Erlent

Vilja ekki senda fleiri hermenn til Afganistan

Herlið NATO í Afganistan
Herlið NATO í Afganistan MYND/AP

Þjóðir Atlantshafsbandalagsins eru ekki tilbúnar að senda fleiri hermenn til Afganistan. Yfirmenn öryggismála í Afganistan segja að þörf sé á tvö þúsund og fimm hundruð friðargæsluliðum til viðbótar til að geta tryggt öryggi borgara.

Beiðnin var rædd á fundi fulltrúa NATO ríkja í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði áður við því að ef ekkert verði að gert þá gæti brátt upplausn ríkt í landinu. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×