta vel og spyrja réttu spurninganna.“ Sterkar fyrirmyndir kvenna: Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og Sigríður Snævarr sendiherra. Myndin er frá árinu 2015. Nýttu kraftinn Sigríður og Kjartan eignuðust soninn Kjartan Gunnstein árið 2007. Í árslok árið 2008 tók Sigríður sér launalaust leyfi frá utanríkisþjónustunni. Atvinnuleysi var þá að aukast hratt eftir bankahrun og vildi Sigríður nýta sér reynsluna sem hún hafði frá krepputímum Finna og Svía. Í samstarfi við Maríu Björk Óskarsdóttur var vinnumiðlunarátakið Nýttu kraftinn stofnað og árið 2013 kom út hjá Forlaginu bók þeirra Nýttu kraftinn. Það var ekki síst fyrir þær sakir að Sigríður hefur mikinn áhuga á mannauðstjórnun og sálfræði. Þá hafði hún líka séð hvað atvinnuleysi gat farið illa með fólk og hagkerfi til frambúðar. Sigríður hélt fjölda fyrirlestra fyrir atvinnuleitendur sem sóttu vinnumiðlunarnámskeiðið Nýttu kraftinn eftir bankahrun. „Í Svíþjóð misstu margir vina minna vinnuna sína þegar efnahagshrunið varð hjá þeim uppúr 1990. Þetta var oft fólk innan við fertugt og ég man að ég reyndi að virkja marga að koma með mér á söfn eða viðburði því atvinnuleysi getur farið svo illa með fólk sálarlega,“ segir Sigríður. Ein minning stendur upp úr. „Vegna starfa minna sigldi ég oft með ferju frá Svíþjóð til Finnlands og kom þá í höfn þar að morgni. Oftar en ekki sá ég þar eldri mann, klæddan sjakalapels með hatt og eina fallegustu skjalatösku sem ég hef séð. Mér var síðar sagt að þessi maður hefði eitt sinn stýrt verksmiðju þar sem þúsund manns störfuðu. Hún fór í þrot og við það missti hann sitt starf. Svo mikil var hans vanlíðan að frekar en að segja fjölskyldunni sinni frá atvinnuleysinu, yfirgaf hann heimilið á hverjum morgni og þóttist vera að fara til vinnu.“ Þess má geta að um 1100 manns í atvinnuleit nýttu sér átakið Nýttu kraftinn og um tuttugu fyrirtæki voru stofnuð af þátttakendum. Þá fengu um 75% þeirra sem tóku þátt atvinnu á meðan á ferlinu stóð. Sigríður brennur fyrir mörgum málefnum. Ekki síst nýsköpun og hugrækt.Vísir/Vilhelm Endurmenntun, hugrækt og nýsköpun „Ég veit ekki hvort það var Kjartan sem smitaði mig af áhuganum á nýsköpun eða ég hann,“ segir Sigríður en hjónin eru þekkt fyrir áhuga sinn og stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. „En hvað er nýsköpun? Eru nýsköpun ekki allar nýjar hugmyndir sem leysa einhver vandamál, jafnvel þau sem menn vissu ekki áður að væru vandamál?“ spyr Sigríður og bendir á að margt í hennar starfi hafi alla tíð flokkast undir einhvers konar nýsköpun „Að starfa sem heimasendiherra er að starfa í alíslenskri nýsköpun frá árinu 1976 sem flest Evrópuríki hafa síðan tekið upp. En það var Pétur Thorsteinsson sendiherra sem á sínum tíma mótaði tillögur um að Ísland skipaði sendiherra í fjarlægum ríkjum sem búsettur væri á Íslandi. Einar Ágústsson utanríkisráðherra fékk þessar tillögur samþykktar í utanríkismálanefnd í mars 1976. Þetta fyrirkomulag þekktist hjá örfáum ríkjum og Pétur færði rök fyrir því að við þyrftum að hafa sérstakan sendiherra sem sinnti fjarlægum ríkjum og skipaði þar kjörræðismenn. Fyrir þennan tíma hafði tíðkast að fjarlægu ríkin væru í umdæmi sendiráða okkar í Evrópu en allt að tuttugu ár gátu liðið milli heimsókna sendiherra í umdæmisríkin. Öflugt net ræðismanna sem við nýttum af miklu afli í fyrravor þegar utanríkisþjónustan aðstoðaði 12000 Íslendinga við að komast heim, á svo sannarlega rætur að rekja til fjölmargra ræðismanna sem Pétur skipaði á þeim ellefu árum sem þessi mikli eljumaður var heimasendiherra. Það væri gaman að sjá Ísland í forystu fyrir nýjar áherslur í diplómasíu og ekki aðeins í stafrænni diplómasíu, heldur ýmsum útfærslum sem gagnast meðfram okkar hefðbundna neti sendiráða og fastanefnda. Hver veit nema næst verði það „pop up“ sendiráð sem kalla mætti viðburðasendiráð, sem er sett upp í nokkra daga í landi þar sem ekki er staðsettur sendiherra. Þarf að heyra í Kristjáni Andra, sendiherra í Belgíu sem er að skoða slíkt fyrir nágrannaríkin og sjálfa langar mig að gera svipað í mínum umdæmislöndum. Hver veit, hvað af þessu leiðir, kannski verður það þróunin? Nýsköpun er svo miklu meira en einungis sprotafyrirtæki. Áttíu ára gömul utanríkisþjónusta er stórkostlegur vettvangur umbreytinga og nýsköpunar ,“ segir Sigríður. Sigríður afhenti Nelson Mandela, þáverandi forseta Suður-Afríku, trúnaðarbréf sitt árið 1996. Þá hefur Sigríður alla tíð verið virk í að mennta sig. Árið 1987 samdi hún ritgerð við Harvard Russian Research Center og ófá námskeið hefur hún setið heima og erlendis þar sem hún lærir eitthvað nýtt. Ég fékk áhuga á hugrækt þegar að ég var í Stokkhólmi. Vinur minn mælti með námskeiði sem mér fannst heldur dýrt en verra þó að vegna námskeiðsins missti ég heilan dag úr vinnu. Eftir þetta námskeið áttaði ég mig á því að þetta viðhorf að finnast slæmt að missa einn dag úr vinnu, sagði mest um það hvar ég var stödd á þessum tíma. Það var eins og ég losnaði við einhverja ósýnilega brynju sem ég vissi ekki að væri utan um mig, þegar ég fór í hugrækt.“ Að mati Sigríðar er jafn mikilvægt fyrir fólk að stunda hugrækt eins og heilsurækt. Þá talar hún mikið fyrir endurmenntun og símenntun. „Tökum dæmi: Í mínu tilviki litaðist allt nám af kalda stríðinu, forsendum sem eru margar löngu brostnar. Það sama mun gilda fyrir kynslóðirnar sem nú eru. Stafræn þróun mun leysa mörg störf af hólmi og þá er mikilvægt að vera tilbúinn með nýja þekkingu og færni. Það er ekkert nám sem fólk getur treyst að endist þeim út ævina,“ segir Sigríður. Tækifærin í kjölfar Covid Umdæmisríki Sigríðar í dag eru Ástralía, Malasía, Singapúr og Páfastóll. Þá sinnir Sigríður sérstaklega nýjum mörkuðum, nýsköpun og tækni í samstarfi við Íslandsstofu. Sigríður telur mörg ný tækifæri geta skapast fyrir Ísland í kjölfar COVID.Vísir/Vilhelm Þegar talið berst að því hvað muni taka við í kjölfar Covid, talar Sigríður af mikilli ástríðu. „Það verður afar áhugavert að sjá hvernig samfélög koma út úr þessu því það er margt að breytast. Covid stal í rauninni lífinu okkar um stund og það verður aldrei samt aftur. Íslensk fyrirtæki geta til dæmis lent í því að þótt þeim gangi vel hér heima, muni erlendir birgjar eða viðskiptavinir lenda í hremmingum og jafnvel þroti. En tækifærin fyrir Ísland eru svo mörg framundan og það er það sem mér finnst svo spennandi. Það er til dæmis ekkert ólíklegt að það að Ísland í raun bara ein landamæri, með undantekningum sem við þekkjum, geri okkur enn eftirsóknarverðari sem áfangastaður fyrir erlenda aðila langt umfram túrismann, til náms, tímabundinna starfa, heilsueflingar og fjárfestinga, því við hljótum að teljast mjög öruggt land fyrir vikið,“ segir Sigríður. Sigríður nefnir nokkur dæmi. „Heilbrigðistúrisminn, hann gæti orðið mikilvægur því örugg svæði og samfélög verða eftirsóknarverð. Fleiri gætu líka horft til Íslands sem ákjósanlegan stað til framhaldsmenntunar. Háskólasamfélagið kennir nú þegar svo mikið á ensku að það gæti alveg tekið við fleiri erlendum námsmönnum. Ég sæi alveg fyrir mér að fleiri tækifæri gætu opnast í skapandi greinum eins og kvikmyndagerð. Það sama gildir um þróun eins og aukið mataröryggi eða varnir gegn matarsóun. Singapúr er dæmi um samfélag sem ætlar sér að verða sjálfbært í mat fyrir árið 2030. Þá skortir hins vegar innviði til að framleiða ferska vöru, þurfa að mennta fólk fyrir nýjar aðferðir í landbúnaði og matvælaframleiðslu og ég bendi því tæknifyrirtækjum í íslenskum matvælaiðnaði til að horfa þangað.“ Þá telur hún heimsmyndina eiga eftir að breytast mikið. „Við vitum ekki enn hvaða áhrif Brexit mun hafa til framtíðar. Það þýðir að við þurfum að vera vakandi yfir nýjum tækifærum og eins að bregðast við breyttum aðstæðum. Fleiri þjóðir gætu líka farið að horfa á hátækni í auknum mæli, til þess hreinlega að geta skapað sér meira sjálf. Eins og Rússar gerðu. Þeir settu viðskiptabann á innflutning á matvæli frá Evrópulöndum og fóru í endurnýjun fiskiskia og fiskvinnslu. Íslendingar gátu þá ekki lengur selt Rússum fisk en fóru að selja þeim hátækni til veiðua og vinnslu. Íslenski sendiherrann hefur farið þvers og kruss um Rússland með íslenskum fyrirtækjum til að kynna hvað íslensk hátækni býður upp á.“ Sigríður hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í 42 ár og segist afar sátt við að hafa valið sér þann starfsvettvang.Vísir/Vilhelm Starf Íslands á alþjóðavettvangi telur Sigríður að verði enn mikilvægara í framtíðinni ef eitthvað er. „Í Norðurslóðamálum þurfum við að gæta að hlutverki okkar því þar höfum við mikið vægi sem ég upplifi sterkt, til dæmis í samtölum í Singapúr. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum varða allan heiminn og við sitjum sjálf við borðið í Norðurskautsráðinu, Arctic Council, það gefur okkur pólitískt vægi. Í loftlagsmálum þurfum við að vera fremst í flokki. Súrnun sjávar og plast í sjónum getur leitt til þess að fiskurinn okkar hættir að verða sú gæðavara sem hann er í dag. Við þurfum að móta okkur hlutverk í heiminum undir öflugri forystu ríkisstjórnar og utanríkisráðherra. Þar skiptir starf sendiráðanna ekki síst máli. Ég gæti best trúað því að mikilvægi þeirra muni aukast í kjölfar Covid,“ segir Sigríður. Ég hef fengið gríðarlega mörg tækifæri til að láta gott af mér leiða. Ég er lánsöm að vera frá Íslandi þar sem ég hef fengið að njóta sín og finnst ég hafs náð að skapa tækifæri fyrir land og þjóð. Ég er afar sátt við að hafa valið minn starfsvettvang í utanríkisþjónustunni,“ segir Sigríður að lokum.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Utanríkismál Nýsköpun Starfsframi Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00