Erlent

Lögregla segir að einn maður hafi verið að verki

Mikil hræðsla greip um sig meðal nemanna sem flúðu eins og fætur toguðu.
Mikil hræðsla greip um sig meðal nemanna sem flúðu eins og fætur toguðu. Mynd/AP

Á annan tug framhaldskólanema í Montreal í Kanada særðust þegar samnemandi þeirra hóf skothríð í skólanum á fimmta tímanum í dag. Byssumaðurinn var felldur af lögreglunni.

Skotárásin varð um klukkan fimm í dag að íslenskum tíma í Dawson framhaldskólanum í Montreal.

Skelfingarástand myndaðist við skólann þegar nemendur flúðu í unnvörpum þegar byssumaðurinn hóf árás sína. Sjónarvottar segja að tuttugu skotum að minnsta kosti hafi verið skotið. Byssumaðurinn hafi byrjað skotárás sína fyrir utan skólann og haldið svo inn um aðaldyrnar. Andlit hans hafi verið sem steinrunnið og hann hafi ekki sagt orð þegar hann gekk inn í skólann.

Fregnir fyrr í dag hermdu að byssumennirnir hefðu verið tveir en lögreglan hefur nú sagt að aðeins hafi verið um einn mann að ræða. Lögreglan hefur staðfest að hún hafi skotið manninn til bana. Lögreglan segir að um tuttugu manns hafi særst í árásinni. CNN fréttavefurinn sagði fyrr í kvöld að fjórir hefðu látist en lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta það. Stjórnendur á ríkisspítalanum í Montreal segja að komið hafi verið með þrettán særða nemendur þangað en sex þeirra séu alvarlega særðir.

Felstir nemendur voru inni í kennslustofum þegar skothríðin hófst svo fáir voru á göngum skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×