Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust

Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur.

Innlent
Fréttamynd

Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga

Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður.

Innlent
Fréttamynd

Katrín um opnun landsins: „Má ekki snúast um þrýsting“

Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ljós við enda ganganna“

Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landið opnar fyrir ferðamönnum 15. júní

Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella.

Innlent
Fréttamynd

Katrín við CNN: Ísland að ná tökum á veirunni

Íslendingar eru að ná tökum á kórónuveirunni en eru meðvitaðir um að bakslag gæti komið síðar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag. Góðan árangur Íslands mætti meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hefðu hlustað á sérfræðinga sína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð Icelandair á bláþræði og aðgerðir stjórnvalda í Víglínunni

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hundruð milljaðra aðgerðir stjórnvalda þrengja að ríkissjóði í framtíðinni. Hann ræðir framtíð Icelandair og aðgerðapakka stjórnvalda í Víglínunni ásamt Helgu Völu Helgadóttur formanni velferðarnefndar sem einnig gagnrýnir frumvarp um útlendinga harðlega,

Innlent