Viðskipti

Fréttamynd

Hvatt til aukins aðhalds

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hvetur íslensk stjórnvöld til að stuðla að vaxtahækkunum og auka aðhald í peningamálum til að sporna við þenslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dæmi um vanskil 100% íbúðalána

"Það eru farin að berast inn á borð til okkar nokkur dæmi um fólk sem hefur fengið hundrað prósent lán og nær ekki að standa í skilum," segir forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Þau auknu lán sem almenningi bjóðast til húsnæðiskaupa nýtast illa þeim sem minnst hafa milli handanna enda húsnæðisverð víða um land margfaldast og engin endir á hækkununum í sjónmáli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður hagnaður hjá Símanum

Rúmlega þriggja milljarða króna hagnaður varð af rekstri ríkishlutafélagsins Símans í fyrra, sem er um það bil einum milljarði króna meiri hagnaður en árið þar áður. Stjórn Símans ákvað í gær að leggja til við aðalfund að greiddur verði 90 prósenta arður af nafnvirði hlutafjár eða 3,3 milljarðar króna sem ríkissjóður fær í sinn hlut þar sem ríkið á Símann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynt að skýra verkaskiptingu

Gerð er tilraun til að draga úr óvissu um verkaskiptingu í eftirliti með verðbréfamarkaði með sameiginlegri yfirlýsingu Fjármálaeftirlitsins og Kauphallar Íslands. Yfirlýsingunni er ætlað að skýra betur verkaskiptinguna á milli þessarra tveggja stofnana og auka skilvirkni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auknar heimildir til rannsóknar

Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

250 milljónir bíða eigenda

Samtals 250 milljónir liggja nú hjá Íbúðalánasjóði og bíða þess að eigendur vitji þeirra. Þetta eru húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn sviðsstjóra Íbúðalánasjóðs. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn seldur kjölfestufjárfesti

Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur kjölfestufjárfesti. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stofna líftæknifyrirtæki á Íslandi

Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðunandi hagnaður sjávarútvegs

Sjávarútvegur er rekinn með viðunandi hagnaði, bæði á þessu ári og því síðasta, að mati fjármálaráðuneytisins. Það spáir því að tekjur greinarinnar í ár verði tuttugu milljörðum króna hærri en útgjöldin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Iceland endurskoði umsóknina

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur óskað eftir því að breska verslanakeðjan Iceland endurskoði umsókn sína um að fá einkaleyfi á vörumerkinu Iceland. Formlegt erindi þessa efnist barst stjórnarfomanni Iceland í dag, eða sama dag og Baugur tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

23 milljarða sambankalán

Norðurál hefur gert samning við Landsbankann og KB banka um endurfjármögnun fyrirtækisins og fjármögnun framkvæmdanna við stækkun álversins á Grundartanga. Bankarnir tveir undirrituðu samning um alþjóðlegt sambankalán til Norðuráls að upphæð 365 milljónir Bandaríkjadala, eða 23 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Somerfield á stórinnkaupalistann

Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skutu Bretum ref fyrir rass

Yfirmaður breska fjárfestingafélagsins Wise Speke segir að íslensku víkingarnir hafi skotið breskum fjármálasérfræðingum ref fyrir rass með því að sjá rakið viðskiptatækifæri í breska viðskiptaheiminum sem þeir bresku sáu ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga yfir efri þolmörk

Verðbólga síðustu tólf mánuði er nú komin vel yfir fjögur prósent og þar með yfir efri þolmörk sem Seðlabankinn setti sér um verðbólgu. Bankanum ber því að gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðunni og væntanlegum aðgerðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Deilt um áhrif sterkari krónu

Deilt er um hvort styrking krónunnar að undanförnu hafi haft áhrif á verðlag hér á landi. Greiningardeild Landsbankans telur að það taki að jafnaði þrjá mánuði fyrir gengisbreytingar að koma fram í verði innfluttra mat- og drykkjarvara. Þannig megi ætla að haldi krónan áfram að vera sterk fari það að hafa áhrif á verðbólguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deilt um áhrif krónu á efnahagslíf

Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprengidagur í Kauphöllinni í gær

Sprengidagur var í Kauphöllinni í gær, eins og sérfræðingar KB banka orða það, þar sem úrvalsvísitalan hækkaði um 2,5 prósent á einum degi í miklum viðskiptum. Úrvalsvísitalan hefur því hækkað um heil 15 prósent frá áramótum og ef litið er tólf mánuði aftur í tímann hefur hún hækkað um rösklega 64 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja sameina lífeyrissjóði

Stjórnir Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðanna frá og með 1. júní næstkomandi. Tilgangurinn með sameiningunni er að lækka kostnað og auka áhættudreifingu, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá sjóðunum. Þar segir einnig að með þessu geti sjóðirnir betur staðið við markmið sín.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis kaupir indverskt fyrirtæki

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur fest kaup á lyfjarannsóknafyrirtækinu Lotus á Indlandi. Kaupverðið er um 1,6 milljarðar íslenskra króna og gert er ráð fyrir að gengið verði frá kaupsamningi á næstu vikum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugleiðir kaupa Bláfugl

Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KB banki selur Lýsingu

KB-banki hefur selt Vátryggingafélagi Íslands dótturfélag sitt, Lýsingu, fyrir 6,1 milljarð króna en áætlaður söluhagnaður er 3 milljarðar. Lýsing er annað tveggja stærstu fjármögnunarfyrirtækja landsins og eru starfsmenn þess 40 talsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánssamningur upp á 6,3 milljarða

Fulltrúar IFP Holdings Ltd., sem er eignarhaldsfélag um fjárfestingar SH í Bretlandi, Íslandsbanki og Landsbanki Íslands hafa undirritað sambankalánssamning að fjárhæð 53 milljónir punda, eða tæpir 6,3 milljarðar íslenkar krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samskip hyggja á landvinninga

Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfsemi Samskipa erlendis og jókst veltan um fjörutíu prósent á síðasta ári. Félagið hyggur á frekari landvinninga, meðal annars langt inn í Rússland og í Asíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðsvirði aldrei verið meira

Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur aldrei verið meira en það var nú í byrjun febrúar. Það jókst um 105 milljarða króna í janúar og nam því tæplega tólf hundruð milljörðum í lok mánaðarins að sögn greiningardeildar KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa hlut í Húsasmiðjunni

Saxhóll, Fjárfestingarfélagið Prímus og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hafa eignast sinn 18,3 prósenta hlutinn hvert í Húsasmiðjunni. Þau 45 prósent sem eftir standa eru enn í eigu Baugs. Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar hefur keypt hlutafé Baugs í Húsasmiðjunni og þar með eignast allt hlutafé félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útrásin heldur áfram

Bresku tískuverslanakeðjurnar Principles and Warehouse eru komnar að hluta til í íslenskar hendur. Önnur keðja, Shoe Studio, keypti keðjurnar í gær fyrir hundrað og fjörutíu milljónir punda, eða sem nemur 16,2 milljörðum króna. Shoe Studio er að stórum hluta í eigu Baugs samkvæmt fréttasíðu BBC.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing bætir ímynd sína

Kaupþing hefur eytt milljónum króna í að bæta ímynd sína í Danmörku í þessari viku. Bankinn birti í gær heilsíðuauglýsingar í nokkrum dönskum dagblöðum þar sem afkoma bankans er kynnt. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan ekki sterkari í fimm ár

Krónan hefur ekki verið sterkari síðan í júní 2000 að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Gengisvísitala krónunnar endaði í 110,12 stigum í gær og fór rétt undir 110 stig innan dagsins. 

Viðskipti innlent