Erlent

Öflug sprenging við bakarí í Suður-Þýskalandi

Að minnsta kosti einn er látinn eftir gassprengingu á bak við bakarí í þorpinu Lehrberg í Suður-Þýskalandi í morgun. Svo öflug var sprengingin að bakaríð jafnaðist við jörðu og er óttast að allt að tólf manns kunni að vera grafnir undir rústunum. Níuhafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að hafa slasast í sprengingunni, þar af tveir alvarlega, en eldur læsti sig í nærliggjandi hús. Sprengingin varð um það leyti sem neyðarlið kom á vettvang vegna leka í gastanki fyrir aftan bakaríið og er er einn neyðarliði meðal hinna slösuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×