Viðskipti innlent

Verðbólgan enn yfir markmiði SÍ

Verðbólga er nú meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum og hefur frá því í maí verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, að því er fram kemur í markaðsyfirliti greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan mælist nú 3,8% samanborið við 2,5% á sama tíma í fyrra. Bankinn segir útlit fyrir að verðbólgan verði áfram mikil á næstunni, 3,7% á þessu ári og 3,0% árið 2005. Ýmsir þættir hafi bæst við sem ýti undri verðbólgu, svo sem bætt aðgengi almennings að lánsfé á lægri vöxtum, niðurstaða kjarasamninga í opinberum rekstri og frekari stækkun Norðuráls.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×