Erlent

Kínverskur blaðamaður fangelsaður fyrir njósnir

Lögreglumaður stendur fyrir utan dómhús í Peking þar sem Ching Cheong var dæmdur fyrir njósnir.
Lögreglumaður stendur fyrir utan dómhús í Peking þar sem Ching Cheong var dæmdur fyrir njósnir. MYND/AP

Kínverskur dómstóll dæmdi blaðamann frá Hong Kong í fimm ára fangelsi fyrir njósnir. Ching Cheong hafði verið í haldi frá því í apríl á síðasta ári. Kínverskur fréttavefur segir að hann hafi játað á sig að hafa selt Taívönum leynilegar upplýsingar frá kínverska hernum en stuðningsmenn hans segja hann saklausan.

Kínverska ríkisstjórnin herti nýverið eftirlit með fjölmiðlum og hafa tugir blaðamanna verið handteknir í kjölfarið. Fyrir utan fangelsisdóminn var blaðamaðurinn sviptur borgaralegum réttindum sínum í ár og voru allar eigur hans gerðar upptækar, hámarks refsing við njósnum í Kína er dauðadómur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×