Iceland endurskoði umsóknina 11. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur óskað eftir því að breska verslanakeðjan Iceland endurskoði umsókn sína um að fá einkaleyfi á vörumerkinu Iceland. Formlegt erindi þessa efnist barst stjórnarfomanni Iceland í dag, eða sama dag og Baugur tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu. Iceland hefur sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Fái fyrirtækið einkaleyfið hefði það í för með sér að íslenskir framleiðendur, eða aðrir hagsmunaaðilar, gætu ekki notað ensku þýðinguna á landaheitinu Ísland. Baugur festi nýverið kaup á verslunarkeðjunni Iceland og tók við stjórn fyrirtækisins í dag. Samtök iðnaðarins hafa mótmælt því harðlega að nafn landsins verði einkaeign fyrirtækis og ljóst er að forsætisráðherra lítur málið einnig alvarlegum augum. Sama dag og Pálmi Haraldsson tók við stjórnarformennsku Iceland barst honum formlegt erindi frá Halldóri Ásgrímssyni þar sem hann biður fyrirtækið að endurskoða umsókn sína á einkaleyfinu. Pálmi segir að orðið verði við beiðni ráðherrans og málið tekið upp á stjórnarfundi strax á þriðjudaginn. Stjórnarformaðurinn segist því að svo stöddu ekki geta sagt til um hvort fyrirtækið muni draga umsóknina til baka eða halda henni til streitu. Spurður hvort hann sé sammála því sem sumir segi, að Baugur eigi orðið allt hér á landi og því sé kannski eðlilegt að fyrirtækið fái einkaleyfi á landaheitinu, segir Pálmi þetta broslegt og varla svaravert. „Og ég held að lífið sé aðeins flóknara en svo,“ segir Pálmi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur óskað eftir því að breska verslanakeðjan Iceland endurskoði umsókn sína um að fá einkaleyfi á vörumerkinu Iceland. Formlegt erindi þessa efnist barst stjórnarfomanni Iceland í dag, eða sama dag og Baugur tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu. Iceland hefur sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Fái fyrirtækið einkaleyfið hefði það í för með sér að íslenskir framleiðendur, eða aðrir hagsmunaaðilar, gætu ekki notað ensku þýðinguna á landaheitinu Ísland. Baugur festi nýverið kaup á verslunarkeðjunni Iceland og tók við stjórn fyrirtækisins í dag. Samtök iðnaðarins hafa mótmælt því harðlega að nafn landsins verði einkaeign fyrirtækis og ljóst er að forsætisráðherra lítur málið einnig alvarlegum augum. Sama dag og Pálmi Haraldsson tók við stjórnarformennsku Iceland barst honum formlegt erindi frá Halldóri Ásgrímssyni þar sem hann biður fyrirtækið að endurskoða umsókn sína á einkaleyfinu. Pálmi segir að orðið verði við beiðni ráðherrans og málið tekið upp á stjórnarfundi strax á þriðjudaginn. Stjórnarformaðurinn segist því að svo stöddu ekki geta sagt til um hvort fyrirtækið muni draga umsóknina til baka eða halda henni til streitu. Spurður hvort hann sé sammála því sem sumir segi, að Baugur eigi orðið allt hér á landi og því sé kannski eðlilegt að fyrirtækið fái einkaleyfi á landaheitinu, segir Pálmi þetta broslegt og varla svaravert. „Og ég held að lífið sé aðeins flóknara en svo,“ segir Pálmi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira