Erlent

Hugsanleg kúariða í Hong Kong

Rúmlega tvítugur, breskur maður, sem er á ferðalagi um Hong Kong, liggur nú illa haldinn á sjúkrahúsi og leikur grunur á að hann þjáist af kúariðu. Maðurinn leitaði til læknis í apríl og virtist hann þá nær vitstola. Fyrstu rannsóknarniðurstöður styðja reyndar ekki þá greiningu.

Frekari rannsóknir geta þó skorið úr um það endanlega en þær er ekki hægt að framkvæma nema sjúklingur sé látinn og þá við krufningu. Kúariða er hrörnunarsjúkdómur og kemur sjúkdómurinn upp í mönnum eftir neyslu kjöts úr sýktum dýrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×