Baðbomburnar á Þórshöfn eru sennilega einn hressasti sjósundshópur landsins en þær hafa skellt sér reglulega í sjóinn síðustu mánuði og láta frost og forvitna seli ekki trufla sig. Ragnar Axelsson ljósmyndari á Vísi hitti hópinn á dögunum á ferð sinni um landið og fékk að mynda þær í sjónum. „Við vorum tvær búnar að vera að gæla við þetta og langaði að prufa og spurðum því nokkrar aðrar hvort þær vildu vera með. Við ákváðum svo að skella okkur eitt kvöldið og vorum ekki með neinn útbúnað. Við tékkuðum á þessu og vorum auðvitað að drepast úr kulda,“ segir Kristín Heimisdóttir ein úr hópnum um fyrsta sjósundið sitt. „Svo var þetta bara eitthvað svo gott og góð líkamleg tilfinning þarna á eftir. Við fórum að kaupa okkur hanska og skó og svo fóru að bætast alltaf fleiri og fleiri með.“ Strandvörðurinn á Langanesinu.Vísir/RAX Kristín segir að hópurinn Baðbomburnar hafi byrjað á þessu á hárréttum tíma, þegar sjórinn var eins heitur og hann getur orðið hér við strendur landsins. „Þetta hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif. Ég get auðvitað ekkert talað fyrir allar en manni líður betur í skrokknum og þetta losar bólgur og bjúg. Ég upplifi betri svefn líka.“ 17 konur mæltu sér mót við Ragnar Axelsson ljósmyndara þennan dag en þær eru um tuttugu í hópnum þó þær mæti sjaldan allar á sama tíma og skipti sér líka oft í smærri hópa.Vísir/RAX Að hennar mati er þetta líka frábær andleg ögrun. „Ef maður getur hlaupið út í sjó í einni gráðu þá er maður kominn á nokkuð góðan stað og hræðist þetta ekki. Þetta er auðvitað erfitt og þetta er átak því þetta er sárt í smá tíma. En svo kemur einhver vellíðan, það er ótrúlega erfitt að lýsa þessu.“ Baðbomburnar nota Facebook hóp til að skipuleggja ferðirnar í sjóinn og hafa það sem reglu að fara aldrei einar í sjósund.Vísir/RAX „Það er eitthvað við að berjast við öldurnar og hafa alla náttúruna í kringum sig. Þetta er allt öðruvísi en að fara í kalt kar út af því að þú ert með sjóinn og finnur kannski þara við fæturna á þér og svo er kannski selur að fylgjast með þér. Þú ert bara þarna með náttúrunni.“ Hópurinn fer ekki alltaf á sama staðinn, en Langanesið er þó í uppáhaldi hjá Kristínu.Vísir/RAX Þó að það sé töluvert um seli á Langanesinu þar sem Baðbomburnar skella sér í sjóinn, hafa þeir ekki valdið þeim neinum vandræðum. „Þegar við sjáum seli þá látum við bara eins og hálfvitar og förum eitthvað að fíflast. Þeir eru ekki árásargjarnir en þeir eru rosalega forvitnir. Það er pínu „krípi“ stundum að sjá þá með hausinn upp úr og svo hverfa þeir og koma svo kannski nær manni.“ Kristín segir að þetta sé ótrúlega góð samvera, sérstaklega í Covid þegar ekkert megi gera.Vísir/RAX Þær eru ekkert endilega alltaf að taka langan sundsprett í vatninu, aðalatriðið er að kæla sig með góðu sjóbaði. „Uppáhalds staðurinn okkar er þarna á Langanesinu og þarna á leiðinni út á Langanesið en við höfum alveg lent í stórum öldum þar.“ Það kostar ekkert að fara í sjóinn og það skortir ekki staðsetningar fyrir þessa hreyfingu hér á landi.Vísir/RAX Kristín er sálfræðingur og segir að sjóferðirnar geti haft mjög jákvæð andleg áhrif. „Mér finnst að þetta gæti jafnvel nýst sem hluti af kvíðameðferð vegna þess að það að labba út í sjó getur alltaf verið ógnvekjandi en ef maður getur mætt því og unnið með það og fundið slökunaráhrif þá getur það haft gríðarleg áhrif á geðheilsuna. Þú færð slökun á eftir þegar hitinn byrjar aftur að koma, þegar blóðið fer aftur út í útlimina. Það verður einhver slökun, eitthvað ástand sem þú getur ekki fengið neins staðar annars staðar.“ Kristín segir að þær finni barnið í sér þegar þær fari í sjóinn og láti oft eins og fífl.Vísir/RAX Þó að þetta geti virkað mjög vel fyrir fólk segir Kristín að þetta sé auðvitað ekki fyrir alla. „Það er gott að fara á námskeið eða fara með einhverjum sem þekkir til. Ef að fólk er með undirliggjandi sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma þá er þetta ekkert fyrir þá frekar en kalda karið.“ Flestar eru með húfu eða sundhettu í sjónum og hanskar og skór eru staðalbúnaður hjá Baðbombunum. Sumar eiga líka baujur sem þær festa á sig áður en þær fara út í.Vísir/RAX Kristín segir að þær hiki ekki við að fara í sjóinn í vondu veðri eða frosti en fari þó ekki ef það er mikið frost og slæm vindkæling að auki, þar sem þær hafi ekki aðstöðu til að klæða sig og hlýja sér eftir sjóinn né heita sturtu eða pott til að fara ofan í, líkt og í Nauthólsvík svo dæmi sé tekið. „Við látum hitastigið ekki stoppa okkur.“ Hópurinn geymir fötin sín í gömlu kinda- og hestaskýli á meðan þær eru í sjónum. Kristín segir að lykilatriði í þessu sé að vera með góða einangrandi skó og hanska. Þær segja að það sé gott að byrja rólega og lengja svo tímann smátt og smátt. Fimm mínútur sé samt nóg til að fá öll áhrifin því allt eftir það bæti engu við fyrir líðan fólks.Vísir/RAX „Svo er gott að hafa eitthvað heitt í bílnum til að drekka á eftir. Við erum oft með heitt kakó og þær sem eru ekki á bíl eru þá kannski með eitthvað sterkara út í. Það er gott að borða vel áður og vera ekki orkulaus, því þetta er alveg sjokk og líkaminn þarf alveg að hafa fyrir þessu. Við erum orðnar nokkuð sjóaðar í þessu,“ segir Kristín og hlær. Hún býður blaðamanni að kíkja einhvern tímann í heimsókn til þeirra og prófa sjósundið, sem gæti alveg verið skemmtileg reynsla miðað við þessar lýsingar og myndir RAX af hópnum. Öldurnar geta oft verið mjög kröftugar en konurnar frá Þórshöfn hafa bara gaman af því.Vísir/RAX Baðbomburnar fóru á námskeið um sjósund og eftir það byrjuðu þær að passa betur upp á að vera ekki of lengi í einu í köldum sjónum. „Við lærðum þar líka hvað það er mikilvægt að passa vel upp á hvor aðra.“ Þær fylgjast vel með því að allar séu að halda hópinn og ekki að fara of langt út einar. „Við settum strax þá reglu að það fer aldrei neinn einn í sjósund, það fer alltaf að lágmarki ein aukamanneskja með. Af því að ef þú ert ein að fara þá getur þú fengið krampa og drukknað, þetta er alveg þannig hættulegt í sjálfu sér. Þær fara aldrei einar í sjóinn og láta líka alltaf allan hópinn vita af því hvert þær fara og hvenær. Vísir/RAX Við erum með þráð í hópnum þar sem við tilkynnum hvert við ætlum að fara svo það er ákveðið eftirlit í þessu líka.“ Kristín segir að þær hafi alltaf passað vel upp á sóttvarnir en sem betur fer hafi enginn þeirra veikst vegna Covid-19. „Það hefur ekki komið upp smit hér á Þórshöfn. Sjö, níu, þrettán,“ segir Kristín. Þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hér á landi fóru þær í sjóinn í smærri hópum til að fylgja öllum tilmælum. „En við létum það ekkert stoppa okkur.“ Sú yngsta í hópnum er á þrítugsaldri en þær elstu á sjötugsaldri.Foto: Ragnar Axelsson Rax/Ragnar Axelsson Rax Yngsti meðlimur hópsins er ekki orðin þrítug en þær elstu eru á sjötugsaldri. Þetta eru ólíkir persónuleikar en áhuginn á sjókælingunni er það sem sameinar þær. Baðbomburnar sem láta ekkert stoppa sig.Foto: Ragnar Axelsson Rax/Ragnar Axelsson Rax „Við föttuðum að þetta snýst ekkert um að vera voðalega kúl. Sumar eru í sundbolum með löngum ermum, aðrar í venjulegum sundbolum og einhverjar í einangrandi. Það koma allir á sínum forsendum og það er enginn að spá í lúkki, það er mjög þægilegt. Líkamsímyndunardæmi það bara gleymist, þér er of kalt til að spá í þessu.“ Langanesbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjósund Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 „Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00 „Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01 Þar sem dagarnir eru stuttir en birtan stórkostleg „Það er svona eins og hvítt teppi sé að leggjast yfir landið, eins og það sé að leggjast í dvala. Þetta er svo fallegt land og sannkallaður ævintýraheimur.“ 19. desember 2020 09:31 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið
Ragnar Axelsson ljósmyndari á Vísi hitti hópinn á dögunum á ferð sinni um landið og fékk að mynda þær í sjónum. „Við vorum tvær búnar að vera að gæla við þetta og langaði að prufa og spurðum því nokkrar aðrar hvort þær vildu vera með. Við ákváðum svo að skella okkur eitt kvöldið og vorum ekki með neinn útbúnað. Við tékkuðum á þessu og vorum auðvitað að drepast úr kulda,“ segir Kristín Heimisdóttir ein úr hópnum um fyrsta sjósundið sitt. „Svo var þetta bara eitthvað svo gott og góð líkamleg tilfinning þarna á eftir. Við fórum að kaupa okkur hanska og skó og svo fóru að bætast alltaf fleiri og fleiri með.“ Strandvörðurinn á Langanesinu.Vísir/RAX Kristín segir að hópurinn Baðbomburnar hafi byrjað á þessu á hárréttum tíma, þegar sjórinn var eins heitur og hann getur orðið hér við strendur landsins. „Þetta hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif. Ég get auðvitað ekkert talað fyrir allar en manni líður betur í skrokknum og þetta losar bólgur og bjúg. Ég upplifi betri svefn líka.“ 17 konur mæltu sér mót við Ragnar Axelsson ljósmyndara þennan dag en þær eru um tuttugu í hópnum þó þær mæti sjaldan allar á sama tíma og skipti sér líka oft í smærri hópa.Vísir/RAX Að hennar mati er þetta líka frábær andleg ögrun. „Ef maður getur hlaupið út í sjó í einni gráðu þá er maður kominn á nokkuð góðan stað og hræðist þetta ekki. Þetta er auðvitað erfitt og þetta er átak því þetta er sárt í smá tíma. En svo kemur einhver vellíðan, það er ótrúlega erfitt að lýsa þessu.“ Baðbomburnar nota Facebook hóp til að skipuleggja ferðirnar í sjóinn og hafa það sem reglu að fara aldrei einar í sjósund.Vísir/RAX „Það er eitthvað við að berjast við öldurnar og hafa alla náttúruna í kringum sig. Þetta er allt öðruvísi en að fara í kalt kar út af því að þú ert með sjóinn og finnur kannski þara við fæturna á þér og svo er kannski selur að fylgjast með þér. Þú ert bara þarna með náttúrunni.“ Hópurinn fer ekki alltaf á sama staðinn, en Langanesið er þó í uppáhaldi hjá Kristínu.Vísir/RAX Þó að það sé töluvert um seli á Langanesinu þar sem Baðbomburnar skella sér í sjóinn, hafa þeir ekki valdið þeim neinum vandræðum. „Þegar við sjáum seli þá látum við bara eins og hálfvitar og förum eitthvað að fíflast. Þeir eru ekki árásargjarnir en þeir eru rosalega forvitnir. Það er pínu „krípi“ stundum að sjá þá með hausinn upp úr og svo hverfa þeir og koma svo kannski nær manni.“ Kristín segir að þetta sé ótrúlega góð samvera, sérstaklega í Covid þegar ekkert megi gera.Vísir/RAX Þær eru ekkert endilega alltaf að taka langan sundsprett í vatninu, aðalatriðið er að kæla sig með góðu sjóbaði. „Uppáhalds staðurinn okkar er þarna á Langanesinu og þarna á leiðinni út á Langanesið en við höfum alveg lent í stórum öldum þar.“ Það kostar ekkert að fara í sjóinn og það skortir ekki staðsetningar fyrir þessa hreyfingu hér á landi.Vísir/RAX Kristín er sálfræðingur og segir að sjóferðirnar geti haft mjög jákvæð andleg áhrif. „Mér finnst að þetta gæti jafnvel nýst sem hluti af kvíðameðferð vegna þess að það að labba út í sjó getur alltaf verið ógnvekjandi en ef maður getur mætt því og unnið með það og fundið slökunaráhrif þá getur það haft gríðarleg áhrif á geðheilsuna. Þú færð slökun á eftir þegar hitinn byrjar aftur að koma, þegar blóðið fer aftur út í útlimina. Það verður einhver slökun, eitthvað ástand sem þú getur ekki fengið neins staðar annars staðar.“ Kristín segir að þær finni barnið í sér þegar þær fari í sjóinn og láti oft eins og fífl.Vísir/RAX Þó að þetta geti virkað mjög vel fyrir fólk segir Kristín að þetta sé auðvitað ekki fyrir alla. „Það er gott að fara á námskeið eða fara með einhverjum sem þekkir til. Ef að fólk er með undirliggjandi sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma þá er þetta ekkert fyrir þá frekar en kalda karið.“ Flestar eru með húfu eða sundhettu í sjónum og hanskar og skór eru staðalbúnaður hjá Baðbombunum. Sumar eiga líka baujur sem þær festa á sig áður en þær fara út í.Vísir/RAX Kristín segir að þær hiki ekki við að fara í sjóinn í vondu veðri eða frosti en fari þó ekki ef það er mikið frost og slæm vindkæling að auki, þar sem þær hafi ekki aðstöðu til að klæða sig og hlýja sér eftir sjóinn né heita sturtu eða pott til að fara ofan í, líkt og í Nauthólsvík svo dæmi sé tekið. „Við látum hitastigið ekki stoppa okkur.“ Hópurinn geymir fötin sín í gömlu kinda- og hestaskýli á meðan þær eru í sjónum. Kristín segir að lykilatriði í þessu sé að vera með góða einangrandi skó og hanska. Þær segja að það sé gott að byrja rólega og lengja svo tímann smátt og smátt. Fimm mínútur sé samt nóg til að fá öll áhrifin því allt eftir það bæti engu við fyrir líðan fólks.Vísir/RAX „Svo er gott að hafa eitthvað heitt í bílnum til að drekka á eftir. Við erum oft með heitt kakó og þær sem eru ekki á bíl eru þá kannski með eitthvað sterkara út í. Það er gott að borða vel áður og vera ekki orkulaus, því þetta er alveg sjokk og líkaminn þarf alveg að hafa fyrir þessu. Við erum orðnar nokkuð sjóaðar í þessu,“ segir Kristín og hlær. Hún býður blaðamanni að kíkja einhvern tímann í heimsókn til þeirra og prófa sjósundið, sem gæti alveg verið skemmtileg reynsla miðað við þessar lýsingar og myndir RAX af hópnum. Öldurnar geta oft verið mjög kröftugar en konurnar frá Þórshöfn hafa bara gaman af því.Vísir/RAX Baðbomburnar fóru á námskeið um sjósund og eftir það byrjuðu þær að passa betur upp á að vera ekki of lengi í einu í köldum sjónum. „Við lærðum þar líka hvað það er mikilvægt að passa vel upp á hvor aðra.“ Þær fylgjast vel með því að allar séu að halda hópinn og ekki að fara of langt út einar. „Við settum strax þá reglu að það fer aldrei neinn einn í sjósund, það fer alltaf að lágmarki ein aukamanneskja með. Af því að ef þú ert ein að fara þá getur þú fengið krampa og drukknað, þetta er alveg þannig hættulegt í sjálfu sér. Þær fara aldrei einar í sjóinn og láta líka alltaf allan hópinn vita af því hvert þær fara og hvenær. Vísir/RAX Við erum með þráð í hópnum þar sem við tilkynnum hvert við ætlum að fara svo það er ákveðið eftirlit í þessu líka.“ Kristín segir að þær hafi alltaf passað vel upp á sóttvarnir en sem betur fer hafi enginn þeirra veikst vegna Covid-19. „Það hefur ekki komið upp smit hér á Þórshöfn. Sjö, níu, þrettán,“ segir Kristín. Þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hér á landi fóru þær í sjóinn í smærri hópum til að fylgja öllum tilmælum. „En við létum það ekkert stoppa okkur.“ Sú yngsta í hópnum er á þrítugsaldri en þær elstu á sjötugsaldri.Foto: Ragnar Axelsson Rax/Ragnar Axelsson Rax Yngsti meðlimur hópsins er ekki orðin þrítug en þær elstu eru á sjötugsaldri. Þetta eru ólíkir persónuleikar en áhuginn á sjókælingunni er það sem sameinar þær. Baðbomburnar sem láta ekkert stoppa sig.Foto: Ragnar Axelsson Rax/Ragnar Axelsson Rax „Við föttuðum að þetta snýst ekkert um að vera voðalega kúl. Sumar eru í sundbolum með löngum ermum, aðrar í venjulegum sundbolum og einhverjar í einangrandi. Það koma allir á sínum forsendum og það er enginn að spá í lúkki, það er mjög þægilegt. Líkamsímyndunardæmi það bara gleymist, þér er of kalt til að spá í þessu.“
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00
„Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00
„Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01
Þar sem dagarnir eru stuttir en birtan stórkostleg „Það er svona eins og hvítt teppi sé að leggjast yfir landið, eins og það sé að leggjast í dvala. Þetta er svo fallegt land og sannkallaður ævintýraheimur.“ 19. desember 2020 09:31