Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra segir tilefni til að skoða tilslakanir Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni. Innlent 12.2.2021 15:39 Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Innlent 12.2.2021 13:44 Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi. Innlent 12.2.2021 12:16 Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. Innlent 12.2.2021 10:58 Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví Fjöldi látinna í Malaví vegna COVID-19 eykst dag frá degi en talið er að hið bráðsmitandi afbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku hafi borist til landsins. Heimsmarkmiðin 12.2.2021 09:10 Trump mun veikari vegna Covid-19 en gefið var upp Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var mun veikari vegna Covid-19 í október síðastliðnum en gefið var upp opinberlega. Hann var með mjög lág súrefnisgildi í blóði á einum tímapunkti og lungnavandamál sem talið var tengjast lungnabólgu vegna kórónuveirunnar. Erlent 12.2.2021 08:48 Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 12.2.2021 07:10 Hertar sóttvarnaaðgerðir í Melbourne Ástralska stórborgin Melbourne er á leið í fimm daga lokun vegna kórónuveirunnar en í gær kom upp smit í borginni þar sem þrettán greindust á hóteli í borginni sem notað hefur verið sem sóttvarnahús. Erlent 12.2.2021 06:48 Fóru úr landi eftir að þeir brutu sóttkví Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá. Innlent 11.2.2021 19:09 Enginn Öskudagur í Kringlunni í ár Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki. Innlent 11.2.2021 18:53 Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. Innlent 11.2.2021 16:21 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. Innlent 11.2.2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 11.2.2021 14:32 Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim í kvöld á RÚV. Heimsmarkmiðin 11.2.2021 13:55 Bein útsending: Samkeppnin eftir heimsfaraldur Félag atvinnurekenda heldur aðalfund sinn í dag og í tengslum við hann verður sýndur fundur í beinni útsendingu þar sem samkeppnismál verða rædd. Viðskipti innlent 11.2.2021 13:21 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. Innlent 11.2.2021 12:34 Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. Innlent 11.2.2021 11:29 Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. Innlent 11.2.2021 10:54 Svona var 161. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 11.2.2021 10:15 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. Atvinnulíf 11.2.2021 07:00 Starfsfólki Tónlistarskóla Árnesinga umbunað „Gjöfin var aðeins lítill þakklætisvottur fyrir allt það óeigingjarna starf sem starfsmenn skólans hafa innt af hendi frá því kórónaveirunnar fór að gæta fyrir ári síðan. Það reyndi mikið á mannskapinn að gjörbreyta kennsluháttum á nánast einni nóttu í mars, þegar kennsla færðist yfir í fjarkennslu,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga aðspurð um gjöf sem 39 kennarar skólans fengu nýlega. Innlent 10.2.2021 20:44 Náðu ekki í skottið á Bandaríkjamönnum sem grunaðir eru um brot á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja Bandaríkjamanna sem grunaðir eru um brot á sóttkví. Mennirnir sátu að sumbli á Lebowski bar í miðbæ Reykjavíkur á sunnudag en voru horfnir á braut þegar lögregla kom á staðinn. Innlent 10.2.2021 19:21 Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. Erlent 10.2.2021 14:56 Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. Innlent 10.2.2021 14:02 Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. Erlent 10.2.2021 13:48 „Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. Innlent 10.2.2021 11:59 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með smit á landamærum í gær og greindist sá í seinni landamæraskimun. Innlent 10.2.2021 10:45 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. Viðskipti innlent 10.2.2021 10:18 „Gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki hafa gert sér neinar vonir fyrir fundinn með Pfizer í gær um að verið væri að ná samningum. Það var því ekkert sem kom honum á óvart þannig á fundinum. Innlent 10.2.2021 08:55 „Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. Innlent 9.2.2021 22:15 « ‹ 164 165 166 167 168 169 170 171 172 … 334 ›
Ráðherra segir tilefni til að skoða tilslakanir Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni. Innlent 12.2.2021 15:39
Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Innlent 12.2.2021 13:44
Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi. Innlent 12.2.2021 12:16
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. Innlent 12.2.2021 10:58
Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví Fjöldi látinna í Malaví vegna COVID-19 eykst dag frá degi en talið er að hið bráðsmitandi afbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku hafi borist til landsins. Heimsmarkmiðin 12.2.2021 09:10
Trump mun veikari vegna Covid-19 en gefið var upp Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var mun veikari vegna Covid-19 í október síðastliðnum en gefið var upp opinberlega. Hann var með mjög lág súrefnisgildi í blóði á einum tímapunkti og lungnavandamál sem talið var tengjast lungnabólgu vegna kórónuveirunnar. Erlent 12.2.2021 08:48
Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 12.2.2021 07:10
Hertar sóttvarnaaðgerðir í Melbourne Ástralska stórborgin Melbourne er á leið í fimm daga lokun vegna kórónuveirunnar en í gær kom upp smit í borginni þar sem þrettán greindust á hóteli í borginni sem notað hefur verið sem sóttvarnahús. Erlent 12.2.2021 06:48
Fóru úr landi eftir að þeir brutu sóttkví Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá. Innlent 11.2.2021 19:09
Enginn Öskudagur í Kringlunni í ár Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki. Innlent 11.2.2021 18:53
Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. Innlent 11.2.2021 16:21
Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. Innlent 11.2.2021 15:55
Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 11.2.2021 14:32
Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim í kvöld á RÚV. Heimsmarkmiðin 11.2.2021 13:55
Bein útsending: Samkeppnin eftir heimsfaraldur Félag atvinnurekenda heldur aðalfund sinn í dag og í tengslum við hann verður sýndur fundur í beinni útsendingu þar sem samkeppnismál verða rædd. Viðskipti innlent 11.2.2021 13:21
Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. Innlent 11.2.2021 12:34
Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. Innlent 11.2.2021 11:29
Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. Innlent 11.2.2021 10:54
Svona var 161. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 11.2.2021 10:15
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. Atvinnulíf 11.2.2021 07:00
Starfsfólki Tónlistarskóla Árnesinga umbunað „Gjöfin var aðeins lítill þakklætisvottur fyrir allt það óeigingjarna starf sem starfsmenn skólans hafa innt af hendi frá því kórónaveirunnar fór að gæta fyrir ári síðan. Það reyndi mikið á mannskapinn að gjörbreyta kennsluháttum á nánast einni nóttu í mars, þegar kennsla færðist yfir í fjarkennslu,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga aðspurð um gjöf sem 39 kennarar skólans fengu nýlega. Innlent 10.2.2021 20:44
Náðu ekki í skottið á Bandaríkjamönnum sem grunaðir eru um brot á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja Bandaríkjamanna sem grunaðir eru um brot á sóttkví. Mennirnir sátu að sumbli á Lebowski bar í miðbæ Reykjavíkur á sunnudag en voru horfnir á braut þegar lögregla kom á staðinn. Innlent 10.2.2021 19:21
Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. Erlent 10.2.2021 14:56
Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. Innlent 10.2.2021 14:02
Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. Erlent 10.2.2021 13:48
„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“ Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar. Innlent 10.2.2021 11:59
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með smit á landamærum í gær og greindist sá í seinni landamæraskimun. Innlent 10.2.2021 10:45
Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. Viðskipti innlent 10.2.2021 10:18
„Gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki hafa gert sér neinar vonir fyrir fundinn með Pfizer í gær um að verið væri að ná samningum. Það var því ekkert sem kom honum á óvart þannig á fundinum. Innlent 10.2.2021 08:55
„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. Innlent 9.2.2021 22:15