250 milljónir bíða eigenda 14. febrúar 2005 00:01 Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira