Erlent

Fréttamynd

23 létust í lestarslysi

Nú er vitað að 23 týndu lífi í lestarslysi í Þýskalandi í gær. Lest, sem knúin er með segulafli, fór þá af sporinu þegar hún skall á viðgerðarvagni. Áætlað er að á fjórða tug farþega hafi verið um borð í lestinni en engan farþegalista er að finna þar sem um tilraunaferð var að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Taugaveiki sögð hafa dregið bin Laden til dauða

Franskt blað fullyrðir í dag að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Hann hafi dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Ekki hefur verið hægt að staðfesta fréttir blaðsins.

Erlent
Fréttamynd

Einungis milljarðamæringar á Forbes listanum

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur nú byrt árlegan lista sinn í 400 ríkustu menn og konur Bandaríkjanna og að þessu sinni eru einvörðungu milljarðamæringar á listanum. Höfundur listans segir þetta í fyrsta sinn sem auður hvers og eins á listanum er að lágmarki einn milljarður bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Fóstur skorið úr kvið látinnar konu

Lögregla í Saint Louis í Bandaríkjunum leitar nú þriggja barna sem hafa verið týnd síðan á mánudaginn. Þau eru eins, tveggja og sjö ára. Móðir þeirra fannst myrt í gær og hafði fóstur verið skorið úr kvið hennar. Lögregla telur sig hafa fundið fóstrið en það hefur ekki verið staðfest. 26 ára kona, sem sást í fylgd barnanna skömmu áður en þau hurfu, er nú í haldi lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð sprengjuárás við upphaf föstumánaðar

Írakar í Bagdad flykktust í verslanir og á götumarkaði í borginni í morgun til að kaupa inn fyrir Ramadan föstumánuðinn. Súnníar byrjuðu að fasta í dag en sjíar byrja á morgun eða á mánudaginn. Þrátt fyrir að þessi heilagi tími sé að hefjast var mannskæð sprengjuárás gerð í Sadr-hverfi sjía í Bagdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Bin Laden sagður hafa látist úr taugaveiki

Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann.

Erlent
Fréttamynd

23 létust í lestarslysi

23 týndu lífi og 10 slösuðust þegar hraðlest, sem knúin er áfram af segulafli, fór af sporinu í norð-vestur Þýskalandi í gær. Lestin skall á faratæki viðgerðarmanna á upphækkaðri tilraunabraut og fór útaf sporinu.

Erlent
Fréttamynd

Bin Laden sagður látinn

Franska dagblaðið L´Est Republicain greinir frá því í morgun að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé látinn. Þetta er haft upp úr leyniþjónustuskýrslu sem mun hafa verið lekið í blaðið. Fulltrúi franska varnarmálaráðuneytisins segist ekki geta staðfest að þetta komi fram í skýrslunni.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin hótuðu árás

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hitti George W. Bush að máli í gær í Hvíta húsinu. Heimsóknin komst í hámæli vegna ummæla sem Musharraf lét falla í viðtali í þættinum 60 Minutes á CBS fyrir fundinn; að Bandaríkjamenn hefðu hótað að „sprengja Pakistan aftur á steinöld“ ef ríkið fylkti ekki liði í „stríðinu gegn hryðjuverkum“.

Erlent
Fréttamynd

Heimild til að túlka Genfarsáttmálann

George W. Bush Bandaríkjaforseti náði í gær samkomulagi við hóp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um frumvarp að lögum um sérstaka herdómstóla, sem eiga að fjalla um mál fanga bandaríska hersins við Guantanamo á Kúbu.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir grunaðir um hryðjuverk

Fjórir eru grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna og Ísraels í Ósló. Danir segja meiri hættu stafa af litlum hryðjuverkahópum en þekktari samtökum á borð við Al Kaída.

Erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur prins í herinn

Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls Bretaprins, mun gegna herþjónustu í Blues and Royals-riddaraliðssveitinni, eins og yngri bróðir hans, Harry. Vilhjálmur mun þó væntanlega ekki fylgja félögum sínum í hersveitinni til Afganistans, skyldi hún verða send þangað, þar sem hann er annar í erfðaröðinni að krúnunni og því viðbúið að reynt verði að halda honum utan fremstu víglínu. Harry hefur hins vegar svarið að fylgja sveitinni í hvert það verkefni sem henni kann að verða falið á meðan hann þjónar í henni.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogarnir deila um Ísrael

Þúsundir stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar, þeirra á meðal hundruð vopnaðra manna, gengu í mótmælagöngu gegn Hamas-samtökunum í Gaza-borg í gær. Andófið kemur í kjölfarið á bakslagi sem varð á stjórnarmyndunarþreifingum Hamas og Fatah, eftir að Mahmoud Abbas, æðsti yfirmaður Fatah og forseti Palestínu, lýsti því yfir á fundi allsherjarþings SÞ að væntanleg stjórn Palestínu myndi viðurkenna Ísrael sem ríki meðal ríkja.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur færri og rólegri

Þúsundir Ungverja söfnuðust saman til að mótmæla lygahneykslinu í Búdapest í gærkvöldi, fimmta kvöldið í röð. Hópurinn var heldur fámennari og rólegri en kvöldið áður. Talsmenn stærsta stjórnarandstöðuflokksins greindu frá því á fimmtudag að ákveðið hefði verið að fresta fjöldafundi um helgina, vegna sprengjuhótana.

Erlent
Fréttamynd

Segulhraðlest ók á lestarvagn

Á þriðja tug fórust þegar tilraunahraðlest ók á um það bil 200 kílómetra hraða beint á kyrrstæðan viðgerðarvagn í Þýskalandi í gærmorgun, skammt frá landamærum Hollands.

Erlent
Fréttamynd

Allt gengur sinn vanagang í Tælandi

Valdaránið í Taílandi virðist varla hafa haft nokkur áhrif á daglegt líf í landinu. Allar stofnanir eru opnar og skriðdrekarnir á götum Bangkok virðast fremur draga ferðamenn að en hrekja þá frá.

Erlent
Fréttamynd

Hörð átök vegna aftaka á Indónesíu

Til harðra átaka kom á Austur-Indónesíu í morgun þegar hópur kristinna manna frelsaði mörg hundruð fanga úr fangelsum á svæðinu, lagði elda að bílum og rændi verslanir í eigu múslima.

Erlent
Fréttamynd

Kemur í fyrsta sinn fram opinberlega eftir átök

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-skæruliða, kom fram opinberlega í dag í fyrsta sinn síðan til átaka kom milli Ísraela og skæruliðahópsins í sumar. Nasrallah tekur þátt í miklum útifundi í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag.

Erlent
Fréttamynd

Býður sendiherra á sinn fund

Páfi ætlar að gera tilraun til að ná sátt við múslima og hefur boðið sendiherra þeirra í heimsókn til sín til að ræða málin.

Erlent
Fréttamynd

Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush

Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum.

Erlent
Fréttamynd

Öflug sprenging við bakarí í Suður-Þýskalandi

Að minnsta kosti einn er látinn eftir gassprengingu á bak við bakarí í þorpinu Lehrberg í Suður-Þýskalandi í morgun. Svo öflug var sprengingin að bakaríð jafnaðist við jörðu og er óttast að allt að tólf manns kunni að vera grafnir undir rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Olía hækkaði í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði annan daginn í röð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Verð á Norðursjávarolíu fór niður í 60,31 bandaríkjadali á markaði í Lundúnum í Bretlandi á miðvikudag en verðið hefur ekki verið lægra síðan í byrjun mars. Sérfræðingar telja lækkanaferlinu lokið í bili.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bill Gates ríkasti maður Bandaríkjanna

Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Benedikt páfi leitar sátta

Bendedikt páfi sextándi hefur boðið sendiherra múslimaríkja á fund sinn á mánudaginn í Vatíkaninu. Auk þess hefur hann boðið trúarleiðtogum múslima á Ítalíu á fundinn. Með fundinum ætlar páfi að freista þess að ná sátt við múslima en þeir eru honum margir æfareiðir vegna ummæla hans um Múhameð spámann.

Erlent
Fréttamynd

Ný aðildarríki ekki í Schengen

Tafir verða á þátttöku nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins í Schengen-vegabréfaeftirlitinu. Á fundi innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB var tilkynnt um tafir á uppsetningu nýs gagnagrunns eftirlitsins.

Erlent
Fréttamynd

Skáldkona sýknuð

Tyrkneskur rithöfundur þótti ekki hafa móðgað Tyrkland með því að láta armenska persónu í skáldsögu sinni tala um tyrknesku slátrarana. Úrskurðurinn vakti úlfúð mótmælenda.

Erlent
Fréttamynd

Sátt um hryðjuverkafrumvarp Bush

Náðst hefur sátt um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta og nokkrurra flokksbræðra hans sem settu sig upp á móti frumvarpinu. Frumvarpið lýtur að því hversu langt CIA, bandaríska leyniþjónustan, má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig rétta eigi yfir þeim. Bush fagnaði samkomulaginu og sagði það eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.

Erlent
Fréttamynd

Herstjórnin herðir tökin

Leiðtogar stjórnarbyltingarinnar í Taílandi hafa lagt strangar hömlur á alla stjórnmálastarfsemi í landinu. Þeir hafa tekið sér löggjafarvald, bannað starfsemi stjórnmálaflokka og fjórir af nánustu samstarfsmönnum Thaksins Shinawatras hafa verið hnepptir í varðhald.

Erlent