Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 23:55 Heiðar Guðjónsson er hagfræðingur, fjárfestir, og fyrrverandi stjórnarformaður Eykon Energy ehf. Vísir/Vilhelm Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann kveðst engan skilning hafa á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. Olíuleit á Drekasvæðinu er aftur í umræðunni eftir að bæjarráð Fjarðarbyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti hefðu gengið hægar en gert var ráð fyrir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-orku og loftslagsráðherra, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið skömmu seinna að það væri ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð á svæðinu. Stóra verkefnið væri að fasa út jarðefnaeldsneytið og tækifæri Íslands væru í endurnýjanlegri orku. Drekasvæðið mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi Talið er að á Drekasvæðinu séu um tíu milljarðar olíutunna, sem þýðir að þar sé mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi. Heiðar Guðjónsson segir að það sé ábyrgðarhluti Íslendinga að nýta ekki auðlindirnar við landið. „Vegna þess að við höfum þannig auðlindasögu að segja að við göngum alveg svakalega vel um náttúruna. Þannig það er ábyrgðarhluti að nýta þetta ekki hér þar sem við værum að nýta þetta með ábyrgum hætti og frekar að kaupa olíu frá Mið-Asíu og Arabíuskaga, og einræðisríkjum víðar eins og í Afríku, þar sem umhverfissjónarmið hafa engan grunn,“ segir Heiðar. Heiðar var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í vikunni. Hann segir að tekjur ríkisins af olíunni á svæðinu geti numið þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna á um það bil tuttugu árum. „Þegar þetta er svona mikið magn á einum stað, að þá getur þetta enst í nokkra áratugi, og það væri auðvitað bara betra fyrir okkur að dreifa þessari framleiðslu yfir einhvern ákveðinn tíma, ef þetta er svona mikið magn, að þá er auðvitað, ja íslensku fjárlögin á hverju einasta ári, í yfir tuttugu ár, sem kæmu þarna upp, bara í skattheimtu fyrir íslenska ríkið,“ segir Heiðar. Auðlindin sjálf sé metin á sextíu og sex þúsund milljarða. Enn langt í með rafvæðingu samgangna Heiðar segist ekki hafa skilning á sjónarmiðum Jóhanns Páls, sem sagði að tækifæri Íslands væru bara í endurnýtanlegri orku. „Nei ég hef engan skilning á þessu vegna þess að við erum eyja mjög einangruð frá okkar helstu mörkuðum og þjóðum sem við eigum samskipti við, og það eru engin skip sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í dag, það eru engar flugvélar, og svo framvegis. Við erum og við eigum mjög langt í land með að rafvæða alla hluti.“ „Við erum í fararbroddi í Evrópu og í heiminum öllum með hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa af okkar orkunotkun. Við erum með svona 85 prósent endurnýjanlega orku sem við erum að nota hér á Íslandi á meðan Evrópa nær varla 15 prósentum, þannig það svo sannarlega dæmist ekki á okkur að gera eitthvað sérstaklega meira í þessu, við erum í algjörum sérflokki.“ Hann bendir á að í Noregi séu mörg þúsund virk olíuleitarleyfi virk, og á síðustu tveimur árum hafi 150 ný olíuleitarleyfi verið gefin út. Bjartsýnn á leyfi að lokum Hann kveðst bjartsýnn á að skynsemin muni sigra og segir að skynsemin í þessu máli sé einföld. „Hún er að við getum gert þetta og það regluverk sem við notum er norskt regluverk og norska ríkisolíufélagið er mjög tilbúið að vinna með okkur. Þannig að þetta á að vera gert á algjörlega frábæran hátt, og þá eins og ég segi nýtur umhverfið þess, vegna þess að þá minnkar framleiðsla á öðrum stöðum þar sem er ekki svona vandað til verka.“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir stuðningi við því að olíuleitarleyfi verið gefið út að nýju, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið í vikunni. Sigurður Ingi sagðist ekki vilja útiloka olíuleit, en það væri eftir sem áður forgangsverkefni stjórnvalda að hraða orkuskiptum og það væri áhersla Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð sagði að Miðflokkurinn hefði talaað fyrir olíu- og gasleit fyrir kosningar og að olíuleitin myndi strax hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði að skoða ætti olíuleit með opnum huga. Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Reykjavík síðdegis Bylgjan Orkuskipti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu er aftur í umræðunni eftir að bæjarráð Fjarðarbyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti hefðu gengið hægar en gert var ráð fyrir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-orku og loftslagsráðherra, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið skömmu seinna að það væri ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð á svæðinu. Stóra verkefnið væri að fasa út jarðefnaeldsneytið og tækifæri Íslands væru í endurnýjanlegri orku. Drekasvæðið mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi Talið er að á Drekasvæðinu séu um tíu milljarðar olíutunna, sem þýðir að þar sé mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi. Heiðar Guðjónsson segir að það sé ábyrgðarhluti Íslendinga að nýta ekki auðlindirnar við landið. „Vegna þess að við höfum þannig auðlindasögu að segja að við göngum alveg svakalega vel um náttúruna. Þannig það er ábyrgðarhluti að nýta þetta ekki hér þar sem við værum að nýta þetta með ábyrgum hætti og frekar að kaupa olíu frá Mið-Asíu og Arabíuskaga, og einræðisríkjum víðar eins og í Afríku, þar sem umhverfissjónarmið hafa engan grunn,“ segir Heiðar. Heiðar var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í vikunni. Hann segir að tekjur ríkisins af olíunni á svæðinu geti numið þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna á um það bil tuttugu árum. „Þegar þetta er svona mikið magn á einum stað, að þá getur þetta enst í nokkra áratugi, og það væri auðvitað bara betra fyrir okkur að dreifa þessari framleiðslu yfir einhvern ákveðinn tíma, ef þetta er svona mikið magn, að þá er auðvitað, ja íslensku fjárlögin á hverju einasta ári, í yfir tuttugu ár, sem kæmu þarna upp, bara í skattheimtu fyrir íslenska ríkið,“ segir Heiðar. Auðlindin sjálf sé metin á sextíu og sex þúsund milljarða. Enn langt í með rafvæðingu samgangna Heiðar segist ekki hafa skilning á sjónarmiðum Jóhanns Páls, sem sagði að tækifæri Íslands væru bara í endurnýtanlegri orku. „Nei ég hef engan skilning á þessu vegna þess að við erum eyja mjög einangruð frá okkar helstu mörkuðum og þjóðum sem við eigum samskipti við, og það eru engin skip sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í dag, það eru engar flugvélar, og svo framvegis. Við erum og við eigum mjög langt í land með að rafvæða alla hluti.“ „Við erum í fararbroddi í Evrópu og í heiminum öllum með hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa af okkar orkunotkun. Við erum með svona 85 prósent endurnýjanlega orku sem við erum að nota hér á Íslandi á meðan Evrópa nær varla 15 prósentum, þannig það svo sannarlega dæmist ekki á okkur að gera eitthvað sérstaklega meira í þessu, við erum í algjörum sérflokki.“ Hann bendir á að í Noregi séu mörg þúsund virk olíuleitarleyfi virk, og á síðustu tveimur árum hafi 150 ný olíuleitarleyfi verið gefin út. Bjartsýnn á leyfi að lokum Hann kveðst bjartsýnn á að skynsemin muni sigra og segir að skynsemin í þessu máli sé einföld. „Hún er að við getum gert þetta og það regluverk sem við notum er norskt regluverk og norska ríkisolíufélagið er mjög tilbúið að vinna með okkur. Þannig að þetta á að vera gert á algjörlega frábæran hátt, og þá eins og ég segi nýtur umhverfið þess, vegna þess að þá minnkar framleiðsla á öðrum stöðum þar sem er ekki svona vandað til verka.“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir stuðningi við því að olíuleitarleyfi verið gefið út að nýju, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið í vikunni. Sigurður Ingi sagðist ekki vilja útiloka olíuleit, en það væri eftir sem áður forgangsverkefni stjórnvalda að hraða orkuskiptum og það væri áhersla Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð sagði að Miðflokkurinn hefði talaað fyrir olíu- og gasleit fyrir kosningar og að olíuleitin myndi strax hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði að skoða ætti olíuleit með opnum huga.
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Reykjavík síðdegis Bylgjan Orkuskipti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26