Somerfield á stórinnkaupalistann 11. febrúar 2005 00:01 Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið. Viðskipti Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið.
Viðskipti Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira