Erlent

1000 pólskir hermenn til Afganistans

Pólverjar ætla að senda eitt þúsund hermenn til viðbótar þeim hundrað sem þeir hafa þegar sent til Afganistan. Viðbótarliðið verður sent til landsins í febrúar á næsta ári.

Stjórnendur fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan segja þörf á allt að tvö þúsund og fimm hundruð hermönnum til viðbótar í suðurhluta landsins til að berjast gegn talíbönum. Atlantshafsbandalagið stýrir herliðinu og hefur verið óskað eftir því að aðildarlönd bandalagsins sendi fleiri hermenn. Það var til umræðu á fundi í Brussel í Belgíu í gær en engin niðurstaða fékkst þá.

Ætla má að ekkert verði ákveðið um frekara viðbótarlið fyrr en á fundi utanríkisráðherra NATO landa síðar í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×