Erlent Komið í veg fyrir sprengjuárás í Jemen Yfirvöld í Jemen staðfestu í morgun að öryggisverðir hefði fellt fjóra menn sem ætluðu sér að gera árás á tvö borsvæði þar sem olía og gas eru unnin. Einn öryggisvörður féll í átökunum. Erlent 15.9.2006 08:58 Ford býður starfsmönnum lífeyri Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna. Viðskipti erlent 15.9.2006 09:32 Bush hótar að beita neitunarvaldi Nefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna hefur farið gegn vilja Bush Bandaríkjaforseta og styðurlöggjöf þar sem skilgreint er hvernig rétta beri yfir grunuðum hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaforseti hefur heitið því að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Bandaríkjaforseti styður annað frumvarp sem myndi leyfa það að réttað yrði fyrir herrétti yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu þar sem grunaðir hryðjuverkamenn eru í haldi. Forsetinn mætti sjálfur á fund nefndarinnar í gær til að leggja áherslu á mál sitt. Fjölmargir Repúblíkanar eru andvígir því frumvarpi og styður Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, þá í andstöðu sinni. Samkvæmt frumvarpi því sem forsetinn styður yrðu hertari yfirheyrsluaðferðir leyfðar, frekari njósnir einnig og rýmri heimildir til að halda grunuðum. Með þessu væri í raun verið að endurskilgreina það hvernig bandarísk stjórnvöld uppfylli ákvæði Genfar-sáttmálans um meðferð stríðsfanga. Þessu er Powell andvígur og segir þetta í raun stefna lífi bandarískra hermanna á erlendri grundu í hættu og renna stoðum undir málflutning þeirra sem gagnrýna framferði Bandaríkjamanna og siðferði þeirra. Meðal þeirra sem eru andvígir hugmyndum forsetans er John McCain, sem barðist við Bush um útnefningu Repúblíkana fyrir forsetakosningarnar árið 2000. Búist er við að McCain sækist aftur eftir útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár. Hálfur mánuður er þar til fulltrúadeild Bandaríkjaþings frestar fundum sínum vegna kosninga í nóvember. Miðla þarf málum fyrir þann tíma. Ef það tekst ekki verður alls óvíst með framtíð fanganna í Guantanamo-fangabúðunum og hvernig mál þeirra verða meðhöndluð. Erlent 15.9.2006 08:33 Drepinn út af MP3 spilara Pólskur unglingspiltur hefur játað að hafa stungið belgískan dreng til bana þegar hann rændi af honum MP3 spilara. Erlent 14.9.2006 20:07 Íbúar í Montreal slegnir Ein kona týndi lífi og 19 særðust, þar af sex lífshættulega, þegar hálf þrítugur maður hóf skothríð á nemendur í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Erlent 14.9.2006 18:22 Vaxtahækkun á evrusvæðinu Viðskipti erlent 14.9.2006 16:59 Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 14.9.2006 16:45 Senegalskir innflytjendur fluttir frá Spáni Spánverjar byrja í dag að flytja ólöglega innflytjendur frá Senegal til síns heima eftir að tafir urðu á flutningunum sem hefjast áttu í gær. Tvær vélar með um 100 Senegala hvor fljúga frá Kanaríeyjum í dag en þangað hafa um tólf þúsund senegalskir innflytjendur leitað í ár. Erlent 14.9.2006 13:50 Skotárás í Montreal í rannsókn Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Lögregla í Kanada rannsakar nú málið en ekki er vitað hvað olli því að ungi maðurinn greip til vopna gegn námsmönnum í skólanum. Erlent 14.9.2006 11:48 Þrír sagðir slasaðir eftir að þak flugstöðvar hrundi Þak á flugstöð á eyjunni Menorku við austurströnd Spánar hrundi í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af slysinu en minnst þrír munu hafa slasast svo vitað sé. Talsmaður slökkviliðs á svæðinu segir að enginn sé fastur undir brakinu, en fyrstu fréttir bentu til þess að tuttugu verkamenn sem unnu að endurbótum á þakinu hefðu orðið undir því. Erlent 14.9.2006 11:50 Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 14.9.2006 11:00 Þak á flugvelli á Menorca hrynur Þak á flugvelli í Menorca á Spáni. Óttst er að minnst tuttugu manns sitji fastir inni í byggingunni. Við flytjum nánari fréttir af þessu um leið og þær berast. Innlent 14.9.2006 10:58 Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 14.9.2006 10:18 IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Viðskipti erlent 14.9.2006 09:41 Sjö námamenn fastir í kolanámu í Kína Björgunarmenn í Norðaustur-Kína reyna nú hvað þeir geta til að bjarga sjö námamönnum sem sitja fastir í kolanámu. Vatn flæddi inn í námuna þar sem nítján námamenn voru að störfum. Erlent 14.9.2006 09:09 Umdeilt frumvarp varðandi hegðun ungmenna Innanríkisráðherra Frakklands, Nicholas Sarkozy, kynnti í gær umdeilt frumvarp á franska þinginu sem ætlað er að taka á óæskilegri hegðun ungmenna. Það sem harðast er deilt á er ákvæði sem heimilar bæjar- og borgarstjórum að svipta fjölskyldur vandræðaunglinga atvinnuleysis- og húsnæðisbótum ef þörf krefur. Erlent 14.9.2006 09:06 Kona lést í skotárásinni í Kanada Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust í skotárásinni í Montreal í Kanada í gær. Byssumaðurinn var felldur af lögreglu. Erlent 14.9.2006 08:29 Flestir leiðtogar í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak mistök Flestir leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum hafa verið mistök. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gær en hann er nýkominn úr ferð um Mið-Austurlönd. Erlent 14.9.2006 08:00 1000 pólskir hermenn til Afganistans Pólverjar ætla að senda eitt þúsund hermenn til viðbótar þeim hundrað sem þeir hafa þegar sent til Afganistan. Viðbótarliðið verður sent til landsins í febrúar á næsta ári. Erlent 14.9.2006 07:37 Lögregla segir að einn maður hafi verið að verki Á annan tug framhaldskólanema í Montreal í Kanada særðust þegar samnemandi þeirra hóf skothríð í skólanum á fimmta tímanum í dag. Byssumaðurinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 21:59 Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna. Innlent 13.9.2006 19:05 Fjórir létust í árás byssumanna Að minnsta kosti fjórir eru látnir og sextán særðir eftir skotárás tveggja byssumanna í framhaldsskóla í Montreal í Kanada. Lögreglan í Montreal segir að svo virðist sem annar byssumannanna hafi svipt sig lífi en hinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 18:41 Segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamil tígra á Íslandi Talsmaður ríkisstjórnarinnar á Srí Lanka segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamíl tígra á Íslandi. Stjórnin er hins vegar andvíg því að halda viðræðurnar í Osló í byrjun október. Erlent 13.9.2006 18:58 Framhaldsskóli rýmdur vegna skotárásar Byssumenn hóf skothríð í framhaldsskóla í Montreal á fimmta tímanum í dag. Lögreglan í Montreal segir óvíst hversu margir særðust í árásinni en fréttastofan Sky hefur eftir sjónvarvottum að fjórir að minnsta kosti hafi særst. Erlent 13.9.2006 17:55 Páfi heimsótti gröf foreldra sinna Benedikt páfi sextándi heimsótti í morgun gröf foreldra sinnna en hann er nú á ferð um Þýskaland, heimaland sitt. Í för með páfa í morgun var bróðir hans en gröfin stendur rétt fyrir utan Regensburg. Erlent 13.9.2006 17:20 Vilja ekki senda fleiri hermenn til Afganistan Þjóðir Atlantshafsbandalagsins eru ekki tilbúnar að senda fleiri hermenn til Afganistan. Yfirmenn öryggismála í Afganistan segja að þörf sé á tvö þúsund og fimm hundruð friðargæsluliðum til viðbótar til að geta tryggt öryggi borgara. Erlent 13.9.2006 17:14 Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. Viðskipti erlent 13.9.2006 16:54 Rekinn fyrir að týna skýrslu um Vollsmose-málið Starfsmaður leyniþjónustu dönsku lögreglunnar hefur verið rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði glutrað niður skýrslu um Vollsmose-málið, þar sem níu menn voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk í Danmörku. Erlent 13.9.2006 15:37 Segjast hafa fengið keðjur til að hætta að selja fisk Grænfriðungar segjast hafa fengið sænskar verslanakeðjur til þess að hætta að kaupa þorsk sem veiddur er í Eystrasalti. Þeir segjast munu, í þessari viku, senda dönskum kaupmönnum bréf, þar sem þeir eru hvattir til þess að gera slíkt hið sama. Erlent 13.9.2006 15:34 Árásarmenn reyndust Sýrlendingar Mennirnir fjórir sem réðust á bandaríska sendiráðið í Damaskus í Sýrlandi í gær voru allir Sýrlendingar. Þrír þeirra féllu í átökum við öryggisverði. Mennirnir ætluðu sér að aka bifreið hlaðinni sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið. Erlent 13.9.2006 12:40 « ‹ 276 277 278 279 280 281 282 283 284 … 334 ›
Komið í veg fyrir sprengjuárás í Jemen Yfirvöld í Jemen staðfestu í morgun að öryggisverðir hefði fellt fjóra menn sem ætluðu sér að gera árás á tvö borsvæði þar sem olía og gas eru unnin. Einn öryggisvörður féll í átökunum. Erlent 15.9.2006 08:58
Ford býður starfsmönnum lífeyri Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna. Viðskipti erlent 15.9.2006 09:32
Bush hótar að beita neitunarvaldi Nefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna hefur farið gegn vilja Bush Bandaríkjaforseta og styðurlöggjöf þar sem skilgreint er hvernig rétta beri yfir grunuðum hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaforseti hefur heitið því að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Bandaríkjaforseti styður annað frumvarp sem myndi leyfa það að réttað yrði fyrir herrétti yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu þar sem grunaðir hryðjuverkamenn eru í haldi. Forsetinn mætti sjálfur á fund nefndarinnar í gær til að leggja áherslu á mál sitt. Fjölmargir Repúblíkanar eru andvígir því frumvarpi og styður Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, þá í andstöðu sinni. Samkvæmt frumvarpi því sem forsetinn styður yrðu hertari yfirheyrsluaðferðir leyfðar, frekari njósnir einnig og rýmri heimildir til að halda grunuðum. Með þessu væri í raun verið að endurskilgreina það hvernig bandarísk stjórnvöld uppfylli ákvæði Genfar-sáttmálans um meðferð stríðsfanga. Þessu er Powell andvígur og segir þetta í raun stefna lífi bandarískra hermanna á erlendri grundu í hættu og renna stoðum undir málflutning þeirra sem gagnrýna framferði Bandaríkjamanna og siðferði þeirra. Meðal þeirra sem eru andvígir hugmyndum forsetans er John McCain, sem barðist við Bush um útnefningu Repúblíkana fyrir forsetakosningarnar árið 2000. Búist er við að McCain sækist aftur eftir útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár. Hálfur mánuður er þar til fulltrúadeild Bandaríkjaþings frestar fundum sínum vegna kosninga í nóvember. Miðla þarf málum fyrir þann tíma. Ef það tekst ekki verður alls óvíst með framtíð fanganna í Guantanamo-fangabúðunum og hvernig mál þeirra verða meðhöndluð. Erlent 15.9.2006 08:33
Drepinn út af MP3 spilara Pólskur unglingspiltur hefur játað að hafa stungið belgískan dreng til bana þegar hann rændi af honum MP3 spilara. Erlent 14.9.2006 20:07
Íbúar í Montreal slegnir Ein kona týndi lífi og 19 særðust, þar af sex lífshættulega, þegar hálf þrítugur maður hóf skothríð á nemendur í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Erlent 14.9.2006 18:22
Hagræðing í vændum hjá Ford Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 14.9.2006 16:45
Senegalskir innflytjendur fluttir frá Spáni Spánverjar byrja í dag að flytja ólöglega innflytjendur frá Senegal til síns heima eftir að tafir urðu á flutningunum sem hefjast áttu í gær. Tvær vélar með um 100 Senegala hvor fljúga frá Kanaríeyjum í dag en þangað hafa um tólf þúsund senegalskir innflytjendur leitað í ár. Erlent 14.9.2006 13:50
Skotárás í Montreal í rannsókn Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Lögregla í Kanada rannsakar nú málið en ekki er vitað hvað olli því að ungi maðurinn greip til vopna gegn námsmönnum í skólanum. Erlent 14.9.2006 11:48
Þrír sagðir slasaðir eftir að þak flugstöðvar hrundi Þak á flugstöð á eyjunni Menorku við austurströnd Spánar hrundi í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af slysinu en minnst þrír munu hafa slasast svo vitað sé. Talsmaður slökkviliðs á svæðinu segir að enginn sé fastur undir brakinu, en fyrstu fréttir bentu til þess að tuttugu verkamenn sem unnu að endurbótum á þakinu hefðu orðið undir því. Erlent 14.9.2006 11:50
Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 14.9.2006 11:00
Þak á flugvelli á Menorca hrynur Þak á flugvelli í Menorca á Spáni. Óttst er að minnst tuttugu manns sitji fastir inni í byggingunni. Við flytjum nánari fréttir af þessu um leið og þær berast. Innlent 14.9.2006 10:58
Hráolíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 14.9.2006 10:18
IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Viðskipti erlent 14.9.2006 09:41
Sjö námamenn fastir í kolanámu í Kína Björgunarmenn í Norðaustur-Kína reyna nú hvað þeir geta til að bjarga sjö námamönnum sem sitja fastir í kolanámu. Vatn flæddi inn í námuna þar sem nítján námamenn voru að störfum. Erlent 14.9.2006 09:09
Umdeilt frumvarp varðandi hegðun ungmenna Innanríkisráðherra Frakklands, Nicholas Sarkozy, kynnti í gær umdeilt frumvarp á franska þinginu sem ætlað er að taka á óæskilegri hegðun ungmenna. Það sem harðast er deilt á er ákvæði sem heimilar bæjar- og borgarstjórum að svipta fjölskyldur vandræðaunglinga atvinnuleysis- og húsnæðisbótum ef þörf krefur. Erlent 14.9.2006 09:06
Kona lést í skotárásinni í Kanada Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust í skotárásinni í Montreal í Kanada í gær. Byssumaðurinn var felldur af lögreglu. Erlent 14.9.2006 08:29
Flestir leiðtogar í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak mistök Flestir leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum hafa verið mistök. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gær en hann er nýkominn úr ferð um Mið-Austurlönd. Erlent 14.9.2006 08:00
1000 pólskir hermenn til Afganistans Pólverjar ætla að senda eitt þúsund hermenn til viðbótar þeim hundrað sem þeir hafa þegar sent til Afganistan. Viðbótarliðið verður sent til landsins í febrúar á næsta ári. Erlent 14.9.2006 07:37
Lögregla segir að einn maður hafi verið að verki Á annan tug framhaldskólanema í Montreal í Kanada særðust þegar samnemandi þeirra hóf skothríð í skólanum á fimmta tímanum í dag. Byssumaðurinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 21:59
Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna. Innlent 13.9.2006 19:05
Fjórir létust í árás byssumanna Að minnsta kosti fjórir eru látnir og sextán særðir eftir skotárás tveggja byssumanna í framhaldsskóla í Montreal í Kanada. Lögreglan í Montreal segir að svo virðist sem annar byssumannanna hafi svipt sig lífi en hinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 18:41
Segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamil tígra á Íslandi Talsmaður ríkisstjórnarinnar á Srí Lanka segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamíl tígra á Íslandi. Stjórnin er hins vegar andvíg því að halda viðræðurnar í Osló í byrjun október. Erlent 13.9.2006 18:58
Framhaldsskóli rýmdur vegna skotárásar Byssumenn hóf skothríð í framhaldsskóla í Montreal á fimmta tímanum í dag. Lögreglan í Montreal segir óvíst hversu margir særðust í árásinni en fréttastofan Sky hefur eftir sjónvarvottum að fjórir að minnsta kosti hafi særst. Erlent 13.9.2006 17:55
Páfi heimsótti gröf foreldra sinna Benedikt páfi sextándi heimsótti í morgun gröf foreldra sinnna en hann er nú á ferð um Þýskaland, heimaland sitt. Í för með páfa í morgun var bróðir hans en gröfin stendur rétt fyrir utan Regensburg. Erlent 13.9.2006 17:20
Vilja ekki senda fleiri hermenn til Afganistan Þjóðir Atlantshafsbandalagsins eru ekki tilbúnar að senda fleiri hermenn til Afganistan. Yfirmenn öryggismála í Afganistan segja að þörf sé á tvö þúsund og fimm hundruð friðargæsluliðum til viðbótar til að geta tryggt öryggi borgara. Erlent 13.9.2006 17:14
Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. Viðskipti erlent 13.9.2006 16:54
Rekinn fyrir að týna skýrslu um Vollsmose-málið Starfsmaður leyniþjónustu dönsku lögreglunnar hefur verið rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði glutrað niður skýrslu um Vollsmose-málið, þar sem níu menn voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk í Danmörku. Erlent 13.9.2006 15:37
Segjast hafa fengið keðjur til að hætta að selja fisk Grænfriðungar segjast hafa fengið sænskar verslanakeðjur til þess að hætta að kaupa þorsk sem veiddur er í Eystrasalti. Þeir segjast munu, í þessari viku, senda dönskum kaupmönnum bréf, þar sem þeir eru hvattir til þess að gera slíkt hið sama. Erlent 13.9.2006 15:34
Árásarmenn reyndust Sýrlendingar Mennirnir fjórir sem réðust á bandaríska sendiráðið í Damaskus í Sýrlandi í gær voru allir Sýrlendingar. Þrír þeirra féllu í átökum við öryggisverði. Mennirnir ætluðu sér að aka bifreið hlaðinni sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið. Erlent 13.9.2006 12:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent