Erlent Söfnun fyrir Líbanon gekk vonum framar Söfnunarráðstefna fyrir Líbanon gekk það vel í Stokkhólmi í gær að fulltrúar 48 ríkja og fjölmargra hjálparstofnana ákváðu að endurtaka leikinn og safna fyrir uppbyggingu í Palestínu. Erlent 1.9.2006 08:30 Frestur Írana runninn út Frestur Írana til að hætta auðgun úrans rann út í gær en skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem birt var í gær segir að allt fram í síðustu viku hafi auðgun úrans haldið áfram. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans sagði Írana hins vegar myndu halda sínu striki eins og hann hefur margítrekað lýst yfir. Erlent 1.9.2006 08:28 Réðust inn í breska sendiráðið í Tel Aviv Ísraelskir lögregluþjónar réðust inn í breska sendiráðið í Tel Aviv í gærkvöldi og handtóku palestínskan mann sem hafði verið umkringdur í átta tíma. Erlent 1.9.2006 08:17 Súdönsk yfirvöld hafna ályktun Öryggisráðsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun um að friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna verði sent til Darfur-héraðs í Súdan. Súdönsk yfirvöld hafna hinsvegar ályktuninni. Erlent 31.8.2006 22:19 Ísraelar gagnrýndir fyrir klasasprengjur Ísraelar eru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa dreift verulegu magni af klasasprengjum í Suður-Líbanon rétt áður en löngu boðað vopnahlé tók gildi. Jónas Þorvaldsson, íslenskur sprengjusérfræðingur sem starfaði við að eyða þessum sprengjum í Írak lýsir þeim sem miklum skaðvaldi sem aðallega limlesti og drepi börn. Innlent 31.8.2006 19:25 Fellibylurinn Jón nálgast Mexikó Fellibylurinn Jón þokast nú norður með Kyrrahafsströnd Mexíkós og hefur íbúum við ströndina verið ráðlagt að búa sig undir óveðrið og jafnvel flytja sig upp til fjalla meðan fellibylurinn gengur hjá. Erlent 31.8.2006 17:21 Ópið og Madonna Munks fundin Norska lögreglan hefur fundið bæði málverkin eftir Edvard Munk, sem vopnaðir menn rændu af Munk listasafninu í Osló fyrir tveimur árum. Málverkin eru Ópið og Madonna. Ópið er metið á fimm milljarða króna, og Madonnan á einn milljarð. Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis, þar sem frekari upplýsingar verða veittar. Erlent 31.8.2006 15:47 Á móti fóstureyðingum Háttsettur kardináli í Kólombíu er sakaður um að hafa hótað læknum, sem framkvæmdu nýlega fyrstu löglegu fóstureyðinguna í landinu, að Vatíkanið myndi beita sér fyrir því að svipta þá starfsréttindum. Erlent 31.8.2006 15:16 Neysla jókst í Bandaríkjunum Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efnahagslífinu en óttast hafði verið. Verðbólga er hins vegar vandamál, að mati viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 31.8.2006 14:39 Fögnuðu eins árs afmæli risapöndu Afmælisgestir hvaðanæva að úr heiminum söfnuðust saman í Chengdu í Kína í dag. Afmælisbarnið er þó ekki nema eins árs. Erlent 31.8.2006 13:05 Funda vegna uppbyggingarstarfs í Líbanon Milljarða króna þarf til að koma Líbanon aftur á réttan kjöl. Hjálparstofnanir sem funda nú í Stokkhólmi ákalla þjóðir heims um að láta fé af hendi rakna til uppbyggingarstarfs í landinu. Erlent 31.8.2006 12:29 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina hins vegar í október. Viðskipti erlent 31.8.2006 12:31 Minni verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:45 Minnsti drengur í heimi? Lágvaxnasti drengur í Nepal bíður nú eftir að heyra frá yfirmönnum heimsmetabókar Guinness um það hvort þeir viðurkenna hann sem lágvaxnasta dreng í heimi. Erlent 31.8.2006 08:26 Olía hækkar í verði Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:33 Hægt að hlaða niður klassískum verkum á Google Bókaunnendur geta nú slegið upp bókum á bókaþjónustu Google, hlaðið þeim niður endurgjaldslaust og prentað út ef þeim hentar. Þetta á reyndar aðeins við um bækur sem ákvæði höfundarréttar ná ekki til, aðallega eftir eldri höfunda svo sem Dante og Esóp sem samdi dæmisögurnar Erlent 31.8.2006 08:24 Dregur úr styrk Ernestos Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk yfir Flórída í gær. Heldur hafði dregið úr honum í gærkvöld en vindhraðinn hafði þá farið úr 55 km á klukkustund í 24 kílómetra á klukkustund. Erlent 31.8.2006 08:16 Neitar að hafa hótað bannfæringu Kardináli í Kólumbíu neitaði í gær fréttum um að hann hefði hótað læknum bannfæringu kaþólsku kirkjunnar fyrir að eyða fóstri hjá ellefu ára stúlku sem hafði verið nauðgað af stjúpföður hennar. Erlent 31.8.2006 08:09 Ekki krafist dauðadóms vegna morðs á írökskum borgara Saksóknarar ætla ekki að krefjast dauðadóms yfir manni sem er meðal átta hermanna sem ákærðir eru fyrir morð og aðra glæpi meðan á herþjónustu þeirra stóð í Írak. Erlent 31.8.2006 08:07 30. ágúst helgaður minningu horfinna Chile-búa Forseti Chile, Michelle Bachelet, lýsti í gær yfir að 30. ágúst yrði framvegis helgaður minningu þeirra sem hurfu sporlaust á árunum 1973 til 1990, meðan herforingjastjórn Augustos Pinochet var við völd. Erlent 31.8.2006 08:01 Kínverskur blaðamaður fangelsaður fyrir njósnir Kínverskur dómstóll dæmdi blaðamann frá Hong Kong í fimm ára fangelsi fyrir njósnir. Ching Cheong hafði verið í haldi frá því í apríl á síðasta ári. Kínverskur fréttavefur segir að hann hafi játað á sig að hafa selt Taívönum leynilegar upplýsingar frá kínverska hernum en stuðningsmenn hans segja hann saklausan. Erlent 31.8.2006 07:55 Mexíkóar búa sig undir fellibyl Mikill viðbúnaður er á Kyrrahafsströnd Mexíkós vegna komu fellibyljarins Jóns. Hann hefur hingað til haldið sig úti á hafi og farið með fram ströndum landsins. Erlent 31.8.2006 07:50 Hugsanleg kúariða í Hong Kong Rúmlega tvítugur, breskur maður, sem er á ferðalagi um Hong Kong, liggur nú illa haldinn á sjúkrahúsi og leikur grunur á að hann þjáist af kúariðu. Erlent 30.8.2006 18:16 Segja stjórnarherinn hafa myrt hjálparstarfsmenn Yfirmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir að stjórnarher landsins hafi myrt sautján alþjóðlega hjálparstarfsmenn á Sri Lanka fyrr í mánuðinum. Erlent 30.8.2006 18:09 Kofi Annan á ferð um Mið-Austurlönd Ísraelar aflétta ekki flug- og hafnbanni á Líbanon fyrr en orðið hefur verið við öllum ákvæðum vopnahlésamkomulags öryggisráðsins og 15 þúsund manna friðargæslulið komið til landsins. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til fundar við forsætisráðherra Ísraels í gær. Erlent 30.8.2006 18:01 Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.8.2006 13:16 Danski pósturinn má dreifa Nyhedsavisen Danska Fréttablaðið og Pósturinn danski mega stofna saman dreifingarfyrirtæki sem dreifir Fréttablaðinu inn á öll heimili í landinu, samkvæmt úrskurði danska samkeppniseftirlitsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu. Dreifingarfyrirtækið mun heita Morgundreifing og mun ekki dreifa öðrum fríblöðum en Fréttablaðinu. Erlent 30.8.2006 12:51 Stjórnarhernum á Srí Lanka um að kenna Yfirmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka kennir stjórnarher landsins um morð á sautján alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum fyrr í mánuðinum. Erlent 30.8.2006 12:05 Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. Viðskipti erlent 30.8.2006 12:06 Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:40 « ‹ 286 287 288 289 290 291 292 293 294 … 334 ›
Söfnun fyrir Líbanon gekk vonum framar Söfnunarráðstefna fyrir Líbanon gekk það vel í Stokkhólmi í gær að fulltrúar 48 ríkja og fjölmargra hjálparstofnana ákváðu að endurtaka leikinn og safna fyrir uppbyggingu í Palestínu. Erlent 1.9.2006 08:30
Frestur Írana runninn út Frestur Írana til að hætta auðgun úrans rann út í gær en skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem birt var í gær segir að allt fram í síðustu viku hafi auðgun úrans haldið áfram. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans sagði Írana hins vegar myndu halda sínu striki eins og hann hefur margítrekað lýst yfir. Erlent 1.9.2006 08:28
Réðust inn í breska sendiráðið í Tel Aviv Ísraelskir lögregluþjónar réðust inn í breska sendiráðið í Tel Aviv í gærkvöldi og handtóku palestínskan mann sem hafði verið umkringdur í átta tíma. Erlent 1.9.2006 08:17
Súdönsk yfirvöld hafna ályktun Öryggisráðsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun um að friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna verði sent til Darfur-héraðs í Súdan. Súdönsk yfirvöld hafna hinsvegar ályktuninni. Erlent 31.8.2006 22:19
Ísraelar gagnrýndir fyrir klasasprengjur Ísraelar eru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa dreift verulegu magni af klasasprengjum í Suður-Líbanon rétt áður en löngu boðað vopnahlé tók gildi. Jónas Þorvaldsson, íslenskur sprengjusérfræðingur sem starfaði við að eyða þessum sprengjum í Írak lýsir þeim sem miklum skaðvaldi sem aðallega limlesti og drepi börn. Innlent 31.8.2006 19:25
Fellibylurinn Jón nálgast Mexikó Fellibylurinn Jón þokast nú norður með Kyrrahafsströnd Mexíkós og hefur íbúum við ströndina verið ráðlagt að búa sig undir óveðrið og jafnvel flytja sig upp til fjalla meðan fellibylurinn gengur hjá. Erlent 31.8.2006 17:21
Ópið og Madonna Munks fundin Norska lögreglan hefur fundið bæði málverkin eftir Edvard Munk, sem vopnaðir menn rændu af Munk listasafninu í Osló fyrir tveimur árum. Málverkin eru Ópið og Madonna. Ópið er metið á fimm milljarða króna, og Madonnan á einn milljarð. Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis, þar sem frekari upplýsingar verða veittar. Erlent 31.8.2006 15:47
Á móti fóstureyðingum Háttsettur kardináli í Kólombíu er sakaður um að hafa hótað læknum, sem framkvæmdu nýlega fyrstu löglegu fóstureyðinguna í landinu, að Vatíkanið myndi beita sér fyrir því að svipta þá starfsréttindum. Erlent 31.8.2006 15:16
Neysla jókst í Bandaríkjunum Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efnahagslífinu en óttast hafði verið. Verðbólga er hins vegar vandamál, að mati viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 31.8.2006 14:39
Fögnuðu eins árs afmæli risapöndu Afmælisgestir hvaðanæva að úr heiminum söfnuðust saman í Chengdu í Kína í dag. Afmælisbarnið er þó ekki nema eins árs. Erlent 31.8.2006 13:05
Funda vegna uppbyggingarstarfs í Líbanon Milljarða króna þarf til að koma Líbanon aftur á réttan kjöl. Hjálparstofnanir sem funda nú í Stokkhólmi ákalla þjóðir heims um að láta fé af hendi rakna til uppbyggingarstarfs í landinu. Erlent 31.8.2006 12:29
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina hins vegar í október. Viðskipti erlent 31.8.2006 12:31
Minni verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:45
Minnsti drengur í heimi? Lágvaxnasti drengur í Nepal bíður nú eftir að heyra frá yfirmönnum heimsmetabókar Guinness um það hvort þeir viðurkenna hann sem lágvaxnasta dreng í heimi. Erlent 31.8.2006 08:26
Olía hækkar í verði Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:33
Hægt að hlaða niður klassískum verkum á Google Bókaunnendur geta nú slegið upp bókum á bókaþjónustu Google, hlaðið þeim niður endurgjaldslaust og prentað út ef þeim hentar. Þetta á reyndar aðeins við um bækur sem ákvæði höfundarréttar ná ekki til, aðallega eftir eldri höfunda svo sem Dante og Esóp sem samdi dæmisögurnar Erlent 31.8.2006 08:24
Dregur úr styrk Ernestos Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk yfir Flórída í gær. Heldur hafði dregið úr honum í gærkvöld en vindhraðinn hafði þá farið úr 55 km á klukkustund í 24 kílómetra á klukkustund. Erlent 31.8.2006 08:16
Neitar að hafa hótað bannfæringu Kardináli í Kólumbíu neitaði í gær fréttum um að hann hefði hótað læknum bannfæringu kaþólsku kirkjunnar fyrir að eyða fóstri hjá ellefu ára stúlku sem hafði verið nauðgað af stjúpföður hennar. Erlent 31.8.2006 08:09
Ekki krafist dauðadóms vegna morðs á írökskum borgara Saksóknarar ætla ekki að krefjast dauðadóms yfir manni sem er meðal átta hermanna sem ákærðir eru fyrir morð og aðra glæpi meðan á herþjónustu þeirra stóð í Írak. Erlent 31.8.2006 08:07
30. ágúst helgaður minningu horfinna Chile-búa Forseti Chile, Michelle Bachelet, lýsti í gær yfir að 30. ágúst yrði framvegis helgaður minningu þeirra sem hurfu sporlaust á árunum 1973 til 1990, meðan herforingjastjórn Augustos Pinochet var við völd. Erlent 31.8.2006 08:01
Kínverskur blaðamaður fangelsaður fyrir njósnir Kínverskur dómstóll dæmdi blaðamann frá Hong Kong í fimm ára fangelsi fyrir njósnir. Ching Cheong hafði verið í haldi frá því í apríl á síðasta ári. Kínverskur fréttavefur segir að hann hafi játað á sig að hafa selt Taívönum leynilegar upplýsingar frá kínverska hernum en stuðningsmenn hans segja hann saklausan. Erlent 31.8.2006 07:55
Mexíkóar búa sig undir fellibyl Mikill viðbúnaður er á Kyrrahafsströnd Mexíkós vegna komu fellibyljarins Jóns. Hann hefur hingað til haldið sig úti á hafi og farið með fram ströndum landsins. Erlent 31.8.2006 07:50
Hugsanleg kúariða í Hong Kong Rúmlega tvítugur, breskur maður, sem er á ferðalagi um Hong Kong, liggur nú illa haldinn á sjúkrahúsi og leikur grunur á að hann þjáist af kúariðu. Erlent 30.8.2006 18:16
Segja stjórnarherinn hafa myrt hjálparstarfsmenn Yfirmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir að stjórnarher landsins hafi myrt sautján alþjóðlega hjálparstarfsmenn á Sri Lanka fyrr í mánuðinum. Erlent 30.8.2006 18:09
Kofi Annan á ferð um Mið-Austurlönd Ísraelar aflétta ekki flug- og hafnbanni á Líbanon fyrr en orðið hefur verið við öllum ákvæðum vopnahlésamkomulags öryggisráðsins og 15 þúsund manna friðargæslulið komið til landsins. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til fundar við forsætisráðherra Ísraels í gær. Erlent 30.8.2006 18:01
Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.8.2006 13:16
Danski pósturinn má dreifa Nyhedsavisen Danska Fréttablaðið og Pósturinn danski mega stofna saman dreifingarfyrirtæki sem dreifir Fréttablaðinu inn á öll heimili í landinu, samkvæmt úrskurði danska samkeppniseftirlitsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu. Dreifingarfyrirtækið mun heita Morgundreifing og mun ekki dreifa öðrum fríblöðum en Fréttablaðinu. Erlent 30.8.2006 12:51
Stjórnarhernum á Srí Lanka um að kenna Yfirmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka kennir stjórnarher landsins um morð á sautján alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum fyrr í mánuðinum. Erlent 30.8.2006 12:05
Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. Viðskipti erlent 30.8.2006 12:06
Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent