Erlent

Flestir leiðtogar í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak mistök

ÚR MYNDASAFNI Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er nýkominn úr ferð um Mið-Austurlönd.
ÚR MYNDASAFNI Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er nýkominn úr ferð um Mið-Austurlönd. MYND/AP

Flestir leiðtogar ríkja í Mið-Austurlöndum telja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum hafa verið mistök. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gær en hann er nýkominn úr ferð um Mið-Austurlönd.

Á ferð sinni fundaði hann með fjölmörgum þjóðarleiðtogum. Hann sagði marga þeirra á því að Bandaríkjamenn geti ekki farið frá Írak fyrr en þeir hafi tryggt ástandið í landinu. Aðrir væru hins vegar þeirra skoðunar að Bandaríkjamenn ættu að fara frá Írak hið fyrsta og bauðst Ahmadinejad, Íransforseti, til að hjálpa þeim við brottflutning hermanna.

Bandarísk stjórnvöld eru ekki sammála þessu og sagði Tony Snow, talsmaður Bush Bandaríkjaforseta, að lýðræði væri að ná fótfestu í Írak og Afganistan þó vissulega hefði verið órói í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×