Ríkisútvarpið brást við fyrirspurnum með undanbrögðum og hálfsannleik Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2020 10:21 Blaðamaður Viðskiptablaðsins hafði mikið fyrir því að toga fundagerðir stjórnar út úr ríkisfjölmiðlinum. Tölvupóstssamskipti Jóhanns Óla við Margréti skrifstofustjóra stofnunarinnar stóðu yfir í marga mánuði. Tölvupóstsamskipti blaðamanns Viðskiptablaðsins og framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins leiða í ljós að ríkisfjölmiðillinn vildi afvegaleiða blaðamanninn þegar hann fór fram á að fá fundargerðir stjórnar stofnunarinnar. Svo virðist sem leyndarhyggja sé ríkjandi þegar kemur að ríkisfjölmiðlinum sem skýtur skökku við þegar fjölmiðlar, sem hljóta að miða að gegnsæi, eru annars vegar. Málið er þannig hið vandræðalegasta og ákvað stjórn á fundi í vikunni að framvegis verði samþykktar fundagerðir birtar á netinu. Þetta segir Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir nýr stjórnarformaður í samtali við Vísi. Í síðustu viku sagði Viðskiptablaðið af efni fundargerða stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. í forsíðuúttekt. Vísir greindi frá málinu en fram kemur að Viðskiptablaðið þurfti að toga fundargerðirnar út úr stofnuninni með töngum. Með miklum eftirgangsmunum. Síðurnar sem stofnunin afhenti, eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hafði í kjölfar kæru Jóhanns Óla Eiðsson blaðamaður Viðskiptablaðsins, skikkað stofnunina til að afhenda fundargerðirnar, voru vandlega yfirstrikaðar á löngum köflum. Allt ferlið tók mánuði. Fram kemur að lögfræðikostnaður Ríkisútvarpsins vegna yfirstrikana nemur 560 þúsund krónum. „Satt best að segja misbauð mér eilítið þegar það þurfti nánast að draga upplýsingarnar um kostnaðinn upp úr RÚV með valdi. Það að hið opinbera sé seint til svars er nokkuð algengt en að segja ósatt er allt önnur ella. Sér í lagi þegar þú heitir „Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu“ og þér ber að „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“,“ segir Jóhann Óli í samtali við Vísi. Sjálfgefin afstaða að segja ósatt Andrés Magnússon, sömuleiðis á Viðskiptablaðinu, fylgir málinu eftir í harðorðum fjölmiðlapistli nú í vikunni: „Stjórnarmennirnir, sem er ágætlega umbunað fyrir störf sín, töldu það eftir sér að strika út en fannst þó að það yrði að gerast. Svo úr varð að lögmannsstofa úti í bæ var fengin til að fara yfir fundargerðirnar og senda inn andmæli fyrir nefndinni. Kostnaður félagsins vegna þessa var rúmlega 560 þúsund krónur,“ skrifar Andrés. Og hann heldur áfram: Andrés Magnússon hellir sér yfir stjórn Ríkisútvarpsins ohf. í nýjum fjölmiðlapistli.visir/vilhelm „Þegar spurst var fyrir um kostnaðinn var svarið hins vegar það að stjórnin hefði nú bara gert þetta sjálf. Þegar það var nefnt að blaðið vissi hvaða lögmannsstofa hefði annast verkið var hins vegar dregið í land og játað hvernig staðið hefði verið að verki. Með öðrum orðum þá var það hin sjálfgefna afstaða stjórnar RÚV ohf. að segja ósatt. Sú afstaða stjórnarmanna opinbers hlutafélags í eigu og þágu almennings til sannleikans er ömurleg og hvorki samboðin þeim, stofnuninni né eigendunum. Svo enn skal ítrekuð áskorun til þessa fólks að segja af sér vilji það endurheimta einhverja sæmd,“ segir í pistli Andrésar. Jóhann Óli segir alvanalegt þegar upplýsingabeiðnir eru sendar að afgreiðsla þeirra taki langan tíma. „Því kom það skemmtilega á óvart hve snemma RÚV hugðist afgreiða þetta í fyrstu. Hins vegar kom minna á óvart þegar það stóðst ekki. Aftur á móti kom mjög á óvart sú vanvirðing sem RÚV sýndi úrskurðarnefndinni með því að virða hana að vettugi í þrjá mánuði. Það er ekki einsdæmi en í öðrum nýlegum úrskurði, sem varðar blaðamann á Fréttablaðinu, endaði ÚNU á því að skipta málinu í tvennt því RÚV svaraði ekki erindum nefndarinnar.“ Fróðleg tölvupóstsamskipti Vísir er með tölvupóstsamskipti Jóhanns Óla og Ríkisútvarpsins undir höndum. Þar má sjá að Jóhann Óli gengur ítrekað á eftir svörum í fjölmörgum tölvupóstum til Margrétar Magnúsdóttur skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins ohf. og setts útvarpsstjóra á tímabili, eftir að Magnús Geir Þórðarson lét af störfum. 11. mars 2020 spyr Jóhann Óli hvort lögmannastofa eða lögfræðingur hafi verið fenginn til að fara yfir fundargerðirnar og leggja mat á hvað beri að afmá úr fundargerðum og hvað ekki? Ef svarið við því er já þá vildi Jóhann Óli fá að vita hvaða lögmannastofa og/eða lögfræðingur var fenginn í það verk og hversu mikið RÚV greiddi fyrir þá vinnu? Jóhann Óli Eiðsson blaðamaður sýndi hversu þolgóður hann má heita í viðskiptum sínum við stofnunina.fbl/valli Í svari frá Margréti 24. mars segir að erindið sé móttekið og: „Það voru stjórnarmenn sem lögðu mat á það hvað bæri afmá og hvað ekki.“ Jóhann Óli svarar samdægurs, vísar til samtals þeirra í október þar sem Margrét hafði tjáð honum að lögmannsstofa hafi fengið það verkefni að yfirfara fundargerðirnar. „Því til viðbótar hef ég fengið veður af því að lögmannstofa hér í borg hafi kannað skjölin.“ Margrét svarar að bragði: „Sæll, Við ákváðum að stjórnarmenn myndu ákveða þetta og það var m.a. vegna þess hvað þetta tók svona langan tíma.“ Blaðamaðurinn vissi óvart betur Jóhann Óli spyr þá hvort téð vinna lögmannsstofunnar hafi verið ókeypis (þá bæði sú sem fór fram í október sem og sú sem fór fram í febrúar?) Þessa fyrirspurn ítrekar hann svo 30. mars. Ekkert svar berst og enn sendir Jóhann Óli fyrirspurn 14. apríl og er fyrirspurn þá jafnframt send á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra og Huldu Bjarnadóttur skjalavörð stofnunarinnar. „Sæl verið þið öll Hér með ítreka ég fyrirspurn um kostnað vegna yfirferðar lögmannsstofu hér í borg á fundargerðum RÚV. Þá annars vegar nú í febrúar og hins vegar í október. Ríkisfjölmiðillinn við Efstaleiti. Óárennileg stofnun fyrir þá sem vilja sækja upplýsingar þangað. Blaðamaður Viðskiptablaðsins komst að því í þessu athyglisverða máli.visir/vilhelm Verði svarið áfram þögn langar mig að óska eftir afriti af reikningi sem lögmannsstofan Juris sendi RÚV ohf. vegna þessarar vinnu en ég veit fyrir víst að Juris hafði þetta mál á sinni könnu. Ekki veit ég hver kannaði málið í september/október (Margrét tjáði mér í símtali þá að lögmenn væru að skoða málið og þetta væri alveg að detta) en mig langar að óska einnig eftir afriti af þeim reikningi. Get því miður ekki tilgreint hann betur. Að auki ítreka ég beiðni um afrit af fundargerðum eldri en 2018. Það styttist í að sú beiðni verði níu mánaða. Með kveðju“ Loks rofar til í kófinu Enn heyrist ekkert frá stofnuninni og enn ítrekar Jóhann Óli fyrirspurn sína 30. apríl. „Sæl verið þið Hér með óska ég eftir því að fá afrit af fundargerðum RÚV í samræmi við úrskurð ÚNU nr. 894/2020. Sem fyrr ítreka ég beiðni um afrit af eldri fundargerðum sem og upplýsingar um kostnað við vinnu lögmanna/lögfræðinga við yfirferð á fundargerðunum. Mbk. Jóhann“ Þá berst svar frá Margréti þess efnis að hann megi vænta svars og eftir nokkur tölvupóstssamskipti kom svarið 6. maí: „Sæll Jóhann Óli, Hér koma fundargerðirnar. Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar við rökstuðning gagnvart úrskurðarnefnd upplýsingamála og undirbúning málsins vegna upplýsingabeiðninar var 561.440 kr. Ákvörðun um hvaða upplýsingar úr fundargerðum yrðu afmáðar var í höndum stjórnar félagsins. Bestu kveðjur, Margrét“ Lögfræðiráðgjöf uppá 560 þúsund krónur Vísir hefur rætt við stjórnarmenn hjá Ríkisútvarpinu ohf. sem telja einsýnt að þetta komi illa út fyrir RÚV. Og þarna hafi ekki verið vel farið með fé. Eitthvað fer á milli mála hvernig það kom til að lögfræðistofan var fengin til að yfirfara hvað betra væri að strika út. Samkvæmt heimildum Vísis er það sem undir feitum útstrikunum leynist ekki vafasamar og ábyrgðarlausar fabúleringar um starfsfólk stofnunarinnar heldur fremur það sem skilgreinist sem viðskiptaleyndarmál; auglýsingasamninga og annað slíkt. Stjórnarmennirnir Mörður og Ragnheiður eru gamalreynd, fyrrverandi alþingismenn og þau tóku að sér að fara yfir fundagerðirnar. En vissara þótti þó að senda þær líka til lögfræðistofunnar Juris. En það sem gerir þessi málefni þung í vöfum er sú staðreynd að Ríkisútvarpið ohf. er, þrátt fyrir aðeins eitt hlutabréf sem geymt er í skúffu menntamálaráðuneytisins, skráð hlutafélag og þarf að lúta ströngum skilyrðum frá Kauphöll. Stjórnarmönnunum Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Merði Árnasyni var falið að yfirfara fundargerðirnar með það fyrir augum að strika út það sem ekki mátti fara fyrir augu blaðamanns Viðskiptablaðsins. Svo virðist sem taugaveiklun hafi gripið um sig og ákveðið var, til öryggis, að láta lögfræðistofuna yfirfara það. Þetta er þungt í vöfum og kann það að einhverju leyti að skýra hversu sein svör Margrétar voru til Jóhanns Óla. Fundargerðirnar framvegis birtar á netinu Nýr formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. er Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir stjórnmálafræðingur en hún hefur starfað hjá Kynnisferðum. Jóhanna kom ný inn í stjórn eftir síðasta aðalfund sem haldinn var í apríl. Hún er skipuð af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og samkvæmt hefð er fulltrúi ráðherra stjórnarformaður. Jóhanna Hreiðarsdóttir er nýr stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. Hún kom ný inn í stjórn eftir aðafund sem haldinn var í apríl, er fulltrúi ráðherra en samkvæmt hefð er sá stjórnarmaður formaður. Jóhanna tekur við af Kára Jónassyni sem hverfur úr stjórn. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Skemmtileg áskorun,“ segir hún í samtali við Vísi. Á fundi stjórnar í vikunni var ákveðið, í framhaldi af þessu máli, að fundargerðir stjórnar yrðu framvegis birtar á netinu. Eins og var reyndar hér í eina tíð. „Þetta er rétt. Stjórnin telur rétt að þessar upplýsingar séu birtar. Þá í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Það er eðlilegt framhald.“ Jóhanna segist ekki hafa verið inni í þessu máli á sínum tíma. En það hafi verið einhver starfshópur á vegum stjórnar og svo Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri sem hafa haldið utan um fundargerðir stjórnar. „En ég vona að þetta sýni vilja stjórnarinnar að hafa gott aðgengi. Enda er þetta útvarp í almannaeign.“ Stjórnsýsla Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tölvupóstsamskipti blaðamanns Viðskiptablaðsins og framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins leiða í ljós að ríkisfjölmiðillinn vildi afvegaleiða blaðamanninn þegar hann fór fram á að fá fundargerðir stjórnar stofnunarinnar. Svo virðist sem leyndarhyggja sé ríkjandi þegar kemur að ríkisfjölmiðlinum sem skýtur skökku við þegar fjölmiðlar, sem hljóta að miða að gegnsæi, eru annars vegar. Málið er þannig hið vandræðalegasta og ákvað stjórn á fundi í vikunni að framvegis verði samþykktar fundagerðir birtar á netinu. Þetta segir Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir nýr stjórnarformaður í samtali við Vísi. Í síðustu viku sagði Viðskiptablaðið af efni fundargerða stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. í forsíðuúttekt. Vísir greindi frá málinu en fram kemur að Viðskiptablaðið þurfti að toga fundargerðirnar út úr stofnuninni með töngum. Með miklum eftirgangsmunum. Síðurnar sem stofnunin afhenti, eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hafði í kjölfar kæru Jóhanns Óla Eiðsson blaðamaður Viðskiptablaðsins, skikkað stofnunina til að afhenda fundargerðirnar, voru vandlega yfirstrikaðar á löngum köflum. Allt ferlið tók mánuði. Fram kemur að lögfræðikostnaður Ríkisútvarpsins vegna yfirstrikana nemur 560 þúsund krónum. „Satt best að segja misbauð mér eilítið þegar það þurfti nánast að draga upplýsingarnar um kostnaðinn upp úr RÚV með valdi. Það að hið opinbera sé seint til svars er nokkuð algengt en að segja ósatt er allt önnur ella. Sér í lagi þegar þú heitir „Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu“ og þér ber að „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“,“ segir Jóhann Óli í samtali við Vísi. Sjálfgefin afstaða að segja ósatt Andrés Magnússon, sömuleiðis á Viðskiptablaðinu, fylgir málinu eftir í harðorðum fjölmiðlapistli nú í vikunni: „Stjórnarmennirnir, sem er ágætlega umbunað fyrir störf sín, töldu það eftir sér að strika út en fannst þó að það yrði að gerast. Svo úr varð að lögmannsstofa úti í bæ var fengin til að fara yfir fundargerðirnar og senda inn andmæli fyrir nefndinni. Kostnaður félagsins vegna þessa var rúmlega 560 þúsund krónur,“ skrifar Andrés. Og hann heldur áfram: Andrés Magnússon hellir sér yfir stjórn Ríkisútvarpsins ohf. í nýjum fjölmiðlapistli.visir/vilhelm „Þegar spurst var fyrir um kostnaðinn var svarið hins vegar það að stjórnin hefði nú bara gert þetta sjálf. Þegar það var nefnt að blaðið vissi hvaða lögmannsstofa hefði annast verkið var hins vegar dregið í land og játað hvernig staðið hefði verið að verki. Með öðrum orðum þá var það hin sjálfgefna afstaða stjórnar RÚV ohf. að segja ósatt. Sú afstaða stjórnarmanna opinbers hlutafélags í eigu og þágu almennings til sannleikans er ömurleg og hvorki samboðin þeim, stofnuninni né eigendunum. Svo enn skal ítrekuð áskorun til þessa fólks að segja af sér vilji það endurheimta einhverja sæmd,“ segir í pistli Andrésar. Jóhann Óli segir alvanalegt þegar upplýsingabeiðnir eru sendar að afgreiðsla þeirra taki langan tíma. „Því kom það skemmtilega á óvart hve snemma RÚV hugðist afgreiða þetta í fyrstu. Hins vegar kom minna á óvart þegar það stóðst ekki. Aftur á móti kom mjög á óvart sú vanvirðing sem RÚV sýndi úrskurðarnefndinni með því að virða hana að vettugi í þrjá mánuði. Það er ekki einsdæmi en í öðrum nýlegum úrskurði, sem varðar blaðamann á Fréttablaðinu, endaði ÚNU á því að skipta málinu í tvennt því RÚV svaraði ekki erindum nefndarinnar.“ Fróðleg tölvupóstsamskipti Vísir er með tölvupóstsamskipti Jóhanns Óla og Ríkisútvarpsins undir höndum. Þar má sjá að Jóhann Óli gengur ítrekað á eftir svörum í fjölmörgum tölvupóstum til Margrétar Magnúsdóttur skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins ohf. og setts útvarpsstjóra á tímabili, eftir að Magnús Geir Þórðarson lét af störfum. 11. mars 2020 spyr Jóhann Óli hvort lögmannastofa eða lögfræðingur hafi verið fenginn til að fara yfir fundargerðirnar og leggja mat á hvað beri að afmá úr fundargerðum og hvað ekki? Ef svarið við því er já þá vildi Jóhann Óli fá að vita hvaða lögmannastofa og/eða lögfræðingur var fenginn í það verk og hversu mikið RÚV greiddi fyrir þá vinnu? Jóhann Óli Eiðsson blaðamaður sýndi hversu þolgóður hann má heita í viðskiptum sínum við stofnunina.fbl/valli Í svari frá Margréti 24. mars segir að erindið sé móttekið og: „Það voru stjórnarmenn sem lögðu mat á það hvað bæri afmá og hvað ekki.“ Jóhann Óli svarar samdægurs, vísar til samtals þeirra í október þar sem Margrét hafði tjáð honum að lögmannsstofa hafi fengið það verkefni að yfirfara fundargerðirnar. „Því til viðbótar hef ég fengið veður af því að lögmannstofa hér í borg hafi kannað skjölin.“ Margrét svarar að bragði: „Sæll, Við ákváðum að stjórnarmenn myndu ákveða þetta og það var m.a. vegna þess hvað þetta tók svona langan tíma.“ Blaðamaðurinn vissi óvart betur Jóhann Óli spyr þá hvort téð vinna lögmannsstofunnar hafi verið ókeypis (þá bæði sú sem fór fram í október sem og sú sem fór fram í febrúar?) Þessa fyrirspurn ítrekar hann svo 30. mars. Ekkert svar berst og enn sendir Jóhann Óli fyrirspurn 14. apríl og er fyrirspurn þá jafnframt send á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra og Huldu Bjarnadóttur skjalavörð stofnunarinnar. „Sæl verið þið öll Hér með ítreka ég fyrirspurn um kostnað vegna yfirferðar lögmannsstofu hér í borg á fundargerðum RÚV. Þá annars vegar nú í febrúar og hins vegar í október. Ríkisfjölmiðillinn við Efstaleiti. Óárennileg stofnun fyrir þá sem vilja sækja upplýsingar þangað. Blaðamaður Viðskiptablaðsins komst að því í þessu athyglisverða máli.visir/vilhelm Verði svarið áfram þögn langar mig að óska eftir afriti af reikningi sem lögmannsstofan Juris sendi RÚV ohf. vegna þessarar vinnu en ég veit fyrir víst að Juris hafði þetta mál á sinni könnu. Ekki veit ég hver kannaði málið í september/október (Margrét tjáði mér í símtali þá að lögmenn væru að skoða málið og þetta væri alveg að detta) en mig langar að óska einnig eftir afriti af þeim reikningi. Get því miður ekki tilgreint hann betur. Að auki ítreka ég beiðni um afrit af fundargerðum eldri en 2018. Það styttist í að sú beiðni verði níu mánaða. Með kveðju“ Loks rofar til í kófinu Enn heyrist ekkert frá stofnuninni og enn ítrekar Jóhann Óli fyrirspurn sína 30. apríl. „Sæl verið þið Hér með óska ég eftir því að fá afrit af fundargerðum RÚV í samræmi við úrskurð ÚNU nr. 894/2020. Sem fyrr ítreka ég beiðni um afrit af eldri fundargerðum sem og upplýsingar um kostnað við vinnu lögmanna/lögfræðinga við yfirferð á fundargerðunum. Mbk. Jóhann“ Þá berst svar frá Margréti þess efnis að hann megi vænta svars og eftir nokkur tölvupóstssamskipti kom svarið 6. maí: „Sæll Jóhann Óli, Hér koma fundargerðirnar. Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar við rökstuðning gagnvart úrskurðarnefnd upplýsingamála og undirbúning málsins vegna upplýsingabeiðninar var 561.440 kr. Ákvörðun um hvaða upplýsingar úr fundargerðum yrðu afmáðar var í höndum stjórnar félagsins. Bestu kveðjur, Margrét“ Lögfræðiráðgjöf uppá 560 þúsund krónur Vísir hefur rætt við stjórnarmenn hjá Ríkisútvarpinu ohf. sem telja einsýnt að þetta komi illa út fyrir RÚV. Og þarna hafi ekki verið vel farið með fé. Eitthvað fer á milli mála hvernig það kom til að lögfræðistofan var fengin til að yfirfara hvað betra væri að strika út. Samkvæmt heimildum Vísis er það sem undir feitum útstrikunum leynist ekki vafasamar og ábyrgðarlausar fabúleringar um starfsfólk stofnunarinnar heldur fremur það sem skilgreinist sem viðskiptaleyndarmál; auglýsingasamninga og annað slíkt. Stjórnarmennirnir Mörður og Ragnheiður eru gamalreynd, fyrrverandi alþingismenn og þau tóku að sér að fara yfir fundagerðirnar. En vissara þótti þó að senda þær líka til lögfræðistofunnar Juris. En það sem gerir þessi málefni þung í vöfum er sú staðreynd að Ríkisútvarpið ohf. er, þrátt fyrir aðeins eitt hlutabréf sem geymt er í skúffu menntamálaráðuneytisins, skráð hlutafélag og þarf að lúta ströngum skilyrðum frá Kauphöll. Stjórnarmönnunum Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Merði Árnasyni var falið að yfirfara fundargerðirnar með það fyrir augum að strika út það sem ekki mátti fara fyrir augu blaðamanns Viðskiptablaðsins. Svo virðist sem taugaveiklun hafi gripið um sig og ákveðið var, til öryggis, að láta lögfræðistofuna yfirfara það. Þetta er þungt í vöfum og kann það að einhverju leyti að skýra hversu sein svör Margrétar voru til Jóhanns Óla. Fundargerðirnar framvegis birtar á netinu Nýr formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. er Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir stjórnmálafræðingur en hún hefur starfað hjá Kynnisferðum. Jóhanna kom ný inn í stjórn eftir síðasta aðalfund sem haldinn var í apríl. Hún er skipuð af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og samkvæmt hefð er fulltrúi ráðherra stjórnarformaður. Jóhanna Hreiðarsdóttir er nýr stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. Hún kom ný inn í stjórn eftir aðafund sem haldinn var í apríl, er fulltrúi ráðherra en samkvæmt hefð er sá stjórnarmaður formaður. Jóhanna tekur við af Kára Jónassyni sem hverfur úr stjórn. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Skemmtileg áskorun,“ segir hún í samtali við Vísi. Á fundi stjórnar í vikunni var ákveðið, í framhaldi af þessu máli, að fundargerðir stjórnar yrðu framvegis birtar á netinu. Eins og var reyndar hér í eina tíð. „Þetta er rétt. Stjórnin telur rétt að þessar upplýsingar séu birtar. Þá í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Það er eðlilegt framhald.“ Jóhanna segist ekki hafa verið inni í þessu máli á sínum tíma. En það hafi verið einhver starfshópur á vegum stjórnar og svo Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri sem hafa haldið utan um fundargerðir stjórnar. „En ég vona að þetta sýni vilja stjórnarinnar að hafa gott aðgengi. Enda er þetta útvarp í almannaeign.“
Stjórnsýsla Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira