Erlent

Mótmælin fóru friðsamlega fram í nótt

Ungverjaland
Ungverjaland MYND/AP

Um tíu þúsund manns söfnuðust saman fimmta kvöldið í röð við þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Ólíkt fyrri kvöldum voru mótmælin með öllu friðsamleg. Mótmælendur hafa krafist þess síðustu daga að forsætisráðherra landins segi af sér eftir að hann varð uppvís um lygar um efnahagsástandið í landinu.

Yfir tvö hundruð manns hafa verið handteknir í vikunni eftir að mótmælin hófust og eru um sextíu manns enn í haldi lögreglunnar. Mótmæli hafa farið fram víðar en í höfuðborginni. Dómsmálaráðherra landins lýsti því yfir í gær að yfirvöld væru að íhuga að setja á útgöngubann til að draga úr óeirðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×