Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 24. maí 2020 19:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þróun neyslurýma löngu orðna tímabæra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00
„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30