Bankarnir neita samráði 1. desember 2004 00:01 Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira