Erlent

Hægt að hlaða niður klassískum verkum á Google

MYND/E.Ól
Bókaunnendur geta nú slegið upp bókum á bókaþjónustu Google, hlaðið þeim niður endurgjaldslaust og prentað út ef þeim hentar. Þetta á reyndar aðeins við um bækur sem ákvæði höfundarréttar ná ekki til, aðallega eftir eldri höfunda svo sem Dante og Esóp sem samdi dæmisögurnar. Þangað til í gær hafði bókaþjónusta Google einungis boðið upp á lestur bókanna á vefsíðu sinni. Þær bækur sem höfundarréttur hvílir á má bókaþjónustan ekki birta í heild sinni en hægt er að fletta upp á textabrotum úr þeim bókum á vefsíðu google.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×