„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2021 13:00 Bareigendur í miðbænum glaðir og bjartsýnir fyrir framhaldinu. Vísir/Samsett „Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur. Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega. Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega.
Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira