Viðskipti innlent

Markaðsvirði aldrei verið meira

Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur aldrei verið meira en það var nú í byrjun febrúar. Það jókst um 105 milljarða króna í janúar og nam því tæplega tólf hundruð milljörðum í lok mánaðarins að sögn greiningardeildar KB banka. Hlutfallslega jókst markaðsvirði Flugleiða mest í mánuðinum, eða um 38 prósent, en annars voru það bankarnir sem stóðu á bak við langstærstan hluta hækkunarinnar. Samtals jókst markaðsvirði stóru bankanna þriggja um 84 milljarða króna eða því sem næst 80 prósent af samanlagðri hækkun allra félaga í Kauphöllinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×