Erlent

Sorry Stína

Óli Tynes skrifar

Yfirmaður Ca' Rezzonico safnsins í Feneyjum hefur beðið múslimska konu afsökunar á því að henni var vísað frá safninu vegna þess að hún var með höfuðfat sem huldi allt nema augu hennar.

Í hryðjuverkalögum á Ítalíu er bannað að vera með slík höfuðföt, en þeim er sjaldan framfylgt þegar múslimar eiga í hlut.

Yfirmaður safnsins sagði að vörðurinn sem stöðvaði konuna muni fá tiltal og jafnvel vera rekinn.

Ekki eru allir sáttir við það og segja að ekki sé hægt að refsa verðinum fyrir að sinna skyldu sinni og tryggja að landslögum væri fylgt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×