Erlent

Rifrildi í stjórnklefum SAS flugvéla

Óli Tynes skrifar
*XZY#Y*X<Z*Y*.....
*XZY#Y*X<Z*Y*.....

Samkomulag eldri og yngri flugmanna hjá SAS er svo slæmt að það kemur niður á flugöryggi, samkvæmt leynilegri skýrslu sem norska blaðið Dagsavisen hefur komist yfir.

Skýrslan var unnin af norska Loftferðaeftirlitinu. Þar segir meðal annars að rifrildi og árásir á báða bóga valdi andfélagslegu andrúmslofti í stjórnklefanum sem sé ekki flugöryggi til framdráttar.

Skýrslan er dagsett þrettánda mars síðastliðinn, en síðan þá hefur verið gerð könnum sem leiddi í ljós að einn af hverjum fimm flugmönnum finnst hann hafa orðið fyrir áreiti.

Forstjóri SAS í Noregi vísar því hinsvegar á bug að ósætti flugmanna dragi úr öryggi. Hann segir að félagið hafi farið yfir málið með Loftferðaeftirlitinu og að það sé sátt við ástandið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×