Viðskipti Krónan hækkað um 2,76% Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,76% í dag og hefur sjaldan eða aldrei hækkað meira á einum degi. Bandaríkjadollar hélt áfram að lækka og er nú kominn niður í 62 krónur og 50 aura. Miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði í dag og var gjaldeyrisveltan á millibankamarkaði 17,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Með seðlaprentsmiðju í kjallaranum Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Stýrivextir Seðlabankans hækka um 1% Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. Seðlabankinn telur að grípa þurfi hratt til aðgerða því þensla er meiri en talið var áður. Hagvöxtur á næsta ári verður 6,1 prósent samkvæmt spá bankans. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum Landsbankinn gerir ráð fyrir að lánaveisla bankanna leiði til þess að einkaneysla hækki um 0,5-1 prósent næstu tvö ár og að veislan endi með verðbólguskoti allt að sex prósentum um áramótin 2006-2007. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Selja aðgang að sjúkrasögum Bandaríska líftæknifyrirtækið ACLARA mun borga Urði, Verðandi, Skuld fyrir að nota blóð og æxlissýni úr íslenska krabbameinsverkefninu. Einnig mun ACLARA fá aðgang að sjúkrasögum krabbameinssjúklinga. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Býður margfaldan hraða Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Innlent 13.10.2005 15:05 Bankarnir neita samráði Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Neitar meintu samráði Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja vísar því á bug að viðskiptabankarnir hafi skipulagt samráð um hámark íbúðalána. Hann segir óeðlilegt að líkja starfi innan samtakanna við ólöglegt samráð olíufélaganna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Bankarnir spá hækkandi verðbólgu Bæði KB banki og Íslandsbanki hafa hækkað verðbólguspár sínar fyrir desember. Íslandsbanki spáir að hún hækki um 0,2%, meðal annars vegna hækkunar á áfengisskatti, og KB banki spáir að hún hækki um 0,3% vegna áfengisskattsins og óvæntrar hækkunar á bensíni hér á landi. Tólf mánaða verðbólguspá KB banka er nú komin upp í 3,7% en var 3,5%. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Samið um verð á Big Food Group Samstaða hefur náðst milli Baugs og stjórnar Big Food Group um verð fyrir breska fyrirtækið. Baugur náði að lækka verðið umtalsvert. Helstu hindrunum sem stóðu í vegi kaupa Baugs hefur með samkomulaginu verið rutt úr vegi. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Nýtt boð styrkir stöðu Íslandsbank Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Kaupin á Kredittbanken samþykkt Norska fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Íslandsbanka á norska bankanum Kredittbanken og á Íslandsbanki nú tæplega hundrað prósent í honum. Kredittbanken er ekki stór banki í Noregi en eins og fram er komið er Íslandsbanki líka að reyna að eignast BN bankann í Noregi sem er fjórði stærsti viðskiptabanki þar í landi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Jón stjórnarformaður Magasin du N. Jón Ásgeir Jóhannesson verður nýr formaður stjórnar dönsku verslunarkeðjunnar Magasin du Nord. Tillaga um nýja stjórn fyrirtækisins var kynnt í dönskum fjölmiðlum í morgun. Samkvæmt henni taka fimm Íslendingar sæti í stjórn þessarar rótgrónu 136 ára gömlu dönsku verslunarkeðju. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Tilboði Baugs verði tekið Stjórn bresku verslunarkeðjunnar Big Food Group ætlar að leggja til að tilboði Baugs í keðjuna verði tekið, jafnvel þótt það hafi verið lækkað umtalsvert frá upphaflega tilboðinu. Baugur bauð upphaflega 110 pens á hlut en eftir að hafa skoðað bókhald keðjunnar nánar var tilboðið lækkað niður í 95 pens á hlut. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Verðhugmyndir upp á 40 milljarða Baugur komst skrefinu nær því að eignast breska stórfyrirtækið Big Food Group í dag. Stjórn fyrirtækisins lýsti því yfir opinberlega að kæmi tilboð upp á 95 pens á hlut yrði mælt með því og er Baugi gefinn frestur til 17. desember til að gera formlegt tilboð. Verðhugmyndirnar eru sem sagt rúmlega 40 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Ríkið eignast Landsvirkjun Ríkið eignast hlut Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun á næsta ári gangi áætlanir sérstakrar eigendanefndar eftir. Hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er að minnsta kosti þrjátíu milljarða króna virði. Samkvæmt heimildum fréttastofu gera áætlanir ráð fyrir því að Landsvirkjun verði að fullu komin í eigu ríkisins um þarnæstu áramót. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 Bankarnir höfðu samráð Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05 VÍS kaupir Vörð Vátryggingafélag Íslands hefur keypt Vörð Vátryggingafélag hf. og tekur við rekstri þess í dag. Kaupsamningar voru undirritaðir í gær og er kaupverðið trúnaðarmál. Seljandi Varðar er Hringur hf. en aðaleigandi þess félags er Baugur Group. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Eignast meirihluta í BN-bankanum Íslandsbanki hefur hækkað tilboð sitt í BN-bankann í Noregi og virðist hafa tryggt sér meirihluta hlutafjár, samkvæmt tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér í morgun. Þar segir að bankinn hafi nú þegar tryggt sér 46% hlutafjár og að hluthafar, sem ráði yfir 14% til viðbótar, ætli að samþykkja tilboð Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04 Samstarf vegna ljósleiðaravæðingar Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir samning um samstarf vegna ljósleiðaravæðingar heimila og fyrirtækja í landinu. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að samningurinn feli í sér að Og Vodafone kaupi 67,76% hlut Orkuveitunnar í Línu.Neti en á sama tíma kaupir Orkuveitan ljósleiðaralagnir Og Vodafone. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04 Fastir vextir LSR-lána lækka Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafa lækkað fasta vexti LSR-lána í 4,15%, frá og með deginum í dag. Eftir sem áður er ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt, ekki er krafist uppgreiðslugjalds þó lán sé greitt upp að hluta eða öllu leyti fyrir umsamda gjalddaga og vaxtakjör lánanna eru ótengd öðrum viðskiptum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04 Latibær greiði í hlutabréfum Latibær ehf. var í dag dæmdur til að greiða Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Sjóðurinn byggði kröfu sína á 20 milljóna króna láni til Latabæjarverkefnisins en í lánssamningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu lánsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04 Verðbólgan enn yfir markmiði SÍ Verðbólga er nú meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum og hefur frá því í maí verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, að því er fram kemur í markaðsyfirliti greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan mælist nú 3,8% samanborið við 2,5% á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04 Lánin verða að hækka Fasteignasalar búast við að útlánaþak Íbúðalánasjóðs hækki í minnst 13 milljónir króna um næstu áramót um leið og nýtt lánshlutfall upp á 90 prósent tekur gildi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04 Vikuveltan 4,4 milljarðar Íbúðarlán bankanna virðist hafa kynnt all hressilega undir fasteignamarkaðinn en veltan í viðskiptinum með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur stóraukist. Samkvæmt morgunkorni greiningar Íslandsbanka var vikuveltan komin í 4,4 milljarða króna um miðjan mánuðinn en var um þrír milljarðar í lok ágúst. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03 Bók um hagfræði og tónlist Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur ritað bók um hagræn áhrif tónlistar á Íslandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03 Burðarás kaupir í Carnegie Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03 Engin áhrif á Kárahnjúkavirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir ásakanir á hendur Impregilo á Ítalíu og verðfall hlutabréfa fyrirtækisins engin áhrif hafa á framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03 Eimskip keypti upp HSH Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutaféi í vöruflutningafyrirtækinu HSH í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að rekstur félaganna verði sameinaður á næstu vikum og að starfsemi HSH í Vestmannaeyjum verði flutt í húsnæði Eimskips við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum fyrir lok þessa árs. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:02 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 223 ›
Krónan hækkað um 2,76% Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,76% í dag og hefur sjaldan eða aldrei hækkað meira á einum degi. Bandaríkjadollar hélt áfram að lækka og er nú kominn niður í 62 krónur og 50 aura. Miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði í dag og var gjaldeyrisveltan á millibankamarkaði 17,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Með seðlaprentsmiðju í kjallaranum Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Stýrivextir Seðlabankans hækka um 1% Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. Seðlabankinn telur að grípa þurfi hratt til aðgerða því þensla er meiri en talið var áður. Hagvöxtur á næsta ári verður 6,1 prósent samkvæmt spá bankans. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum Landsbankinn gerir ráð fyrir að lánaveisla bankanna leiði til þess að einkaneysla hækki um 0,5-1 prósent næstu tvö ár og að veislan endi með verðbólguskoti allt að sex prósentum um áramótin 2006-2007. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Selja aðgang að sjúkrasögum Bandaríska líftæknifyrirtækið ACLARA mun borga Urði, Verðandi, Skuld fyrir að nota blóð og æxlissýni úr íslenska krabbameinsverkefninu. Einnig mun ACLARA fá aðgang að sjúkrasögum krabbameinssjúklinga. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Býður margfaldan hraða Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Innlent 13.10.2005 15:05
Bankarnir neita samráði Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Neitar meintu samráði Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja vísar því á bug að viðskiptabankarnir hafi skipulagt samráð um hámark íbúðalána. Hann segir óeðlilegt að líkja starfi innan samtakanna við ólöglegt samráð olíufélaganna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Bankarnir spá hækkandi verðbólgu Bæði KB banki og Íslandsbanki hafa hækkað verðbólguspár sínar fyrir desember. Íslandsbanki spáir að hún hækki um 0,2%, meðal annars vegna hækkunar á áfengisskatti, og KB banki spáir að hún hækki um 0,3% vegna áfengisskattsins og óvæntrar hækkunar á bensíni hér á landi. Tólf mánaða verðbólguspá KB banka er nú komin upp í 3,7% en var 3,5%. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Samið um verð á Big Food Group Samstaða hefur náðst milli Baugs og stjórnar Big Food Group um verð fyrir breska fyrirtækið. Baugur náði að lækka verðið umtalsvert. Helstu hindrunum sem stóðu í vegi kaupa Baugs hefur með samkomulaginu verið rutt úr vegi. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Nýtt boð styrkir stöðu Íslandsbank Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Kaupin á Kredittbanken samþykkt Norska fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Íslandsbanka á norska bankanum Kredittbanken og á Íslandsbanki nú tæplega hundrað prósent í honum. Kredittbanken er ekki stór banki í Noregi en eins og fram er komið er Íslandsbanki líka að reyna að eignast BN bankann í Noregi sem er fjórði stærsti viðskiptabanki þar í landi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Jón stjórnarformaður Magasin du N. Jón Ásgeir Jóhannesson verður nýr formaður stjórnar dönsku verslunarkeðjunnar Magasin du Nord. Tillaga um nýja stjórn fyrirtækisins var kynnt í dönskum fjölmiðlum í morgun. Samkvæmt henni taka fimm Íslendingar sæti í stjórn þessarar rótgrónu 136 ára gömlu dönsku verslunarkeðju. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Tilboði Baugs verði tekið Stjórn bresku verslunarkeðjunnar Big Food Group ætlar að leggja til að tilboði Baugs í keðjuna verði tekið, jafnvel þótt það hafi verið lækkað umtalsvert frá upphaflega tilboðinu. Baugur bauð upphaflega 110 pens á hlut en eftir að hafa skoðað bókhald keðjunnar nánar var tilboðið lækkað niður í 95 pens á hlut. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Verðhugmyndir upp á 40 milljarða Baugur komst skrefinu nær því að eignast breska stórfyrirtækið Big Food Group í dag. Stjórn fyrirtækisins lýsti því yfir opinberlega að kæmi tilboð upp á 95 pens á hlut yrði mælt með því og er Baugi gefinn frestur til 17. desember til að gera formlegt tilboð. Verðhugmyndirnar eru sem sagt rúmlega 40 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Ríkið eignast Landsvirkjun Ríkið eignast hlut Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun á næsta ári gangi áætlanir sérstakrar eigendanefndar eftir. Hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er að minnsta kosti þrjátíu milljarða króna virði. Samkvæmt heimildum fréttastofu gera áætlanir ráð fyrir því að Landsvirkjun verði að fullu komin í eigu ríkisins um þarnæstu áramót. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
Bankarnir höfðu samráð Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:05
VÍS kaupir Vörð Vátryggingafélag Íslands hefur keypt Vörð Vátryggingafélag hf. og tekur við rekstri þess í dag. Kaupsamningar voru undirritaðir í gær og er kaupverðið trúnaðarmál. Seljandi Varðar er Hringur hf. en aðaleigandi þess félags er Baugur Group. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Eignast meirihluta í BN-bankanum Íslandsbanki hefur hækkað tilboð sitt í BN-bankann í Noregi og virðist hafa tryggt sér meirihluta hlutafjár, samkvæmt tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér í morgun. Þar segir að bankinn hafi nú þegar tryggt sér 46% hlutafjár og að hluthafar, sem ráði yfir 14% til viðbótar, ætli að samþykkja tilboð Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04
Samstarf vegna ljósleiðaravæðingar Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir samning um samstarf vegna ljósleiðaravæðingar heimila og fyrirtækja í landinu. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að samningurinn feli í sér að Og Vodafone kaupi 67,76% hlut Orkuveitunnar í Línu.Neti en á sama tíma kaupir Orkuveitan ljósleiðaralagnir Og Vodafone. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04
Fastir vextir LSR-lána lækka Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafa lækkað fasta vexti LSR-lána í 4,15%, frá og með deginum í dag. Eftir sem áður er ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt, ekki er krafist uppgreiðslugjalds þó lán sé greitt upp að hluta eða öllu leyti fyrir umsamda gjalddaga og vaxtakjör lánanna eru ótengd öðrum viðskiptum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04
Latibær greiði í hlutabréfum Latibær ehf. var í dag dæmdur til að greiða Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði rúmlega 300 þúsund krónur. Sjóðurinn byggði kröfu sína á 20 milljóna króna láni til Latabæjarverkefnisins en í lánssamningnum voru ákvæði um að sjóðurinn hefði heimild til að krefjast hlutafjár í stað endurgreiðslu lánsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04
Verðbólgan enn yfir markmiði SÍ Verðbólga er nú meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum og hefur frá því í maí verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, að því er fram kemur í markaðsyfirliti greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan mælist nú 3,8% samanborið við 2,5% á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04
Lánin verða að hækka Fasteignasalar búast við að útlánaþak Íbúðalánasjóðs hækki í minnst 13 milljónir króna um næstu áramót um leið og nýtt lánshlutfall upp á 90 prósent tekur gildi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:04
Vikuveltan 4,4 milljarðar Íbúðarlán bankanna virðist hafa kynnt all hressilega undir fasteignamarkaðinn en veltan í viðskiptinum með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur stóraukist. Samkvæmt morgunkorni greiningar Íslandsbanka var vikuveltan komin í 4,4 milljarða króna um miðjan mánuðinn en var um þrír milljarðar í lok ágúst. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03
Bók um hagfræði og tónlist Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur ritað bók um hagræn áhrif tónlistar á Íslandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03
Burðarás kaupir í Carnegie Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03
Engin áhrif á Kárahnjúkavirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir ásakanir á hendur Impregilo á Ítalíu og verðfall hlutabréfa fyrirtækisins engin áhrif hafa á framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:03
Eimskip keypti upp HSH Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutaféi í vöruflutningafyrirtækinu HSH í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að rekstur félaganna verði sameinaður á næstu vikum og að starfsemi HSH í Vestmannaeyjum verði flutt í húsnæði Eimskips við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum fyrir lok þessa árs. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:02