Erlent

Sátt um hryðjuverkafrumvarp Bush

Náðst hefur sátt um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta og nokkrurra flokksbræðra hans sem settu sig upp á móti frumvarpinu. Frumvarpið lýtur að því hversu langt CIA, bandaríska leyniþjónustan, má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig rétta eigi yfir þeim. Bush fagnaði samkomulaginu og sagði það eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×