Innlent

Enginn Ösku­dagur í Kringlunni í ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hvorki verður haldið upp á Öskudaginn í Kringlunni né Smáralind í ár.
Hvorki verður haldið upp á Öskudaginn í Kringlunni né Smáralind í ár. Vísir/Hanna

Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki.

Öskudagurinn verður haldinn þann 17. febrúar næstkomandi og hafa almannavarnir hvatt foreldra að halda börnum innan síns hverfis í sælgætisleitinni og verður því ekki boðið upp á dagskrá í Kringlunni.

Fram kemur á vef Kringlunnar að stefnt sé að því að hægt verði að gleðja börnin með öðrum leiðum.

Strax í byrjun febrúar ákváðu forsvarsmenn Smáralindar að blása öll hátíðarhöld vegna Öskudagsins af. Markaðsstjóri Smáralindar sagði í samtali við fréttastofu í byrjun mánaðar að dagurinn verði haldinn enn hátíðlegar að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×