Erlent

Fréttamynd

Dregur úr hagvexti á Indlandi

Hagvöxtur hefur dregist saman á Indlandi, einu af þeim nýmarkaðslöndum þar sem vöxturinn hefur verið hvað mestur fram til þessa. Vöxturinn hefur ekki verið minni í þrjú ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rússar neita að þeir ætli að nota olíu sem vopn

Forstöðumenn LUKOIL næst stærsta olíufélags Rússland neita því að ríkisstjórnin hafi skipað því að búa sig undir að draga úr olíusendingum til Vestur-Evrópu vegna hótana um refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Men hej med dig bedstefar

Danir eru nýtin þjóð. Þar í landi er þrjátíu og ein líkbrennsla. Og nú ætla menn að tengja þær við fjarvarmaveitu til danskra heimila til þess að nýta hitann frá líkbrennslunum.

Erlent
Fréttamynd

Niður með froskinn

Benedikt sextándi páfi hefur skrifað yfirvöldum í borginni Bolzano vegna höggmyndar af krossfestum froski. Bolzano er í Suður-Týrol sem er þýskumælandi sjálfstjórnarhérað á Norður-Ítalíu.

Erlent
Fréttamynd

Fasteignaverð fellur í Bretlandi

Fasteignaverð í Bretlandi hefur fallið að meðaltali um 10,5 prósent frá áramótum. Verðlækkun sem þessi hefur ekki sést í ríki Elísabetar Englandsdrottningar í átján ár, samkvæmt úttekt breska fasteignalánaveitandans Nationwide.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ESB íhugar refsiaðgerðir gegn Rússum

Leiðtogar Evrópusambandsins eru að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússlandi, að sögn Bernards Kouchners, utanríkisráðherra Frakklands. Leiðtogarnir koma saman á mánudag til þess að ræða ástandið í Georgíu.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsk Madeleine McCann?

Fjörutíu og fimm ára gamall ísraelskur afi er grunaður um að hafa myrt fjögurra ára barnabarn sitt og eignast tvö önnur börn með móðurinni, fyrrverandi tengdadóttur sinni.

Erlent
Fréttamynd

Fréttamenn sektaðir fyrir vopnakaup

Þrír fréttamenn við dönsku stjónvarpsstöðina TV2 hafa verið sektaðir um 150 þúsund íslenskar krónur fyrir vopnakaup vegna fréttar sem þeir voru að vinna að.

Erlent
Fréttamynd

Sorry Stína

Yfirmaður Ca' Rezzonico safnsins í Feneyjum hefur beðið múslimska konu afsökunar á því að henni var vísað frá safninu vegna þess að hún var með höfuðfat sem huldi allt nema augu hennar.

Erlent
Fréttamynd

Gústaf veldur olíuverðshækkun

Fellibylnum Gústaf er um að kenna að heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað um rúma 2,6 dali á tunnu í dag og fór í rúma 117 dali á tunnu. Fellibylurinn olli talsverðum usla á Haítí í gær en reiknað er með að hann komi sterkur inn á Mexíkóflóa síðar í vikunni og nemi land í Bandaríkjunum á mánudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrengir að breskum byggingafyrirtækjum

Breska byggingafyrirtækið Taylor Wimpey tapaði 1,54 milljörðum punda, jafnvirði rúmra 235 milljarða íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Fall á fasteigna- og lóðamarkaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Spáni skýrir tapreksturinn. Sé fasteignaverðmætið undanskilið afkomutölunum nam hagnaður fyrirtækisins 4,3 milljónum punda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fasteignamarkaðurinn hrynur í Noregi

Fasteignir hafa hrunið í verði og íbúðir seljast ekki á Norðurlöndunum frekar en annarsstaðar. Jafnvel olíufurstarnir í Noregi hafa þurft að takast á við það.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum

Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar sökum veðurfars

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp um rúma tvo dali á tunnu í dag eftir að veðurfræðingar sögðu hætt við því að fellibylurinn Gústaf geti farið inn í Mexíkóflóa. Fimmtungur af olíuframleiðslu Bandaríkjamanna er við flóann og getur skerðing á vinnslunni af völdum veðurfars sett stórt skarð í heildarframleiðslu landsins, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Virgin Atlantic flýgur inn úr góðu ári

Rekstrarhagnaður breska millilandaflugfélagsins Virgin Atlantic nam 34,8 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn litlum sex milljónum punda í hitteðfyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tík tók að sér útburðarbarn

Nýfætt stúlkubarn sem fjórtán ára gömul móðir bar út í Argentínu fannst heilt á húfi í hundakofa á bóndabæ í grennd við borgina La Plata.

Erlent
Fréttamynd

Kanadamenn moka upp olíu í Alberta

Nokkur stærstu olíufélög í heiminum eru að vinna olíu úr olíuríkum sandi í Alberta fylki í Kanada. Þar er meiri olía í jörðu en finnst í Venesúela, Rússlandi og Íran.

Erlent
Fréttamynd

Rifrildi í stjórnklefum SAS flugvéla

Samkomulag eldri og yngri flugmanna hjá SAS er svo slæmt að það kemur niður á flugöryggi, samkvæmt leynilegri skýrslu sem norska blaðið Dagsavisen hefur komist yfir.

Erlent
Fréttamynd

Óttast frekari afskriftir fjármálafyrirtækja

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Bloomberg-fréttaveitan segir fjárfesta óttast að fjármálakreppan sé dýpri en áður var talið. Muni afskriftir fjármálafyrirtækja halda áfram og muni nú koma harðar niður á gengi annarra fyrirtækja utan fjármálageirans en áður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Seðlabankinn kaupir Hróarskeldubanka

Danski seðlabankinn mun leiða hóp annarra danskra fjármálafyrirtækja í kaupum á Roskilde Bank. Ástæðan er sú að annar kaupandi fannst ekki að bankanum, sem hefur rambað á barmi gjaldþrots eftir gengisfall á hlutabréfamörkuðum og mikilla afskrifta á fasteignalánum.

Viðskipti erlent