250 milljónir bíða eigenda 14. febrúar 2005 00:01 Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira