Lög og regla Óskoðaður og ótryggður Vörubílinn sem lenti í hörðum árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var óskoðaður og ótryggður. Bílstjórinn neitar að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Hann heimsótti strætisvagnabílstjórann á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:44 Réttað yfir ræningjum Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa. Innlent 13.10.2005 19:44 Sáu tilræðismann á myndavél Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Innlent 13.10.2005 19:44 Vopnaburður hefur aukist í borginn Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn. Innlent 13.10.2005 19:44 Missti stjórn á blautum vegi Mildi þykir að fólk slapp lítið meitt eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Reykjanesbraut nokkru fyrir klukkan þrjú í gær. Fólksbifreiðin fór nánast í tvennt við áreksturinn. Bílnum ók ung kona og í aftursæti var þriggja mánaða gamalt barn. Innlent 13.10.2005 19:44 Annarleg ástand tefur yfirheyrslu Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 19:44 Úr öndunarvél eftir hnífsstungu Piltur um tvítug sem var stunginn tvívegis í bakið í Hafnarstræti í miðborginni í nótt er enn á gjörgæsludeild en þó ekki lengur í öndunarvél. Við stungurnar féll annað lungað í honum saman og var hann um tíma í lífshættu en það varð honum til lífs hversu fljótt honum var komið undir læknishendur. Innlent 13.10.2005 19:43 Tvö fíkniefnamál á Akureyri Tvö fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Piltur um tvítugt var stöðvaður við venjubundið eftirlit á bíl sínum og fannst lítilræði af kannabisefnum í bílnum. Piltinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Þá var ekið á ljósastaur á Akureyri í nótt og fannst lítilræði af kannabisefnum á ökumanninum. Enginn slasaðist við áreksturinn. Innlent 13.10.2005 19:43 Mannlausan bát rak upp í Aðalvík Mannlausan bát rak upp í fjöru í Aðalvík í Ísafjarðardjúpi í nótt. Legufæri bátsins slitnaði með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöruna. Báturinn er talsvert skemmdur en björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið á vettvang ásamt björgunarmönnum. Innlent 13.10.2005 19:43 Kveikti í herbergi með rakettu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvisvar út í nótt vegna bruna. Í fyrra skiptið kom upp eldur í svefnherbergi í Vesturbænum þar sem maður var að fikta með skiparakettu. Svo óheppilega vildi til að hún sprakk í svefnherberginu og við það kviknaði í rúmfötum. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Innlent 13.10.2005 19:43 Þrír slösuðust á Reykjanesbraut Þrennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut við Straum á fimmta tímanum í nótt en fólkið er ekki alvarlega slasað. Bílarnir komur hvor úr sinni áttinni og rákust saman og eru þeir gjörónýtir. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43 Ástandið slæmt eftir Menningarnótt Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. Innlent 13.10.2005 19:43 Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Innlent 13.10.2005 19:44 Segist hafa heimild til gjaldtöku Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða. Innlent 13.10.2005 19:43 Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:43 Á gjörgæslu eftir hnífsstungu Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Innlent 13.10.2005 19:43 Kominn af gjörgæsludeild Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er kominn af gjörgæsludeild en liggur áfram á Landspítalanum í Fossvogi. Hann hefur beðið fréttastofuna að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglumanna, sjúkraflutningamanna og vegfarenda, auk þeirra sem hafa annast hann á sjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 19:43 Fjórum sleppt eftir yfirheyrslur Þremur piltum og stúlku sem urðu vitni að morðinu á Hverfisgötu í gærkvöldi var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Fjórði maðurinn var handtekinn í gærkvöldi þar sem talið var að hann gæti varpað frekari ljósi á atburðinn og verður hann yfirheyrður í dag. Hinn grunaði var í gær dæmdur í tíu daga gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn. Innlent 13.10.2005 19:43 Unnið verði að endurskoðun Það þarf að skoða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ástand eins og skapaðist í miðborginni eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi. Þetta segja borgarstjóri og yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:43 Bitinn í nefið í slagsmálum Maður var bitinn í nefið á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Tveimur mönnum hafði orðið sundurorða og slógust þeir í kjölfarið. Maðurinn sem var bitinn var fluttur á slysadeild og þurfti að sauma nokkur spor í nef hans. Hann hefur ekki enn kært árásina. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43 Tíu daga varðhald vegna morðs Tvítugur piltur var stunginn til bana í miðborg Reykjavíkur í morgun. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 19:43 Strætisvagnabílstjóri á batavegi Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Reykjavík í gærmorgun, er á batavegi. Hann er enn þá á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði fluttur á aðra deild síðar í dag. Strætisvagninn lenti í árekstri við vörubíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Innlent 13.10.2005 19:43 Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. Innlent 13.10.2005 19:43 Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. Innlent 13.10.2005 19:43 Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. Innlent 13.10.2005 19:43 Tvítugur maður stunginn til bana Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt. Innlent 13.10.2005 19:43 Lögregla ósátt við aðdróttanir Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna er mjög ósáttur við aðdróttanir að undanförnu þess efnis að hægt sé að stjórna lögreglunni að vild. Innlent 13.10.2005 19:43 Aldnir mega aka rútum "Frá umferðaröryggissjónarmiði er þetta aldeilis út úr kú og ég mun beita mér fyrir því að þessu verði breytt," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 19:43 Dómur gæti legið fyrir í janúar Dómur í Baugsmálinu, í Héraðsdómi, gæti í fyrsta lagi legið fyrir um miðjan janúar næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:42 Baugur og ímynd þjóðarinnar Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Innlent 13.10.2005 19:42 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 120 ›
Óskoðaður og ótryggður Vörubílinn sem lenti í hörðum árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var óskoðaður og ótryggður. Bílstjórinn neitar að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Hann heimsótti strætisvagnabílstjórann á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:44
Réttað yfir ræningjum Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa. Innlent 13.10.2005 19:44
Sáu tilræðismann á myndavél Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Innlent 13.10.2005 19:44
Vopnaburður hefur aukist í borginn Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn. Innlent 13.10.2005 19:44
Missti stjórn á blautum vegi Mildi þykir að fólk slapp lítið meitt eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Reykjanesbraut nokkru fyrir klukkan þrjú í gær. Fólksbifreiðin fór nánast í tvennt við áreksturinn. Bílnum ók ung kona og í aftursæti var þriggja mánaða gamalt barn. Innlent 13.10.2005 19:44
Annarleg ástand tefur yfirheyrslu Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 19:44
Úr öndunarvél eftir hnífsstungu Piltur um tvítug sem var stunginn tvívegis í bakið í Hafnarstræti í miðborginni í nótt er enn á gjörgæsludeild en þó ekki lengur í öndunarvél. Við stungurnar féll annað lungað í honum saman og var hann um tíma í lífshættu en það varð honum til lífs hversu fljótt honum var komið undir læknishendur. Innlent 13.10.2005 19:43
Tvö fíkniefnamál á Akureyri Tvö fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Piltur um tvítugt var stöðvaður við venjubundið eftirlit á bíl sínum og fannst lítilræði af kannabisefnum í bílnum. Piltinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Þá var ekið á ljósastaur á Akureyri í nótt og fannst lítilræði af kannabisefnum á ökumanninum. Enginn slasaðist við áreksturinn. Innlent 13.10.2005 19:43
Mannlausan bát rak upp í Aðalvík Mannlausan bát rak upp í fjöru í Aðalvík í Ísafjarðardjúpi í nótt. Legufæri bátsins slitnaði með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöruna. Báturinn er talsvert skemmdur en björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið á vettvang ásamt björgunarmönnum. Innlent 13.10.2005 19:43
Kveikti í herbergi með rakettu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvisvar út í nótt vegna bruna. Í fyrra skiptið kom upp eldur í svefnherbergi í Vesturbænum þar sem maður var að fikta með skiparakettu. Svo óheppilega vildi til að hún sprakk í svefnherberginu og við það kviknaði í rúmfötum. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Innlent 13.10.2005 19:43
Þrír slösuðust á Reykjanesbraut Þrennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut við Straum á fimmta tímanum í nótt en fólkið er ekki alvarlega slasað. Bílarnir komur hvor úr sinni áttinni og rákust saman og eru þeir gjörónýtir. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43
Ástandið slæmt eftir Menningarnótt Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. Innlent 13.10.2005 19:43
Stunginn í bakið á róstusamri nótt Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, var handtekinn skammt frá. Fórnarlambið særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Innlent 13.10.2005 19:44
Segist hafa heimild til gjaldtöku Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða. Innlent 13.10.2005 19:43
Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:43
Á gjörgæslu eftir hnífsstungu Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Innlent 13.10.2005 19:43
Kominn af gjörgæsludeild Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er kominn af gjörgæsludeild en liggur áfram á Landspítalanum í Fossvogi. Hann hefur beðið fréttastofuna að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglumanna, sjúkraflutningamanna og vegfarenda, auk þeirra sem hafa annast hann á sjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 19:43
Fjórum sleppt eftir yfirheyrslur Þremur piltum og stúlku sem urðu vitni að morðinu á Hverfisgötu í gærkvöldi var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Fjórði maðurinn var handtekinn í gærkvöldi þar sem talið var að hann gæti varpað frekari ljósi á atburðinn og verður hann yfirheyrður í dag. Hinn grunaði var í gær dæmdur í tíu daga gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn. Innlent 13.10.2005 19:43
Unnið verði að endurskoðun Það þarf að skoða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ástand eins og skapaðist í miðborginni eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi. Þetta segja borgarstjóri og yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:43
Bitinn í nefið í slagsmálum Maður var bitinn í nefið á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Tveimur mönnum hafði orðið sundurorða og slógust þeir í kjölfarið. Maðurinn sem var bitinn var fluttur á slysadeild og þurfti að sauma nokkur spor í nef hans. Hann hefur ekki enn kært árásina. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43
Tíu daga varðhald vegna morðs Tvítugur piltur var stunginn til bana í miðborg Reykjavíkur í morgun. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn og hefur hann verið úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 19:43
Strætisvagnabílstjóri á batavegi Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Reykjavík í gærmorgun, er á batavegi. Hann er enn þá á gjörgæsludeild en búist er við að hann verði fluttur á aðra deild síðar í dag. Strætisvagninn lenti í árekstri við vörubíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Innlent 13.10.2005 19:43
Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. Innlent 13.10.2005 19:43
Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. Innlent 13.10.2005 19:43
Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. Innlent 13.10.2005 19:43
Tvítugur maður stunginn til bana Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt. Innlent 13.10.2005 19:43
Lögregla ósátt við aðdróttanir Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna er mjög ósáttur við aðdróttanir að undanförnu þess efnis að hægt sé að stjórna lögreglunni að vild. Innlent 13.10.2005 19:43
Aldnir mega aka rútum "Frá umferðaröryggissjónarmiði er þetta aldeilis út úr kú og ég mun beita mér fyrir því að þessu verði breytt," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 19:43
Dómur gæti legið fyrir í janúar Dómur í Baugsmálinu, í Héraðsdómi, gæti í fyrsta lagi legið fyrir um miðjan janúar næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:42
Baugur og ímynd þjóðarinnar Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Innlent 13.10.2005 19:42
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent