Innlent

Lögregla ósátt við aðdróttanir

MYND/Gunnar
Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna er mjög ósáttur við aðdróttanir að undanförnu þess efnis að hægt sé að stjórna lögreglunni að vild. Páll Winkel er framkvæmdastjóri Landsambands lögreglumanna og honum er nóg boðið eftir ásakanir í garð lögreglumanna síðustu vikur og misseri vegna Baugsmálsins og málefni mótmælenda. Hann segir að láta sér detta í hug að hægt sé að panta víðtækar lögregluaðgerðir og niðourstöður rannsókan sé fáranlegt. Spurður að því hvort mögulegt væi fyrir einhvern að ná til yfirmanns innan lögreglunnar sem síðan getur stjórnað sínum undirmönnum, til að ná sínu fram sagði hann að lögreglumönnum bæri að fara að lögmætum fyrirmælum yfirboðara sinna en ekki ólögmætum. Að yfirmaður í lögreglu geti sagt sínum undirmönnum að framkæma ranga rannsókn og kalla fram rangar niðurstöður sem ekki eru í samræmi við rannsóknina sé út í hött. Páll segir margt styðja þeirra rök og sjónarmið. Páll nefnir sérstaklega nefnd á vegum evrópuráðsins sem hefur eftirlit með því að lögregla og fangelsismálayfirvöld virði mannréttindi. Þá nefnd segir hann hafa komið hingað til lands á síðasta ári og var niðurstaða hennar að hér væri ekki spilling.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×