Erlent

Rússar neita að þeir ætli að nota olíu sem vopn

Óli Tynes skrifar
Um þriðjungur af olíu Vestur-Evrópu kemur frá Rússlandi.
Um þriðjungur af olíu Vestur-Evrópu kemur frá Rússlandi.

Forstöðumenn LUKOIL næst stærsta olíufélags Rússland neita því að ríkisstjórnin hafi skipað því að búa sig undir að draga úr olíusendingum til Vestur-Evrópu vegna hótana um refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandsins.

Stjórn sambandsins kemur saman til fundar á mánudag til þess að ræða málefni Georgíu og hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Rússum.

Breska blaðið Daily Telegraph sagði í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu sent að minnsta kosti einu olíufélagi skipanir um að ddraga úr olíusendingum og að líklega væri það LUKOIL.

Talsmaður fyrirtækisins sagði í símtali við Reuters fréttastofuna að sendingar þeirra væru með eðlilegum hætti og þeir hefðu engin fyrirmæli fengið frá ríkisstjórninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×