Erlent

Sjö námamenn fastir í kolanámu í Kína

Björgunarmenn í Norðaustur-Kína reyna nú hvað þeir geta til að bjarga sjö námamönnum sem sitja fastir í kolanámu. Vatn flæddi inn í námuna þar sem nítján námamenn voru að störfum.

Fjórir komust út fyrir eigin rammleik og átta var bjargað skömmu síðar. Vonir eru bundnar við að hinum sjö verði bjargað fljótlega þar sem heyra má neyðaróp þeirra í námunni og því ljóst að björgunarmenn nálgast þá. Hvergi er hættulegra að vinan í kolanámum en í Kína.

Mörg þúsund námamenn deyja þar á ári hverju og eldar kvikna nær daglega í námum þar sem öryggisbúnaður er óviðunandi og öryggisreglum sjaldnast fylgt. Tæplega þrjú þúsund námamenn í Kína týndu lífi á fyrstu átta mánuðum þessa árs í rúmlega átján hundruð slysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×